blaðið - 29.10.2005, Page 46
461 FÓLK
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER blaöið
SKÆLBROSANDI í
BYLNUM
Smáborgarinn kunni sér ekki kæti
þegar hann leit út um eldhúsglugg-
ann í gærmorgun, íklæddur sloppi og
bleikum inniskóm. Eins og svo margir
Reykvíkingar varð það fyrsta sem fyrir
augu Par þann morguninn fyrsta snjó-
koma vetrar í höfuðPorginni. Það var
þó ekki fyrr en Smáborgarinn mætti
til vinnu að hann gerði sér grein fyrir
muninum á því sem Smáborgarinn
sá út um eldhúsgluggann sinn og því
sem samstarfsmennirnir sáu út um
sína eldhúsglugga, þó að vegalengdin
milli glugganna sé I raun ekki svo löng.
Samstarfsfólkið leit út og sá kulda, það
sá snjóinn feykjast I hálsmálið og fest-
ast á rúðum bílsins sem sat saklaus í
bílastæðinu. Það sá fyrir sér geymsl-
una sem hafði gleypt rúðusköfuna I
vor og hrollinn sem myndi hljótast af
því að skafa bílrúðurnar.
Smáborgarinn sá hins vegar gleði út
um eldhúsgluggann, hann sá snjóinn
festast í görðunum, börnum á öllum
aldri til mikillar gleði. Hann sá snjókarla
og -kerlingar fyrir sér hjá snjóhúsum
og snjóslag við nágrannana. Hann sá
bílinn fyrir sér drekkhlaðinn af snjó-
brettum og skíðum (og heitu kakói
fyrir hádegismatinn).
Þið verðið að skilja að Smáborgarinn
er nefnilega í eðli sínu einstaklega
bjartsýnn og hefur gaman af öllu.
Hann rifjar reglulega upp setningu
sem datt upp úr félaga hans í slagviðri
fyrir nokkrum árum; ,Ég hata veður'.
Þetta er eins langt frá hugsunum Smá-
borgarans og hægt er því hann elskar
fjölbreytnina sem einkennir ísienskt
veðurfar og samræðurnar sem oftast
fylgja í matartímum. Smáborgarinn lít-
ur frekar upp til orða manns eins sem
rætt var við í sjónvarpsfréttum Stöðvar
21 vikunni. Sá sagði að það væri ekkert
til sem héti slæmt veður, aðeins illa
klætt fólk.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfrœðingur
Hvað finnst þér um að veturinn skuli
vera kominn með tilheyrandi hörku?
„Mér lfst nú bara vel á hann og er töluvert ánægður með að veturinn skuli
genginn í garð. Ég kann mjög vel við vetrartímann og það eru margar
ástæður fyrir því. Það getur verið mjög huggulegt að vera inni í hlýjunni í
myrkrinu og kuldanum. Það má ylja sér við ýmislegt, til dæmis kakóbolla,
kaffibolla eða eitthvað annað. Veturinn er líka fínn að því leyti að það er
alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Það er verra með hitann. Hann klæðir
maður ekki af sér né flýr hann. Ég held nú að það sé ekkert óvenjulegt þó
það snjói svolítið í lok októbermánaðar. Ég man nú reyndar ekki mjög vel
hvernig veður hafa verið undanfarin ár en þessi stormur er ekkert óvenju-
legur að mínu mati.
Stökustund
í umsjón Péturs Stefánssonar
í síðasta þætti misritaðist fyrsta
hending í vísunni
„Flestir stóðu fast í mót“ og
varð óvart „Margir stóðu fast
í mót“ sem er sjáanleg vitleysa
og er beðist velvirðingar á því.
V.L. botnar:
Upp til heiða ýmsir skeiða
ogpar veiða aœgriti löng.
Rjúpnabreiður suma seiða,
að sjá þar reiðarmikilföng.
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd:
Murtur deyða oggirni greiða,
grettir reioa háttpar stöng.
