blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK ) MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöiö LESTURí FÓTABAÐI Smáborgaranum finnast bækur rosalega mikilvægar í heiminum. t>ær eru eins og lykill inn í heim sem einhver annar býr í eða aðferð til að sjá heiminn með augum einhverrar annarrar mannveru. Bóka- lestri fylgja líka oft ákveðnir helgisiðir og hver og einn hefur komið sér upp sínum siðum og venjum tengdum lestri. Smáborgarinn fær sér til dæmis alltaf te og kex, ef hann á það til. Vinkona Smá- borgarans verður að eiga bland í poka ef hún ætlar að leggjast í sófann með góða bók. ískalt vatn og hlýir sokkar hljóma líka mjög notalega í tengslum við lest- ur. Einhverju sinni kom Smáborgarinn i heimsókn og þar sat maður í stofu og las. Hann var með fæturna í vaskafati og var í fótabaði. Hann sagðist aldrei lesa öðruvísi, þetta væri svo róandi og hann einbeitti sér líka betur á þennan hátt. Það er ansi sorgleg þróun að margir taki sjónvarpsgláp fram yfir lestur góðra bóka. Smáborgarinn er ekki einn af þeim og reynir iðulega að lesa eitthvað fræðandi eða upplífgandi. Það er helst að ástarsögur og ævisögur eigi ekki upp á pallborðið hjá Smáborgaranum, en hann er þó aldrei í meira stuði til að lesa en þegar hann, af einhverjum ástæðum, getur það ekki. Þegar Smáborgarinn var í skóla og námsefni i formi greina og bóka hrönnuðust upp á náttborðinu, fór hann stundum á bókasafnið bara til að skoða. Honum leið eins og félausu barni í dótabúð, því hann vissi að ef hann tæki sér bækur myndi hann skila þeim ólesn- um með þyngsli fyrir brjóstinu, eða sem verra væri: Hann myndi freistast til að lesa skáldsögurnar, Ijóðabækurnar eða smásögurnar sem hann hafði áhuga á og sitja uppi ólesinn og stressaður í skólan- um, og líkasttil með samviskubit í ofaná- lag. Því er það tvímælalaust helsti kostur þess að vera ekki í skóla sem stendur, aö tíminn til lesturs sér til yndisauka hefur margfaldast. Það er því ánægður og hamingjusamur Smáborgari sem töltir á bókasafnið þessa dagana. Vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna fer að mestu fram hjá Smáborgaranum, því hugur hans er annars staðar: (heimi bókmennta. ■ AS netinu ,Þessi viðhorf til varnarmála sem Halldór Ásgrímsson viðraði nú um helgina eru efnislega þau sömu og ég hef lengi látið í ljós. Ég hef lengi mælst til þess að við leituðum leiða til samstarfs með Evrópuhluta NATO, eins og til að mynda í þessu útvarpserindi í Speglinum á RUV sumarið 2003 þegar ég var nýkjör- inn þingmaður. Þar sagði ég með- al annars um hugsanlega brottför Bandaríkjamanna: “í það heila þá þarf það ekki að þýða neitt stórtjón fyrir okkur þó Bandaríkjamenn hverfi á brott. Farvel Frans, segi Z_» « Magnús Þór Hafsteinsson á http:// www.althingi.is/magnush/safn/002141. html#oo2i4i ,Herinn er að fara, hægt og bítandi Mér finnast fréttirnar af viðbrögð- um við því að herinn vill fara (er að fara, hefur verið að fara, veit ekki alveg hvaða tíð á að hafa á þessu) af- ar áhugaverðar þessa dagana. Eink- um geðillska og uppgjöf Halldórs Ásgrímssonar og orðaleppar Stein- gríms J. Heyrði í morgun að hon- um finnst ríkisstjórnin ekki vera á hnjánum núna heldur á maganum HVAÐ FINNST ÞÉR? Hallgrímur Helgason, rithöfundur. Hvað finnst þér um dag íslenskrar tungu? „Dagur íslenskrar tungu er auðvitað fæðingardagur Jónasar Hallgríms- sonar og því ber að fagna. Jónas fæðist ekki á hverjum degi. Það má segja að 16. nóvember sé 17. júní andlega lífsins." Aðspurður að því hvort þörf sé á sérstökum degi helguðum íslenskri tungu svarar Hallgrímur: „Þurfum við 17. júní? Það er spurningin. Við elskum landið okkar og fögnum því 17. júní. Við elskum líka tungumálið okkar og fögnum 16. nóvember til að tjá þá ást. Ég held að hann eigi fullan rétt á sér.“ Pierce blótar í Playboy Pierce Brosnan ætlar ekki að afhenda kjólföt James Bond án þess að láta að- eins heyra í sér. Leikarinn blótaði yfirmönnunum sem ráku hann og réðu Daniel Craig í hlutverk njósnarans 007 í sand og ösku. I viðtali í tímaritinu Playboy sagði Pierce framleiðendunum að fara í rass og rófu og bætti við: „Það er ömurlegt að þessir fávitar hafi hent mér út núna, en gaman að segja þeim að fara í rass. Þið eruð hálfvitar að halda að ég sé einhver aumingi." Hinn 52 ára gamli leikari heldur því fram að nýja myndin sem hann leikur í, Matador, muni sanna að þeir hafi gert mistök að reka hann. Daniel Craig, sem er 37 ára og mun verða fyrsti ljóshærði Bondinn í bíómyndinni Casino Royale sem kemur út á næsta ári, var varkárari í orðum í sjónvarpi í Bandaríkj- unum. Hann var spurður að því hvernig hann fékk hlutverkið og svaraði því: „Þeir höfðu samband við mig og ég hugsaði mál- ið. Þeir hugsuðu líka málið og nú er ég hér.