blaðið - 29.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGAEDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö
Börn á bak við rimla
Fangelsisyfirvöld í Svíþjóð munu
hugsanlega leyfa karlföngum að
vera með ungabörn sín innan fang-
elsismúranna. „Það myndi verða
möguleiki á þessu fyrir karlmenn
en aðeins í undantekningartilfell-
um þegar félagsmálayfirvöld telja
að það sé barninu fyrir bestu,“ sagði
Elisabeth Lager, talsmaður fangels-
isyfirvalda. „Það yrði ekki réttur
þeirra heldur aðeins möguleiki.“
Aðeins fær um tugur kvenfanga
forsjá yfir börnum sínum innan
sænskra fangelsa. Það er ekki af jafn-
réttissjónarmiðum sem karlmönn-
um verður hugsanlega veittur þessi
möguleiki heldur verður það gert í
því skyni að lágmarka áhrif fangels-
isvistar foreldra á börnin. Eftir að
þau hafa náð eins árs aldri er börn-
um ekki leyft að búa bak við rimla.
Fangelsismálayfirvöld leggja einn-
ig til við dómsmálaráðuneytið að
í fleiri fangelsum verði komið upp
íbúðumþarsem börnum fanga verði
boðið upp á að heimsækja foreldra
sína við heimilislegri aðstæður. ■
Sænskir karlfangar munu hugsanlega
eiga möguleika á þvf aö vera með ung
börn sín meö sér f fangavistinni.
Kanadískur frumbyggi stfgur dans innan um fjallalögreglumenn á minningarathöfn sem haldin var f Zillebeke, nálægt Ypres f Belgíu.
Athöfnin var haldin til að minnast kanadískra hermanna af indíánaættum sem féllu f Evrópu í heimsstyrjöldunum tveimur. Minningar-
athöfnin stendur alla helgina.
Kynlíf
Morð.
Dulúð.
Velkomin í partýið
Glettilega góð og
frumleg spennugrínmynd
með töff leikurum.
Robert
Downey Jr.
1 Vai
| Kilmer
Frá h.öfundi
Lethal Weapon
KOMIN í BÍÓ!
Berlusconi hugs
anlega ákærður
Silvio Berlusconi, forsætisráöherra Ítalíu, á enn á ný yfir höfði sér ákærur vegna spilling-
armála.
Vitnaleiðslur hófust í gær fyrir dóm-
stól í Mílanó sem munu leiða í ljós
hvort rétta þurfi yfir Silvio Berlus-
coni, forsætisráðherra Ítalíu, vegna
ákæra um spillingu. Dómstóllinn
mun einnig kveða á um hvort rétta
þurfi í máli 13 annarra ásamt Berlus-
coni vegna meintra skattsvika, fjár-
dráttar og peningaþvættis. Meðal
þeirra sem rannsóknin beinist að er
breski lögfræðingurinn David Mills
sem er eiginmaður Tessu Jowell, ráð-
herra í bresku ríkisstjórninni. Allir
neita sakargiftum og var talið ólík-
legt að þeir yrðu viðstaddir vitna-
leiðslurnar í gær.
Saksóknarar óskuðu eftir því í
apríl á þessu ári að forsetinn og félag-
ar hans yrðu ákærðir eftir rannsókn
á fjölmiðlafyrirtæki hans sem stað-
ið hafði í fjögur ár. Fyrirtæki hans,
Mediaset, er gefið að sök að hafa
keypt sýningarrétt á kvikmyndum
en gefið upp rangar kostnaðartölur
til að fá skattalækkun. Þá er forsætis-
ráðherrann ennfremur sakaður um
að hafa flutt um 280 milljónir evra
frá fyrirtækinu til fyrirtækja í eigu
barna sinna.
Ekki í fyrsta sinn fyrir rétti
Silvio Berlusconi hefur áður komið
fyrir dómstóla í Mílanó. Að minnsta
kosti sjö sinnum hefur verið réttað
yfir honum vegna ákæra um spill-
ingu í tengslum við viðskiptaumsvif
hans en aldrei hefur hann þó verið
afdráttarlaust dæmdur sekur og í
flestum tilfellum hefur hann verið
sýknaður af ákærum. ■
Frúarkirkjan
vígð á ný
Endurbygging Frúarkirkjunnar
í borginni Dresden í Þýskalandi,
sem staðið hefur í rúman áratug,
er nú loksins lokið og verður hún
formlega vígð á sunnudag. Kirkjan,
sem er í barokkstíl, var lögð í rúst
í loftárásum bandamanna í febrúar
árið 1945, nokkrum mánuðum áður
en seinni heimsstyrjöldinni lauk
í Evrópu. Að minnsta kosti 35.000
manns fórust i loftárásunum en
þýsk yfirvöld telja að mun fleiri hafi
farist eða allt að 100.000 þar sem
mikið hafi verið um flóttafólk í borg-
inni þegar loftárásirnar voru gerð-
ar. Endurbygging kirkjunnar hefur
mikið táknrænt gildi fyrir Þjóðverja
og sagði þýska tímaritið Der Spiegel
að vígsla kirkjunnar væri „tákn um
siðfágaða þýska þjóðernisást."
Kommúnistastjórnin í Austur-
Þýskalandi lét endurbyggja nokkr-
ar merkar byggingar í borginni en
í meira en hálfa öld sátu sótsvartar
rústir kirkjunnar óhreyfðar á sínum
staðeinsogskuggalegurminnisvarði
um stríðið. Það var ekki fyrr en árið
Uppgerð hinnar glæsilegu Vorrar
frúarkirkju í Dresden er lokið og
verður hún vígð á ný á sunnudag.
1994, fimm árum eftir fall Berlínar-
múrsins, að endurbygging hennar
hófst. Verkefnið kostaði alls um 180
milljón evrur (rúma 10 milljarða ís-
lenskra króna) og lagði þýska ríkið
til fjármagn til byggingarinnar auk
þess sem alþjóðlegri fjársöfnun var
hrint af stokkunum. Búist er við að
um 100.000 manns verði við vígslu
kirkjunnar á sunnudag. ■
*****
Hr*^£***** *********************
■BlssMf^^i1! . Iw'Ri
^jJPPflljÓÐFÆRAVERSLUN
Þjóðlagagítar Rafmagns
nVDVD Konnslumyndbandi yy MacjnS Poki
Kr. 12.900,-
CH>ið;
Mán-Fös; 10-18
Lau: 11-16
í MAPEX Trommusett
*
*
Frá kr. 43.900,-
Kr. 22.900,-
ns®
m-
ELECTRIC GUITAR 8
Stórhöfða 27 - Slmi: 552-2125 • www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is