Hallberg Hallmundsson:
Þarflaust meiða dýr og deyða,
drussum reiða matarföng.
Grétar Ingvarsson, Akureyri:
Til að eyða lífsins leiða
leti og neyð með byssu ogstöng.
Hilmar H. Svavarsson:
Vilja eyða vetrarleiða,
við að seiða fisk á stöng
Auðunn Bragi Sveinsson:
Skotum eyða, skolla devða,
skjótt svo reiða heim stnföng.
Jón Hjörleifur Jónsson:
Rjúpnabreiður bragna seiða
bratta leið um fjalla göng.
M.E.B.:
Á sig reiða, rjúpu að seiða, reifir
greiðaúr matarþröng.
Magnús Hagalínsson:
Víð er breiða vatna leiða
í vökum seiðafisk á stöng.
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
botnar:
Þó lífsins tími líði hratt,
lítum fram á veginn.
Böl er á við aukaskatt
að eldast niðurdreginn.
V.L.:
Tökum strax vorn staf og hatt,
stöndum sólarmegin.
Hallberg Hallmundsson:
Þar við blasir segi égsatt
siðleysi beggja megin.
M.E.B.:
Þaðýmsum reynist cerið bratt
því eflaust veldur treginn.
Finnur Sturluson:
Þó fjallið virðist blautt og bratt
þá birtir hinu megin.
Auðunn Bragi Sveinsson:
Ogvið greiðum okkarskatt
ennþá,-nœsta fegin
Jón Hjörleifur Jónsson:
Anaartakið enginn batt
né endurheimtifeginn.
Jón Hjörleifur bætir við
Anaartakið eitt ogsér
enginn náði’að líta,
í eðli sínu innstþó ber
eilífð sem má nýta.
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd
yrkir:
Sprakk í sundur sitt á hvað
sameiningarblaðran.
Undan hrökk í auman stað
yfirráðanaðran.
áfram yrkir Rúnar:
Blöðru sem hér sundur sprakk
svört afandúð manna,
valfrelsis með vopni stakk
vilji kjósendanna.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir:
Sjaldnast neitt á karla kíki
kann mér hóf íflestu.
Alveg laus við astarsýki
-eða svona’að mestu.
Grétar Ingvarsson, Akureyri
yrkir:
Nú erum við loksins laus
við lítilmennið blanka
með skítlegt eðli, úfinn haus
inn í Seðlabanka.
Davíð Hjálmar Haraldsson,
Akureyri yrkir að gefnu tilefni:
Oft má nota útlentþý
enda kemst í vana,
Kínverjum að kveikja í
ogkýla Pólverjana.
Skagstrendingar gerðu grín að
Hallbirni Hjartarsyni.
Auðunn Bragi yrkir:
Skagstrendingar gerðu grin að
honum, gramdistþetta Hallbirni að
vonum. Þá gleymdir eru allir þessir
menn, andi Hallbjörns veit ég, lifir
enn.
V.L. yrkir:
Fljóðin blanda mætiu mér
mjöðinn andans búna.
Ljóðin stranda. Andinn er
eitthvað vandur núna.
Bóklestri barna og ungmenna
fer hrakandi. Auðunn Bragi yrkir:
Börnunum leiðast bœkurnar,
og bækur lesa tregar.
Ja, það er afsem áður var;
-en eru þær læsilegart
Fyrripartar:
Þó vetrartíð sé víða blíð,
þá veit ég hríðar síðar.
V.L. sendir fyrripart:
Kvennadagsins djarfa lund,
dável körlum sýndi viljann.
Botnar, vísur og fyrripartar sendist
til: stokustund@vbl.is eða á Blaðið,
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
ORÐLAUS, MAC og EMM kynna:
SPENNANDI OG ÖÐRUVÍSI
NÁMSKEIÐ í FÖRÐUN
Föröunarmeistarar frá MAC og kennarar frá EMM
school of make up kenna þér öll undirstöðuatriði
í förðun ásamt nýjustu tískustraumum.