“ — Katie hœttir að leika Katie Holmes er að hætta að leika. Leikkonan vill verða móðir í fullu starfi. Hún er ófrísk af sínu fyrsta barni með unnusta sínum Tom Cruise og sam- kvæmt The Sun er búist við erfingjanum snemma á næsta ári. Heimildar- maður sagði: „Katie hefur ákveðið að hætta alfarið að leika. Hún hefur sagt vinum sínum að hún og Tom hafi tekið þá ákvörðun að best sé að hún sé heima og ali upp barnið. Þessi ákvörðun vekur hörð viðbrögð í Hollywood. Katie er á besta aldri fyrir mörg hlutverk og hefur algjörlega lokað hurðinni á farsælan frama sinn.“ Ný smáskífa frá Arctic Monkeys Arctic Monkeys hafa tilkynnt um næstu smáskífu sína. Hún fylgir í kjölfarið á fyrsta smelli þeirra, I Bet You Look Good On The Dancefloor og kemur út 16. janúar á næsta ári. Mun smáskífan heita When The Sun Goes Down. Fyrsta stóra plata þeirra hefur enn ekki fengið nafn og mun að öllum líkind- um koma í búðir í lok janúar, en þetta eru þó óstaðfestar fregnir. eftir Jim Unger Svanfríður Jónasdóttir á http://www. jafnadarmenn.is/svanfridur/ „Þegar menntamálaráðherra var spurður út í niðurskurðinn var svarið að það myndi efla skólann til framtíðar. Þetta eru alger öfugmæli að mínu viti. Það er miklu heiðarlegra fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að koma hreint fram við Norðlendinga og segja að svokölluð menntasókn nái ekki norður í land. 1 þessu sambandi má einnig minna á að flokkurinn lagði niður nám í fiskvinnslu sem fór m.a. fram á Dalvík. Það er erfitt að átta sig á því hver ástæðan er fyrir þessu fjársvelti rík- isháskólanna.þ.e. Háskólans á Akur- eyri og Háskóla íslands. Líklegasta skýringin er sú að ráðherra sé að svelta skólana svo að ráðamenn skól- anna fari sjálfir að óska eftir að geta lagt skólagjöld á nemendur. Með því væru skólastjórnendur farnir að enduróma flokkssamþykkt Sjálf- stæðisflokksins um að leggja skóla- gjöld á nemendur." Sigurjón Þórðarson á http://www.alt- hingi.is/sigurjon/safn/oo2i48.ml#oo2i48 1-30 OJIm Unaei/dist. by United Media, 2001 Viltu lækka í viftunni! HEYRST HEFUR... Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir, fegurðardrottning, er stödd í Kína þar sem hún tek- ur þátt í k e p p n - inni Miss W 0 r 1 d , en þar keppa feg- urstukon- ur heims u m titilinn. Keppend- ur eru meðal annars kynntir á heimasíðu keppninnar og þar segist Unnur vera með sinn eig- in sjónvarpsþátt á íslandi. Unn- ur var jú með sjónvarpsþátt á Sirkus en honum var slaufað fyrir þó nokkru síðan... Samsæriskenningarnar náðu áður óþekktum hæð- um í fyrrakvöld þegar í ljós kom að ekki var hægt að senda út margboðað viðtal við Jón Ólafsson í Kastljós- inu. Þarna átti „hönd g u ð s “ , öðrunafni blá hönd- in, að hafa gripið inn í, enda var Jón stóryrtur í garð Davíðs Odd- sonar og Sjálfstæðisflokksins í fréttunum á undan. Útgefend- ur ævisögu Jóns, Edda miðlun, voru þó hreint ekki ósáttir við atganginn, enda langt síðan að bók hefur fengið jafn mikla ókeypis kynningu. Mörður Árnason gerir varn- arliðssamningana að um- talsefni á heimasíðu sinni, sem heitir því skemmtilega nafni mordur.is. Niðurstaða þing- mannsins er klár: „Sumir túlka ræðu Halldórs Ásgrímssonar á Framsóknarfundinum þannig að hann hafi verið að senda Bandaríkja- mönnum skilaboð. Sjálfsagt ýta spuna- drengir hans undir slíka túlk- un eftir undirlægjuhátt ráðherrans i Iraksmálinu. I raun er miklu eðlilegra að túlka ræðuna sem spark í Sjálfstæðisflokkinn, nánar tiltekið í afturendann á Geir H. Haarde utanríkisráð- herra.“ Þá vitum við það. m Agæt heimildamynd þeirra Þórhalls Gunnarssonar og Lýðs Árnasonar um undir- heima Reykjavíkur var sýnd í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. I myndinni, sem ber heitið Skuggabörn, er Reyni Trausta- syni, ritstjóra, fylgt eftir þar sem hann kafar í heim eiturlyfja og glæpa. Á forsýningu myndarinnar um síðustu helgi mættu margir mekt- a r m e n n , meðal annars Björgólfur Guð- mundsson. Það var hins vegar ein aðalsöguhetja myndarinnar sem stal senunni. Einsi mætti í fylgd fangavarða á Kvíabryggju. Eftir sýninguna flutti hann hjartnæma ræðu sem fékk við- stadda til að rísa úr sætum og klappa honum lof í lófa.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.