blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaðift
Bátur skreyttur meö marglitum rafljósum líöur um Tonle Sap-fljótið á Vatnshátíðinni í borginni Phnom Penh f Kambódíu. Vatnshátföin
er árlegur viðburöur f Kambódíu og f henni taka þátt tæplega 400 bátar frá Kambódfu og fleiri Asíuríkjum.
ísrael og Palestína:
Samkomulag um landamæri
Palestínumaður á hinum umdeiida vegg á landamærum Vesturbakkans og Israels.
Samkvæmt nýja samkomulaginu verður auðveldara fyrir Palestínumenn á Vesturbakk-
anum að ferðast til Gasasvæðisins og öfugt.
ESB-ríki sem leyfðu
rekstur CIA-fangelsa:
Eiga yfir höfði
sér
refsiaðgerðir
Engin sönnunargögn eru um
hvort eitthvert ríkja Evrópusam-
bandsins hafi leyft bandarísku
leyniþjónustunni (CLA) að reka
leynileg fangelsi innan landa-
mæra sinna. Verði hins vegar
eitthvert þeirra uppvíst að því á
það yfir höfði sér refsiaðgerðir.
Þetta sagði Franco Frattini sem
fer með dómsmál og innri mál-
efni sambandsins á mánudag.
„Hafi þessir atburðir átt sér
stað þá er greinilega um al-
varleg brot að ræða á gildum
og reglum Evrópusambands-
ins,“ sagði hann við þingmenn
Evrópuþingsins. „Ef sönnur
verða færðar á svo alvarleg brot
kann það að leiða til alvarlegra
pólitískra refsiaðgerða gegn að-
ildarríki," bætti hann við.
Þingmenn hvetja
til rannsóknar
Bandarísku mannréttindasam-
tökin Human Rights Watch
hafa sagt að slík fangelsi kunni
mögulega að hafa verið starf-
rækt í Rúmeníu og PóUandi.
Pólland er aðildarríki ESB en
Rúmenía hefur áhuga á að ger-
ast aðildarríki þess. Bæði lönd-
in hafa fullvissað framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins
um að engin CIA-fangelsi
hafi verið á landsvæði þeirra.
Þingmenn hvöttu Frattini til
að hefja formlegri og ítarlegri
rannsókn á hvað hæft væri f
ásökununum en hann svaraði
því til að slík rannsókn væri
ekki á valdssviði framkvæmda-
stjórnarinnar. Evrópuráðið hóf
rannsókn á málinu fyrr í mán-
uðinum.
Flugvöllur í Póllandi þar sem mann-
réttindasamtökin Human Rights
Watch telja að leynifangelsi CIA hafi
verið starfrækt.
ísraelsmenn og Palestínumenn náðu
í gær samkomulagi um opnun landa-
mæra ríkjanna við Gasaströnd sem
gerir Palestínumönnum auðveldara
að ferðast til og frá svæðinu. Ef allt
gengur eftir áætlun ætti að vera
hægt að opna landamærin þann 25.
nóvember undir eftirliti fulltrúa
Evrópusambandsins. Þetta er talið
mikilvægt skref í þá átt að koma á
varanlegum friði á milli hinna fornu
fjenda. Að auki skiptir það miklu
máli fyrir útfiutning og efnahag Pal-
estínumanna. Samningaviðræður
stóðu langt fram á nótt til að ganga
frá samkomulagi sem unnið hefur
verið að vikum saman. Condoleezza
Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, tókþátt í ferlinu á lokasprettin-
um. „Ég verð að segja sem unnandi
ruðnings að oft eru síðustu metrarn-
ir þeir erfiðustu og ég held að við
höfum einmitt upplifað það í dag,“
sagði hún. „Þessu samkomulagi er
ætlað að veita palestínsku þjóðinni
frelsi til að ferðast, stunda viðskipti
og lifa venjulegu lífi,“ sagði Rice enn-
fremur.
Hafnarframkvæmdir á Gasaströnd
Samkvæmt samkomulaginu verða
Rafah-landamærin við Egyptaland
og Karni-landamærin við lsrael opn-
uð en á báðum stöðum hefur verið
lokað síðan ísraelsmenn yfirgáfu
Gasasvæðið í haust. Þá er ennfremur
gert ráð fyrir að hafnarframkvæmd-
ir hefjist á Gasaströnd en ekki náðist
samkomulag um að opna flugvöll-
inn á Gasa á ný þó að Rice hafi lagt
áherslu á mikilvægi þess að samn-
ingur um það yrði gerður senn.