NÁMSKEIÐ
Tvö kvöld: 31.okt og l.nóv frá kl: 19.00-23.00
Kennarar: Sóley Ástudóttir og Margrét R. Jónasardóttir
Skráðu þig með því að senda e-mail á
ordlaus@ordlaus.is eða í síma 517-1070
VERÐ AÐEINS 23.500 KR.
innffalið I verði er:
Kennsla, kennslugögn, facechört,
Mac snyrtivörur og óvæntur glaðingur
errm
eftir Jim Unger
1-12
O Jim Unger/diGt. by Uniled Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Yfirmenn Símans voru boð-
aðir til fundar
í Bláa lóninu fyrir
skömmu þar sem
farið var yfir rekst-
urinn. Með nýjum
herrum koma nýir siðir - siðir
sem gamlir ríkisstarfsmenn
eiga erfitt með að skilja. Þann-
ig voru gefin ákveðin fyrirmæli
um niðurskurð í flestum deild-
um og mun mörgum þykja nóg
um. Uppsagnir eru þegar hafn-
ar hjá fyrirtækinu og miðað við
stefnuna sem búið er að taka
má búast við að þeim eigi eftir
að fjölga fram til jóla.
Samkeppnin á bygginga-
vörumarkaðinum er gíf-
urlega hörð eins glöggt hefur
komið fram að undanförnu.
Deilurnar um verðverndaraug-
lýsingarnar hafa
A''kristallað þessa
BYKO niiklu hörku og
r\ / {ljóst er að enginn
kærleikur er með
BYKO og Húsa-
smiðjunni þessa dagana. Ásdís
Halla Bragadóttir hefur óneit-
anlega stimplað sig inn sem
sterkur stjórnandi, en margir
höfðu í upphafi efasemdir um
að byggingavörugeirinn hent-
aði henni, enda viðurkenndi
hún í upphafi að hún þekkti
varla nagla í sjón... Hún er hins
vegar fljót að læra.
Símon Birgisson, sem átt hef-
ur mörg helstu „skúbb“ DV
undanfarin ár, mun vera hætt-
ur á því blaði og kominn yfir
á Hér og nú. Símon þessi hefur
vægast sagt verið umdeildur á
undanförnum
árum og þykir j
ansi oft hafa '
farið hressilega
yfir strikið í umfjöllun sinni
um nafngreinda einstaklinga.
Hvaða áhrif þetta hefur á DV
skal ósagt látið, en rétt er að
benda á að Eiríkur Jónsson er
enn þar við störf. Símon mun
væntanlega einbeita sér að
fræga og fína fólkinu á næst-
unni.
Glæpasagnaunnendur bíða
í ofvæni eftir mánudegin-
um en þá verður miðnæturopn-
un í Pennanum þegar nýjasta
bók Arnaldar Indriðasonar,
Vetrarborgin, kemur út. Athygli
vekur að gamli blaðamaðurinn
B**' jmtJM Arnaldur virðist
r sérlega fjölmiðla-
fælinn. Þannig
I veitti hann að-
eins tvö viðtöl
fyrir síðustu jól
og óvíst er hversu mörg þau
verða að þessu sinni. Útgefandi
hans mun ekki vera hrifinn af
þessari tregðu metsöluhöfund-
arins.Þá má ekki gleyma því að
þetta virðist engin áhrif hafa á
söluna - bækurnar eru farnar
að auglýsa sig sjálfar.
m
Olafur Teitur Guðnason,
blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu, gerir að umtalsefni
villandi framsetningu Frétta-
blaðsins á niðurstöðum les-
endakannana. Þannig er hlut-
föllum í súluritum blaðsins
breytt með það fyrir augum að
stækka köku Baugsmiðlanna
á kostnað Morgunblaðsins og
Blaðsins. Með þessu er verið að
blekkja, bæði auglýsendur og
almenning. Aukin samkeppni
kallar auðvitað á ný og áhrifa-
ríkari meðul...
„Er rétt athugað að þér hafið ekki reynslu í lýtalækningum?"