blaðið - 29.10.2005, Síða 6
6 I IWWLEWDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 I blaöiö
Hátt í 70 börn fæðast árlega með hjartagalla
Misjafnt hvort skólar hœta upp tapaðan námstíma vegna aðgerða
Nokkur hjartveik böm skemmta sér f haustferð Neistans
Guðrún Bergmann Franzdóttir, varafor-
maður Neistans
Árlega fæðast á milli 60-70 börn
með hjartagalla hér á landi eða um
1,5% barna. Tæplega helmingur þess-
ara barna þarf að gangast undir að-
gerð af einhverju tagi og þriðjungur
þeirra er framkvæmdur erlendis.
Hjartveik börn geta því misst heil-
mikið úr skóla án þess að njóta skóla-
kennslu á spítölunum og skiljanlega
getur þetta háð námsferli þeirra.
Guðrún Bergmann Franzdóttir,
varaformaður Neistans, styrktarfé-
lags hjartveikra barna, segir að það
sé mjög misjafnt hvort skólar bæti
börnunum upp þann tíma sem þau
missa úr skólunum. „Ég veit ekki
eftir hverju það fer en það getur far-
ið eftir bæjarfélögum. Þetta kemur
smátt og smátt og verður eflaust
mjög fínt eftir nokkur ár,“ segir Guð-
rún og bætir við að nauðsynlegt sé
að opna umræðuna.
Sum börn glíma viö
hjartagalla alla ævi
I gær var málþing um skólagöngu
hjartveikra barna í Gerðubergi og
tilgangurinn var að leiða saman sér-
fræðinga úr skólakerfinu og foreldra
í tilefni tíu ára afmælis Neistans.
Guðrún segir að það þurfi að vera
meira upplýsingaflæði til kennara,
foreldra og hjúkrunarfræðinga í skól-
um. Að sama skapi segir Guðrún að
það sé í raun ekki verið að kalla eftir
breytingum heldur góðum skilningi
og þekkingu hjá skólastjórnendum,
kennurum og öðru fólki. „Þannig að
skólarnir viti um þessi veiku börn,
hvað ber að varast ef eitthvað kem-
ur upp á og hvert þeir eiga að leita,“
segir Guðrún. Börn sem eru með
algengustu hjartagallana fara í
aðgerð á Islandi en börn með sjald-
gæfari hjartagalla fara í aðgerðir til
Boston. Samkvæmt Guðrúnu er ein
aðgerð oft nægileg en önnur börn
þurfa að fara mun oftar. Að sama
skapi fer það eftir sjúkdómum hvort
börnin þurfa að glíma við hjartagall-
ana alla ævi eða ekki. ■
Dómsmál
DV dæmt
fyrir meiðyrði
Mikael Torfason, ritstjóri DV,
og Illugi Jökulsson, fyrrum
ritstjóri, voru dæmdir fyrir
meiðyrði í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær vegna ummæla
sem birtust á forsíðu blaðsins
um Ásmund Gunnlaugsson,
jógakennara. Ritstjórarnir voru
dæmdir til að greiða 50 þúsund
krónur hvor auk 200 þúsund
krónur í miskabætur.Um var að
ræða forsíðu DV frá 8. október
á síðasta ári þar sem birtist
stór mynd af Ásmundi í fylgd
lögreglumanna en ákæranda
þótti texti sem fylgdi með
myndinni hafa falið í sér meið-
yrði. 1 yfirlýsingu ffá DV sem
send var út í gær kom fram að
blaðið hyggist áfrýja dómnum.
Verslunareigendur og útstillingahönnuði
ALLT FYRIR JOLAUTSTI
• fni • pappír • boröar • slaufur • púðar • gluggaskreytingar • jólaskraut • gjafapokar
jólaseríur * kerti • silkiblóm • greinar • jólatré • kertastjakar • jólakúlur *dúkar
blómaskreytingar • greinar • pakkaskrai^t • gjafabðnd • servéttur • ðskjur • kransar
•
Melabraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 575 0200 • danco@danco.is
DANCO
HEILDVERSLUN
Flutt í Mörkina 1
Árleg bókaútsala SKJALDBORGAR
hefst 28. október 2005
Eitthvað fyrir alla.
OP'Ð'-
9-A7
Verð í algjöru lágmarki og bónus við magnkaup. '°-17
Gríptu bókina, jólin nálgast.
LaugafðaS3
SunnudaS8
13-17
Skjaldborg - Mörkinni 1 - sími: 588 2400
Netfang: skjaldborg@skjaldborg.is
Markaðsverðlaun ÍMARK 2005 afhent
Kona valin markaðsmaður
ársins í fyrsta sinn í 15 ár
Svanhildur Konráðsdóttir tekur við verðlaunum af Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
fslands.
Svanhildur Konráðsdóttir var val-
in markaðsmaður ársins 2005 af
iMARK, félagi íslensks markaðs-
fólks, við hátíðlega athöfn á Apótek-
inu í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem
konu er veitt þessi verðlaun í 15 ára
sögu verðlaunanna. Síminn var val-
inn markaðsfyrirtæki ársins 2005
en auk þess voru Stöð 2 og CCP til-
nefnd til verðlauna. Fram kom að
þessi fyrirtæki hafi sýnt frábæran
árangur hvert á sínu sviði.
í máli Elísabetar Sveinsdóttur,
stjórnarformanns í iMARK, kom
fram að markviss stefna Símans í
markaðsmálum og góður rekstrar-
legur árangur haldist í hendur þvi
á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var
hagnaður Símans nærri milljarði
hærri en á sama tíma í fyrra. Fyr-
irtækið var síðan selt á árinu fyrir
metverð. Svanhildur Konráðsdóttir
hefur meðal annars unnið við fjöl-
miðla, sem kynningarstjóri Reykja-
víkur, stýrt Höfuðborgarstofu og
í dag er hún sviðsstjóri Menning-
ar-og ferðamálasviðs Reykjavíkur-
borgar. Formaður ÍMARK, Ingólf-
ur Guðmundsson, sagði Svanhildi
vera mikla markaðsmanneskju og
öflugur stjórnandi sem sýni frum-
kvæði. m
Blaðið/Frikki
Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði Btómaval formlega i gær en verslunin er flutt i stærra
og glæsilegra húsnæði að Skútuvogi 16.1 dag verður kveikt á öllum jólaljósum Blóma-
vals við hátíðlega stund og meðal annars verður kveikt á stærsta jólatré landsins sem er
17 metrar á hæð. Barnabókahöfundar lesa upp úr bókum sfnum fyrir börnin og boðið
verður upp á heitt kakó og vöfflur