blaðið - 21.11.2005, Side 4

blaðið - 21.11.2005, Side 4
4 I IWNLEWDAR FRÉTTIR MDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaöiö Avion Group Varnarmál: __ _ Framtíð Land- Ani|A(i framsð6knasta helgisgæslunn- “ niiiuivniiMiílH fyrirtæki Evrópu umræðu Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna sam- vinnu, standa fyrir sameigin- legum fundi á morgun, þar sem Georg Kr. Lárussson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flytur erindi um framtíð og áherslur gæslunnar í breyttum heimi. Hinar öru og miklu breyt- ingar i öryggis- og varnar- málum á N-Atlantshafssvæðinu og í raun í heiminum öllum, hafa kallað á nýja stefnu og áherslur hjá Landhelgisgæsl- unni hvað varðar öryggi á hinu víðáttumikla hafsvæði við og umhverfis Island. Nú þarf ekki aðeins að huga að verndun fiskveiðilög- sögunnar því einnig þarf að leggja áherslu á vandamál á borð við hryðjuverk, mannsal og smygl á fólki, mengun hafs- ins, slysavarnir og vafasamar skipaferðir í og við landið. Nú er búist við stóraukinni skipaumferð vegna væntan- legrar opnunar á norð-vestur siglingaleiðinni milli N-Atlants- hafsins og Kyrrahafsins. Þá hafa stórauknir olíuflutningar Rússa fyrir norðan og sunnan Islands aukið hættu á mengunarslysum. Ekki má heldur gleyma breyt- ingum sem orðið hafa hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurvelli. LHG vinnur nú markvisst að því að undirbúa starfssemina undir breytingarnar sem eru í farvatn- inu í ofangreindum málum. Fundurinn er öllum opinn, en hann verður sem fyrr segir haldinn á morgun, þriðjudagi, kl. 17.15 í Skála á 2. hæð Hótels Sögu. HELGARVEISLA fyrir 4 til 6 kr. 2.490 QuiznosSuB Lækjargata 8 Suöurlandsbraut 32 Fyrirtækið Avion Group hlaut um helgina viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyr- irtæki Evrópu árið 2005. Það eru samtökin Europe’s Entrepreneurs for Growth (EEG) sem standa á bak við verðlaunin. Besti árangur hingað til Þúsundir evrópskra fyrirtækja eru á lista EEG yfir framsækin fyr- irtæki í álfunni og er Avion Group fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær öðru sæti. Besti árangur íslensks fyrirtækis fyrir þetta var þegar Bakkavör lenti í þriðja sæti á list- anum í fyrra. Verðlaunin voru af- hent í Barcelona á laugardaginn og tók Magnús Þorsteinsson, stjórn- arformaður Avion Group, við verð- laununum fyrirhönd fyrirtækisins. I fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir Magnús verðlaunin staðfesta markvissan vöxt félagsins og gefa þvi byr undir báða vængi og hvetja til frekari sóknar. Við verðlauna- afhendinguna voru m.a. staddir A1 Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. 5 þúsund starfsmenn Hjá Avion Group starfa nú um 5 þúsund manns en félagið hóf Fasteignamarkaður: Heildarvelta uppá rúma 5 milljarða Um 180 þinglýstir samningar vegna fasteignakaupa voru gerðir á höf- uðborgarsvæðinu frá 11. til 17. nóv- ember. Þetta kemur fram í frétta- skeyti frá Fasteignamati ríkisins. Af þessum 180 samningum voru 142 vegna eigna í fjölbýli, 21 um sérbýli og 17 um annars konar eignir. Heild- arveltan var 5,4 milljarðar og meðal- upphæð á samning um 30 milljónir. Fötluð börn'. Biðlistar lengjast Um 200 grunnskólabörn bíða nú eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafar- miðstöð ríkisins. í miðstöðinni fer m.a. fram greining á fötluðum bömum og stuðningur við aðstandendur þeirra. Mildl íjölgun hefiir orðið á undanförnum árum í tilvísunum til stofriunarinnar sem hefur valdið því að biðlistar hafa lengst töluvert. I gær vom sérstakir styrktartónleikar haldnir í Landakotskirkju og rann allur ágóðinn til stofnunarinnar.. Ljúffeng máltíö í stöng eða drykkl Rétt hlutföll næringarefna. ínett' fesíí mrrrr.iw-wi mrm Nánari upplýsingar fást á www.eas.is I ' 1 H l 1/1,1 : Fulltrúar Avion Group á verðlaunaafhendingunni á laugardaginn. starfsemi við upphaf þessa árs. Eimskip. Þá kemur einnig fram stærsta á sínu sviði í heiminum og Það samanstendur af félögunum í fréttatilkynningu frá félaginu flytji um þrjár milljónir farþega á Air Atlanta Icelandic, Excel Air- að Excel Airways Group sé breskt hverju ári. ways, Avia Technical Services og leiguflugfélag sem sé það tíunda Ólafurfœr viðurkenningu barnaheilla Bæta þarf þjónustu barna og unglinga með geðræn vandamál I gær veitti Barnaheill Ólafi Ó Guð- mundssyni yfirlækni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) viðurkenningu fyrir að hafa um margra ára skeið verið talmaður þeirra barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Ólafur hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að efla þjónustu við börn og unglinga sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stíða. Ólafur hefur einnig staðið fyrir ýmsum rannsóknarverkefnum í barna og unglingageðlæknisfræði. Ólafur segir verðlaunin vera hvatningu fyrir sig og sitt starfs- fólk og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Ólafur segir nokkra óreiðu ríkjandi varðandi skipulag þjónustu til handa börnum og ung- lingum með geðræn vandamál en segir BUGL veita sérhæfðustu þjónustuna á þessu sviði þrátt fyrir þröngan húsakost. „Umfang þjónustunnar hefur breyst mikið á undanförum árum og núverandi aðstæður eru ekki í samræmi við þarfirnar," segir Ólafur. BUGL veitir þjónustu á lands- vísu og stofnunni berast tilvísanir frá flestum hinna 89 sveitarfélaga á landinu auk ýmissa sérfræðinga. Núna bíða yfir 100 börn eftir komu á göngudeild og það eru einnig biðlistar eftir innlögnum,“ segir Ólafur. Hann segir biðtímann geta verið upp í 9 mánuði en reynt sé að forgangsraða málum eftir þörfum. Ólafur segir aukningu hafa verið á bráðatilfellum undanfarin ár en það eru mál sem þurfi að bregðast við strax. Hann segir að því yngri sem börnin séu þegar þau koma til BUGL þeim mun meiri mögu- leikar séu á að hafa áhrif á þróun einkenna. „Það er áberandi hvað vantar upp á eftirfylgd því heilsu- gæslan annað hvort sinnir ekki svona málum eða gerir það í alltof takmörkuðum rnæli," segir Ólafur. Ólafur Ó Guðmundsson tekur við viðurkenningu Barnaheilla BlaOiö/frikki

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.