blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 14
blaðið____ Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ÁTÖK MENNINGARHEIMA Undanfarna daga hafa fréttir borist af víðtækum óeirðum í Frakklandi. Eins og oft vill verða kviknuðu eldarnir af litlum neista, en fyrr en varði breiddust óeirðirnar út til meira en 300 bæja og borga í Frakklandi. í framhaldinu brutust út óeirðir af sama toga víðar í álfunni og jafnvel í höfuðvígi rólegheitanna, Rosenhoj í Árósum í Danmörku kveikti múgur í bilum, lagði verslunarmiðstöð í rúst og lagði eld að leikskóla. Frönsk stjórnvöld segja að óeirðirnar séu á undanhaldi og byggja það á því að nú sé „aðeins“ kveikt í 300 bílum á dag, en fyrir nokkrum dögum voru ríflega 500 bílar eyðilagðir með þeim hætti. Þar og víðar í álfunni hefur tiltrú manna á ríkisvaldinu veikst verulega, enda hefur nær ekk- ert gengið við að kveða óeirðirnar niður. Hið merkilega er að framan af reyndu vel flestir að gera lítið úr óeirðun- um. Allra síst mátti þó nefna þá staðreynd að ribbaldarnir væru múslim- ar, sem eru stór og stækkandi minnihlutahópur í löndunum. Ekki svo að skilja að allir múslimar hafi tekið þátt í óeirðunum, því fer fjarri, en nær allir óeirðaseggirnir voru múslimar. Sumir hafa rætt um óeirðirnar sem ósigur fjölmenningarsamfélagsins, viðkomandi ríki hafi brugðist innflytjendum. Sá dómur stenst ekki skoð- un, því innflytjendur frá Haítí, Kongó eða Kambódíu hafa ekki gripið til slíkra óeirða, þó þeim vegni fráleitt öllum vel. Munurinn er kannski sá að þeir eru tiltölulega fáir og hafa reynt að samlagast hinum nýju heima- löndum sínum eftir fremsta megni. Hið sama á ekki við um stóran hluta múslima í Evrópu, sem þvert á móti hafa einangrað sig, meðal annars vegna þess að þeir hafa ímugust á þeirri lausung, kvenfrelsi og guðleysi, sem þeir telja að einkenni lýð- ræðisríki Evrópu. Það er því ekki við fjölmenninguna að sakast, heldur er nær að gera athugasemdir við tvímenninguna. Þarna takast nefnilega á tveir menn- ingarheimar og tveir aðeins, hinn vestræni og hinn íslamski. Engum blandast hugur um að hinn vestræni muni hafa betur í þessari lotu, en miðað við mannfjöldaþróun í mörgum ríkjum meginlandsins er óvíst að svo fari eftir nokkra áratugi. í því samhengi er full ástæða til þess að hafa í huga að þjóðernisdeilurnar verða jafnan ákafastar - og stund- um skelfilegastar - þar sem aðeins tvær þjóðir eða þjóðabrot deila sama landsvæði. í Blaðinu í gær vakti Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, máls á því að aukið atvinnuleysi innflytjenda á Islandi væri áhyggjuefni, en þar réðu tungumálaörðugleikar mestu. Engin ástæða er til þess að bera ástandið hér saman við atburðina á meginlandinu, en þeir mega vel vera mönnum áminning um nauðsyn þess að á Islandi búi ein þjóð, hvaðan sem menn eru upprunnir. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlínd 14-16,201 Kópavogur. AÖalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaðiö YÍ f-ruM VfÐ LOKS 5UiN Ab *** LEVSA TfáStftLFGU ORVúGltmM SHM TÍA'FA VrRÍ-Ð fíp URW oKICuiK fcg 0& Gtruw >Vr SÝNt VíPTaí Vit> cJóM ÓLATSS°H Varnir íslands Nokkur tvísýna er nú um viðræður Is- lands og Bandaríkjannaum endurskoð- un varnarsamningsins. Þetta er mikið alvörumál og gekk Halldór Ásgríms- son, forsætisráðherra, harla langt í yfir- lýsingum sinum, þar sem hann gaf til kynna að hugsanlega yrðu íslendingar að leita til Evrópuþjóða ef Bandaríkja- menn reyndust ekki samningsfúsir. Hér skal þegar dregið i efa að þessi samningatækni beri tilætlaðan ár- angur. Bandaríkjamenn hafa hálfrar aldar reynslu af óbilgirni Islendinga í samningum þar sem varnarsamstarf- ið hefur verið lagt að veði. Það gekk meðan Islendingar voru fátæk, herlaus þjóð á lykilstað í kalda stríðinu. Staða ríkjanna er hins vegar engan veginn með sama hætti og fyrr og það er kom- inn tími til að Islendingar semji sig að breyttum aðstæðum og nýrri heims- mynd. I því samhengi er rétt að hafa í huga að varnarsamningurinn snýr að gagnkvæmum varnarþörfum íslands og Bandaríkjanna. Hafi Bandaríkjamenn í raun áhuga á því að slíta varnarsamstarfinu - sem alls ekkert bendir til á þessari stundu - er það hins vegar hárrétt athugað hjá forsætisráðherra, að huga þarf að því hvernig tryggja megi varnir landsins með öðrum hætti. Er þörfávörnum? Áður en það er gert er þó kannski ástæða til þess að staldra við og meta varnarþarfir landsins, hugsanlegar aðsteðjandi hættur og hvernig megi bægja þeim frá. Það