Samkomulagið þykir styrkja
stöðu Mahmoud Abbas, leiðtoga Pal-
estínumanna, fyrir þingkosningar
sem fram fara í lok janúar á næsta
ári.
%
V
Ritt Bjerregárd, sem talið er líklegt
að verði næsti borgarstjóri Kaup-
mannahafnar, greiðir atkvæði í gær.
Danir ganga að
kjörborðinu:
Bjerregárd lík-
lega borgarstjóri
Talið er að Ritt Bjerregárd, borg-
arstjóraefni jafnaðarmanna
og íyrrverandi ráðherra og þing-
maður á Evrópuþinginu, verði
næsti borgarstjóri Kaupmanna-
hafnar samkvæmt skoðana-
könnunum. Danir gengu til bæj-
ar- og sveitarstjórnakosninga í
gær. Jafnaðarmönnum var einn-
ig spáð sigri í Árósum sem er
önnur stærsta borg landsins en
í þriðju stærstu borginni, Óðins-
véum, var búist við sigri íhalds-
manna. Kosningarnar fóru
rólega af stað og um ellefuleyt-
ið í gær höfðu aðeins tæplega
13% kjósenda greitt atkvæði.
Kosið verður til 98 bæj-
ar-, hverfis- og borgarráða
í landinu en danska þingið
samþykkti fyrr á árinu að
fækka sveitarfélögum úr rúm-
lega 270 i 98 meðal annars til
að auka skilvirkni þeirra. Þá
var ennfremur héraðsstjórn-
um fækkað úr 14 í fimm.
Verjandi flýr frak
Thamir al-Khuzaie, einn af verj-
endum í réttarhöldunum gegn
Saddam Hussein, fyrrverandi
forseta íraks, og sjö félögum
hans, hefur flúið land og leitað
hælis í ríkinu Katar við Persa-
flóa. Khuzai særðist í fyrirsáti
sem varð einum félaga hans að
bana á dögunum. Hann var verj-
andi tveggja samverkamanna
Saddams Hussein í réttarhöld-
unum sem stefnt er á að haldi
áfram þann 28. nóvember. Af
öryggisástæðum vildi hann
ekki að nákvæm staðsetning
hans yrði gefin upp. „Ég var
bara lögmaður sem sinnti
sfnu starfi í írak. Samt lenti ég
í morðtilraun og það stafaði
jafnvel hætta að fjölskyldu
minni. Þess vegna ákvað ég að
yfirgefa landið," sagði hann
í viðtali við AP-fréttastofuna.
Khuzaie áréttaði að hann hefði
ekki tekið starfið að sér vegna
pólitískra skoðana sinna og að
það sama gilti um félaga hans.
ARCTIC WEIAR
vinnuföt - hlífðarföt
Vesturvör 7 • 200 Kópavogur
©ÖID08
2900
mm
Bush í
heimsókn til Asíu
NR.1 I AMERfKU
GLUCOSAMINE & CHONDROITIN
EXTRA STERK LIÐAMOT
GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI
George Bush, Bandaríkjaforseti, hóf
í gær heimsókn sína til nokkurra
ríkja í Asiu. í heimsókninni, sem
tekur um viku, mun hann meðal
annars eiga fundi með stjórnmála-
mönnum og leiðtogum í Japan,
Suður-Kóreu og Kína. Staðan í
viðræðum um kjarnorkumál Norð-
ur-Kóreu mun bera á góma sem og
baráttan gegn fuglaflensu. Þá mun
Bush einnig nota tækifærið og hrósa
Kínverjum fyrir að hafa losað um
tökin á efnahagsmálum og hvetja yf-
irvöld í Peking til að veita þegnum
sínum aukið pólitískt frelsi sem og
frelsi í trúmálum.
Fyrsti viðkomustaður forsetans
verður borgin Kyoto í Japan en þar
mun hann heimsækja eitt frægasta
búddahof landsins í dag áður en
hann ræðir við Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra.
Efnt var til mótmælafundar í japönsku
borginni Kyoto í tilefni af heimsókn
George Bush, Bandaríkjaforseta.
Síðar mun forsetinn ferðast til
Suður-Kóreu og taka þátt í fundi
ríkja Asíu og Kyrrahafsríkja, fara í
opinbera heimsókn til Kína og ferð-
ast til Mongólíu, fyrstur Bandarfkja-
forseta, áður en hann heldur aftur
til Washington.