blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 37
blaðið MIÐVIWKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005
DAGSKRÁI37
Arnbjörg er leikari og í þáttunum Stelpurnar
Hvernig hefurðu það í dag?
Ég hef það bara fínt.
Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum?
Ég hef unnið í mörgum leikritum og stuttmyndum en það hefur flest ver-
ið tengt leikhúsinu. Stelpurnar er fyrsta sjónvarpsverkefnið mitt sem slíkt.
Hvernig finnst þér að vinna í sjónvarpi?
Ég kann mjög vel við það. Sérstaklega að leika með Stelpunum.
Langaði þig að verða leikkona þegar þú varst lítil?
Já, ég ætlaði að verða leikkona, dansari eða forstjóri. Síðustu árin áður en
ég fór í Leiklistarskólann varð ég að velja á milli dansins og leiklistarinnar.
Hvað er það skemmtilegasta við að vera í Stelpunum?
Mér finnst fólkið skemmtilegast en það er gaman að fá að fíflast aðeins.
Horfirðu á þættina sem þú hefur verið í?
Nei, ég hef því miður ekki séð nema fyrstu
tvo þættina sem að ég lék ekki í. Ég var alltaf
að leika öll laugardagskvöld og gat þess
vegna ekki horft á þá. En ég hlakka til að
sjá þetta, ég ætti eiginlega að hringja niður
eftir og athuga hvort ég geti ekki fengið
þættina á spólu.
Hvernig er dæmigerður dagur í lífi
Arnbjargar?
Ég vakna um níu leytið, dríf mig
beint niður í leikhús þar sem ég fæ
mér kaffi og kjafta pínulítið og æfi
svo til fjögur. Þá kemur smá pása
og þá tala ég oft inn á teiknimyndir
eða eitthvað slíkt. Þá mæti ég aftur
klukkan hálf sjö niður í leikhús fyrir sýningu og er þar þangað til ég
fer heim að sofa. Þegar ég er ekki að vinna þá reyni ég að hitta vini
mína.
Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt?
Ég hef lítinn tíma til að horfa á sjónvarp en hef reyndar alltaf
haldið mikið upp á heimildamyndir og sérstaklega dýralífs-
myndir. Mér finnast þær magnaðar og finnst það mætti vera
meira af þeim. Annars næ ég lítið að fylgjast með þáttum
af því að ég er svo oft að leika. Desperate Housewifes eru
reyndarfrábærir þættir.
Hver myndirðu vilja að væri síðasta spurningin í þessu
viðtali?
„Ert þú ekki farin að hlakka til jólanna?"
„Jú,jú ég hlakkatil!"
Skjár í - America’s Next Top Mod-
el IV - kl. 20:00
Fjórtán stúlkur keppa um titilinn
og enn er það Tyra Banks sem held-
ur um stjórnvölinn.
Stöð 2 - Supernanny US - kl. 20:30
(Ofurfóstran í Bandaríkjunum)
Ofurfóstran Jo Frost kennir ungu og
ráðþrota fólki að ala upp ólátabelgi.
Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt?
Birkir Rafn
Þorláksson
C.S.I.
Svanborg
Guðmundsdóttir
Doctor House.
Sævar Ari
Finnbogason
Fræðsluþættir sem
þeir eru að sýna á Sjón-
varpinu.
María Ósk
Kjartansdóttir
Friends.
Birgir Jóhannsson
Fréttir.
Snjólaug Ásta
Hauksdóttir
Friends.
Kim er skotin í
yngri mönn
Kim Cattrall, stjarnan úr Beðmálum í borg-
inni, hefur lýst því yfir að hún elski að fara
í rúmið með sér yngri mönnum því þeir
leyfi henni að ráða. Hin 49 ára stjarna
er núna í sambandi með Alan Wyse
sem er 22 árum yngri en hún. En
Kim viðurkennir að hún dýrki
þennan aldursmun, því yngri
sem elskhuginn hennar er
því síður finni hún fyrir leiða
þegar kemur að kynlífinu.
Hún hafði þetta um málið að
segja á hátíðarhöldum vegna
útgáfu bókar sinnar „Sexual
Intelligence“: „Honum líður vel því
hann er að hugsa: „Hún er eldri og reynd-
ari en ég“, en ekki: „Ég ætti að vita þetta,
ég ætti þess vegna að vera við stjórnvölinn.“
Kim viðurkennir að hafa lært heilmikið
af Samönthu í þáttunum og þá sérstaklega
hvernig eigi að skemmta sér ærlega 1 svefn-
herberginu.
Skíðafatnaður
Skautar
'JLU£±L£S
A14RKIÐ
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40