blaðið


blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 22

blaðið - 18.10.2005, Qupperneq 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö Fjör í Eyjum um helgina Á laugardag og sunnudag var keppt í Vestmannaeyjum í 2. deild stúlkna í flokki A-liða í A-riðli. Þetta eru stúlk- ur fæddar 1990 og 1991 sem þýðir að þær eru á fjórtanda og fimmtánda aldursári. Fjögur lið voru við þátt- töku og voru Eyjastúlkur sigursælar. Liðið þjálfar Unnur Sigmarsdóttir en Unnur þjálfaði meistaraflokk ÍBV fyrir þremur árum. Lið ÍBV var sigursælt og vann alla sína leiki og þar var Elísa Viðarsdóttir marka- hæst en Elísa er fædd 1990. Elísa er systir Margrétar Láru, markadrottn- ingar úr Val og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, en þetta er mikil íþróttafjölskylda því Bjarni Geir er elstur í systkinahópnum. Hann leikur með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu. Elísa er því eini fjöl- skyldumeðlimurinn sem stundar handbolta í dag en Margrét Lára tók nokkra spretti á handboltavellinum áður en hún lagði fótboltann alveg fyrir sig. ■ KR-ingar með tímamótasamning I hádeginu í gær skrifaði handknatt- leiksdeild KR undir styrktarsamn- ing við SPRON. Samningurinn er til þriggja ára og KR-ingar vilja meina að um tímamótasamning hjá hand- knattleiksdeildinni sé að ræða en samningurinn mun tryggja rekst- ur deildarinnar í yngri flokkunum næstu þrjú árin að minnsta kosti. KR-ingar hafa á ný ræst handbolta- deildina og hafa hlotið góðar und- irtektir - SPRON-menn hafa greini- lega mikla trú á þeim svart-hvítu. Æfingasókn hjá krökkunum í KR hefur verið frábær það sem af er vetri og greinilegt að Vesturbæingar hafa verið að bíða eftir að handbolta- deildin hæfi störf fyrir yngri flokk- ana í handbolta á ný. Hér á myndinni til hliðar eru for- ráðamenn KR og aðilar frá SPRON ásamt nokkrum krökkum úr hand- boltanum i KR. ■ Gróttustelpur sigursælar í 6. flokki stúlkna Knattspyrnuskóli Knattspyrnuakademíu íslands í FÍFUNWI og EGILSHÖLL IMámskeið fyrir stráka og stelpur I: 24. okt. -11. nóv. II: 14. nóv. - 2. des. Aldur: 6. flokkur og eldri Æfingar: Mánud., miðvikud. og föstud. 06:30-07:30 MasterCard verð: 17.900 fyrir hvort námskeið Almennt verð: 19.900 fyrir hvort námskeið Ef bæði námskeiðin eru keypt saman er MasterCard verð 32.900 Almennt verð: 35.900 Innifalið í verði: Búningur og morgunhressing Þrír heppnir þátttakendur sem sækja bæði námskeiðin fá miða á leik í ensku knattspyrnunni í boði lcelandair 4 KnattspyriíM yVkademía Jslawds Landsliðsþjálfarar koma í heimsókn Skráning og allar upplýsingar á knattspyrnuskolinn.net og hjá erla@kronos.ís ICELANDAIR £t skyr.is VINTERSPOffr Landsbankinn Um helgina var mikið um að vera í íþróttahúsi Seltjarnarness og þar voru margar stúlkur í 6. flokki að spila handbolta. 31 lið var skráð til leiks frá 14 félögum. Keppt var í A- B-og C-liðum og til úrslita í flokki A- liða léku Grótta og Fram. Eftir venju- legan leiktíma var staðan jöfn og því var gripið til framlengingar og enn var jafnt og því var hlutkesti látið ráða hvort liðið væri sigurvegari. Jafnara gat það vart verið. Grótta vann hlutkestið og varð því sigurveg- ari í flokki A-liða. Fram varð sem sagt i öðru sæti og ÍR í þriðja sæti. Haukastúlkur enduðu í fjórða sæti, HK í fimmta, FH í sjötta sæti, ÍBV i sjöunda og Fylkir varð i 8. sæti í flokki A-liða í 6. flokki stúlkna. ÍR varð svo sigurvegari í flokki B- liða en ÍR vann Gróttu-i í hörkuleik, 5-3. í þriðja sæti varð lið HK úr Lind- arhverfinu í Kópavogi en HK sendi þrjú lið til keppni, þar af kom eitt úr Lindarhverfi og eitt úr Kársnesinu. HK-Kársnes varð í fjórða sæti í B- liða keppninni. Fram varð í fimmta sæti, Grótta-2 varð í sjötta sæti, ÍBV í sjöunda og FH varð i áttunda sæti í flokki B-liða. I flokki C-liða var það svo lið Gróttu-2 sem sigraði en Grótta-i varð i öðru sæti, ÍR varð í þriðja sæti og FH í fjórða. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.