er fjarskalega auð- velt að benda á að engin augljós hern- aðarhætta vofi yfir Islandi hér og nú, og segja sem svo að það þurfi því ekki að ræða um neina varnarhagsmuni landsins. En það er um leið einstaklega grunnhyggið og skammsýnt. Hafi sagan kennt okkur eitthvað, þá er það að allt er í heiminum hverfult og þegar ófriðarskýin hafa hrannast upp gerist það ávallt skjótar en nokk- ur hugði. Síðustu ár hafa svo leitt í ljós nýja tegund hernaðar, þar sem óvinur- inn er alls staðar og hvergi, og enginn veit hvar hann lætur til skarar skríða næst. Þeir, sem ímynda sér að einhver Andrés Magnússon staður á jarðríki sé stikkfrí, ættu að bregða sér til Balí og ræða það við heimamenn. Punkturinn við landvarnir er nefni- lega sá, að þú tryggir ekki eítir á, og barnaleg óskhyggja um að ekkert eigi eftir að koma fýrir okkur getur reynst dýrkeyptari en hugsa má til enda. Eða segir einhver góður heimilisfaðir upp tryggingunni og hefur útidyrahurð- ina ólæsta af því að hann veit ekki af neinum þjófum í hverfinu og þar fyrir utan gætu þeir alltaf brotist inn um gluggann? Reynist ósemjandi við Bandaríkja- menn er nærtækast að leita til Evrópu eftir liðsinni. Þar koma Bretar einir til greina, vilji menn verja landið með öðru en herlúðrasveitum. Hitt er morg- unljóst að Bretar munu ekki - frekar en nokkur önnur þjóð í Evrópu - kjósa að borga fyrir ánægjuna af því að sinna landvörnum einnar auðugustu þjóðar álfunnar. Ekkert bendir því til þess að Islendingar nái íjárhagslega hagfelld- ari samningum við evrópska banda- menn okkar en vinaþjóðina í vestri. Öxlum byrðarnar Hins vegar liggur fyrir að ekkert ríki getur tryggt öryggi Islands með viðlíka hætti og Bandaríkin, langöflugasta ríki heims á hvaða mælikvarða sem er. I því viðfangi er rétt að hafa í huga að margvíslegar vísbendingar eru uppi um að veldi meginlandsþjóða Evrópu fari mjög hnignandi næstu áratugi og þessa dagana sjáum við raunar dæmi þess að þeim er mörgum ókleift að halda uppi lögum og reglu innanlands. Það er afar mikilvægt að íslending- ar komi fram af fullum heilindum við okkar tryggustu bandamenn í þessum viðkvæmu viðræðum. Hér ræðir um öryggi okkar og landvarnir og við eig- um ekki að skorast undan því að axla byrðar af þeim. Bandaríkjamenn bjóð- ast til þess að leggja til mannafla, hern- aðartækni, kunnáttu og tryggingu voldugasta ríkis heims. Islendingar hafa vel efni á því að standa straum af öðrum kostnaði við varnir landsins og okkur ætti að vera það metnaðarmál að leggja það af mörkum. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skoríð WWinn H ritstj A Aiona: aldni ritstjóri DV, Uónas Krist- jánsson, skrifar leiðara í gær undir fyrirsögninni Homsteinn hraesninnar. Þar vegur hann mjög að Morgunblaðinusem hann segir enn vera flokksmálgagn Sjálfstæðis- flokksins á þeirri forsendu að skoðanir blaðsins og flokksins fari oftast saman. Tekur hann þar undir samskonar athugasemdir Ingibjargar Sólnínar Gísladóttur og vaknar þá sú spurning hvort DV sé þá ekki flokksmálgagn Samfylkingarinnar, fyrst stefna hennar og DV fara jafnoft saman og raun bervitni. Iþessum leiðara hræsninnar víkur Jónas Krist- jánsson eilítið að öðrum miðlum, sem hann segir í eðli sínu lamaða „af því þeir lifa bara af auglýsingum." Nú er það hverjum lesanda DV Ijóst að blaðið lifirekki af auglýsingum, en tímasetning Jónasar til þessarar yfirlýsingar er samt eilítið skrýt- in, því DV var einmitt að breyta leiðaraopnunni fremst ( blaðinu. Þar máttuskoðanirog þjóðfé- lagsumræðaþokaafsíðu 3 fyrir auglýsingum og varfundinnstaðuránæst öftustu síðu blaðsins. rgunblaðið breiddi út leiðarann í fyrradag, þegar Styrmir Gunnarsson Italdi ástæðu til þess að svara ummæl- klipptogskond@vbl.is um Ingibjargar Sólrúnar um blaðið, sem vikið er að að ofan. Mestur hluti forystugreinarinnar fór þó í sögulega upprifjun á hreyfingu jafnaðar- manna á fslandi á síðustu öld, upprifjun, sem var skrifuð fýrir einn lesanda - téða Ingibjörgu Sólrúnu. (lok leiðarans var svo að því vikiö að Samfýlkingin hefði ekki átt samleið með Morgunblaðinu í bar- áttunni gegn auðhringjum, en spurt hvort búast mætti við betri tíð. í Staksteinum í gær var sama stef tekið upp og klykkt út með því að blaðið gæti ekki „búizt við því, að Ingibjörg Sólrún taki upp stuðning við þá baráttu - eða hvað?" Klippari spáir því að Styrmir eigi eftir að spyrja svo lengi enn, en að það muni standa á svömnum enn lengur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.