blaðið - 16.11.2005, Blaðsíða 32
32 I AFPREYING
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 blaöiö
110SU DOKU talnaþrautir
Sólarglugga-
tjöld
Loksins hefur mönnum tekist
að nýta hádegissólina á íslandi
til annars en að kenna henni
um hina fjölmörgu árekstra
sem verða á Breiðholtsbraut-
inni. Sænska fyrirtækið Re:
form hefur framleitt orku-
gardínur sem safna sólarljósi á
daginn og nýta það svo þegar
rökkva tekur.
Þráðlaus
snákur
Blátannarfyrirtækið Iqua hef-
ur framleitt Snákinn 1.2, hand-
frjálsan búnað fyrir bíla. Snák-
urinn er festur við höfuðpúða
bílsins þins þannig að burstað
álið og leðrið fær að njóta sín
til fullnustu, fullkomið fyrir
forstjórabílinn. í tækinu er inn-
byggður hljóðnemi og hátalari
sem hjálpar ökumönnum að
tala í símann án þess að klessa
á eða lenda í laganna vörðum.
Það sem hönnuðirnir klikka
hins vegar á er að bæta ekki því
litla við tækið sem þarf svo það
virki líka sem stýrislás.
Martröð of-
urhetjunnar
Það hefur verið sagt að ofur-
hetjur haldi raunverulegum
nöfnum sínum leyndum til
að vernda þá sem eru þeim
nákomnir. Teygjumaðurinn
(Elongated Man) er einn
fárra sem á sér ekki rólegra
líf utan starfs ofúrhetjunnar.
Þannig að þegar kona hans
er myrt á heimili sínu leggst
það þungt á allar ofurhetjur.
Identity Crisis segir frá leit
sem allar ofurhetjurnar taka
þátt í saman. Vegið hefur
verið að þeim og því þarf að
verjast. Bókin hefur hlotið
mikið lof gagnrýnenda og
þykir hvort tveggja ritstíll
Brad Meltzer frábær sem og
teikningar Rags Morales.
„Ef það er mjög langt síðan þú last
teiknimyndasögu, þá skaltu byrja á
þessari." - New York Post
Leiðbeiningar
Su Doku þrautin snýst um að
raða tölunum frá 1-9 lárétt
og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema
einu sinni fyrir í hverri línu,
hvort sem er lárétt eða lóðrétt.
Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan
hvers níu reita fylkis. Unnt er
aö leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
4 2 8 7
7 2
2 3 4 9
3 1 9
7 1 6
8 1 2
2 8 1 7
6 2
1 9 7 6
Lausn á siðustu þraut
9 4 5 7 8 6 2 1 3
1 8 7 9 3 2 6 5 4
6 2 3 1 5 4 9 7 8
8 6 9 5 1 3 4 2 7
3 1 4 6 2 7 5 8 9
7 5 2 8 4 9 1 3 6
4 3 8 2 6 1 7 9 5
5 9 1 4 7 8 3 6 2
2 7 6 3 9 5 8 4 1
Vegna mistaka fylgdi ekki
stjörnugjöf með umfjöllun
um bókina The Life
and Times
of Scrooge
M c D u c k
sem birtist í
Blaðinu í gær.
Bókin fær
fimm stjörnur
frá gagnrýn-
★★★★★
Pann 5. nóvember siöastliöinn frumsýndi Stúd-
entaleikhúsiö Blóóberg í Loftkastalanum. Leikrit-
iö er gert eftir hinni þekktu kvikmynd Magnolia
eftir P.T. Andersson. I brúnni situr Agnar Jón
Egilsson (Lykill um hálsinn, Rómeó og Júlía), en
hann sér um leikstjórn og leikgerð.
Blóóberg fjallar um hvernig líf ólíkra einstak-
linga tvinnast saman og hvernig örlögin og
tilviljanir vefja fléttur sem viö öll erum þræðir
í. Hjúkrunarfræöingur sem reynir aö uppfylla
lokaósk deyjandi manns, lögreglumaðurinn
sem veröur ástfanginn í útkalli, spyrillinn í
spurningaþættinum „Hvert er svariö, hálfvitinn
þinn?" og fyrrverandi ofurheili sem leitar aö ást-
inni á hommabar eru meöal þeirra persóna sem
mætast á krossgötum og hafa beint eöa óbeint
áhrif á lif hverrar annarrar.
þrisvar sinnum sett á aukasýningar vegna
góörar aðsóknar. Par ber hæst leikritið Þú veist
hvernig þetta er i leikstjórn Jóns Páls Eyjólfs-
sonar, en sýningin hlaut viðurkenningu sem
áhugasýning ársins og var sýnd fyrir fullu húsi
i Þjóóleikhúsinu.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starf-
serai Stúdentaleikhússins á heimasiöunni http://
sl.hi.is
Mióasala fer fram í símum: 553-3000 (Loftkast-
alinn), 860-4680 (Stúdentaleikhúsið)
Sýningardagar
4. sýning, mán. 14. nóv
5. sýning, miö. 16. nóv
6. sýning, þri. 22. nóv
7. sýning, fös. 25. nóv
8. sýning, mió. 30. nóv
9. sýning, fös. 2. des
Lokasýning, lau. 3. des
Starfsemi Stúdentaleikhússins hefur verió meö
blómlegasta móti undanfarin misseri. Á síðast-
liónum tveimur árum hefur Stúdentaleikhúsið
Líf í tuskunum á útfararsýningu
Nú er klámvæðing heimsins komin
á endastöð. Á útfararsýningu sem
haldin var í Frakklandi í síðustu
viku mátti sjá fjöldann allan af kist-
um, krönsum og öðru útfarartengdu
efni. Það skaut því frekar skökku
við að sjá fremur léttklædda unga
dömu liggja á bakinu á kistuloki
einu þar sem hún leyfði likamsmáln-
ingarlistamanni að skreyta sig í stíl
við kistuna. Þetta er þá líklegast það
sem koma skal, það verður enginn
jarðsettur í svörtum eða hvítum
kistum í framtíðinni heldur frekar
skrautlegum kistum með fatafellu í
stíl til skrauts.