blaðið - 21.11.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2005 blaöÍA
Körfubolti:
Njarðvík sigr-
aði í fyrirtækja-
bikarnum
Úrslitin réðust i fyrirtækjabik-
amum (Powerrade-bikarnum)
—^ í körfubolta í karlaflokki um
helgina þegar undanúrslit og úrslit
voru leikin en keppnin fór ffarn í
Laugardalshöll.Á fóstudeginum
unnu KR-ingar Fjölnismenn
og Njarðvíkingar unnu þreytta
Keflvíkinga auðveldlega. Það voru
þvi Njarðvík og KR sem mættust
í úrslitum og þar höfðu ljónin úr
Njarðvík betur, 90-78. KR-ingar
voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og
leiddu eftir fyrsta leikhluta 19-27
og í hálfleik var staðan 36-44 fyrir
^JCR. En seinni hálfleikurinn var
'eign Njarðvíkinga. Þeir leiddu 58-51
þegar gengið var til fjórða leikhluta
og juku forksot sitt þar og unnu
eins og áður sagði tólf stiga sigur,
90-78. Friðrik Stefánsson var með
19 stig, 16 ffáköst og 6 stoðsend-
ingar fyrir Njarðvík og Jeb Ivey
skoraði 20 stig. Brenton Birming-
ham var með 19 stig og fyrirliðinn
Halldór Karlsson var með 13 stig.
Egill Jónasson leikmaður Njarð-
víkur sem er 2,16 m á hæð skoraði
9 stig, tók 5 fráköst og varði hvorki
fleiri né færri en 9 skot. Hjá KR var
Omari Westley með 28 stig og 19
fráköst og var yfirburðarmaður í
liði KR en Skarphéðinn Ingason
kom næstur Westley með 16 stig.
Þá var einnig leikið í undan-
úrshtum fyrirtækjabikarkeppni
kvenna í körfuknattleik og þar
var einnig leikið í Laugardals-
höll en úrslitaleikurinn fer
fram um næstu helgi. Keflavík
leikur þar í úrslitum eftir 78-50
stórsigur á IS og mætir í úrslita-
leiknum liði Hauka sem vann
Grindavík f hörkuleik, 69-63.
Enski boltinn um helgina:
Chelsea jók forskot sitt á toppnum
n.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í
13-
knattspyrnu fór fram um helgina og
lýkur reyndar í kvöld með leik Birm-
ingham og Bolton og verður leikur-
inn sýndur á Enska boltanum. Eiður
Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði
Chelsea sem tók á móti Newcastle en
Eiður Smári átti afbragðsleik. Lék
allan leikinn og fékk fína dóma í
breskum fjölmiðlum. Staðan í hálfleik
í var 0-0 en Alan Shearer og Michael
Owen voru ekki í leikmannahópi
Newcastle vegna meiðsla. Á sjö mfn-
útna kafla í upphafi seinni hálfleiks
gerðu Chelsea-menn út um leikinn.
Joe Cole skoraði á annarri mínútu og
Hernan Crespo bætti öðru við aðeins
fjórum mínútum síðar. Það var síðan
Damien Duff sem skoraði þriðja og
síðasta mark leiksins á síðustu mfnút-
unni og 3-0 öruggur sigur Chelsea sem
jók forskot sitt á toppi deildarinnar er
nú með 34 stig en Wigan er í öðru sæti
með 25 stig. Wigan tapaði á heimavelli
fyrir Ársenal 2-3 og var það fyrsti tap-
leikur nýliðanna í deildinni síðan f
ágústmánuði. Þetta var aftur á móti
fyrsti útisigur Arsenal í deildinni á
leiktíðinni en snillingurinn Thierry
Henry skoraði tvö af mörkum Arsenal
og þar með eru skytturnar komnar í
fjórða sæti deildarinnar ellefu stigum
á eftir Chelsea.
Leikmenn United sýndu klærnar
Sir Alex Ferguson og strákarnir hans
1 Manchester United hafa verið mikið
í fréttum undanfarna daga útaf Roy
Keane fyrrum fyrirliða liðsins sem
var rekinn frá félaginu. Búist var við
því að það ástand sæti eitthvað í leik-
mönnum þegar þeir mættu Hermanni
Hreiðarssyni og félögum í Charlton á
The Valley á laugardag. Svo varð nú
aldeilis ekki. United-leikmennirnir
sýndur svo um munaði klærnar i
leiknum og unnu sannfærandi 1-3
sigur þar sem Alan Smith skoraði á
37.mínútu og Hollendingurinn Ruud
van Nistelrooy skoraði tvö mörk með
fimm mínútna millibili undir lok
leiksins. United er því komið í þriðja
sæti ensku úvalsdeildarinnar með 24
stig. Ruud van Nistelrooy hefur nú
skoraði 10 mörk í deildinni en hann
og Frank Lampard leikmaður Chelsea
eru markahæstir. Næstir koma
Darren Bent hjá Charlton og Thierry
Henry með 7 mörk hvor.
Liverpool átti ekki f teljandi vand-
ræðum með Portsmouth á Anfield
og vann auðveldan 3-0 sigur með
mörkum frá Boudewijn Zenden, Dji-
bril Cisse og Fernando Morientes. Þar
með er Liverpool komið í 9.sæti en
hefur aðeins leikið 11 leiki.
Enn tapa Everton og Sunderland
Sparkspekingar á Englandi spá þvf
að það syttist í brottrekstur David
Moyes framkvæmdastjóra Everton,
Alain Perrin framkvæmdastjóra Port-
smouth eða Mick McCarthy fram-
kvæmdastjóra Sunderland eftir leiki
helgarinnar. Þeir töpuðu allir en Sund-
erland hefur aðeins unnið einn leik á
leiktíðinni og hefur 5 stig í neðsta sæti.
Sunderland steinlá á heimavelli fyrir
Aston Villa 1-3 þar sem Kevin Phillips,
Milan Baros og Gareth Barry skoruðu
mörk Villa. Everton lék á útivelli við
W.B.A. og þar var um mikinn fallbar-
áttuslag að ræða. Piltarnir hans Bryan
Robson í W.B.A. gengu yfir slakt Ever-
tonliðið og unnu 4-0 þar sem Nathan
Ellington skoraði tvö mörk. Þetta
þýðir að Everton er í þriðja neðsta
sæti og fallsæti með 10 stig og hefur
reyndar jafnmörg stig og Portsmouth
sem er í sætinu fyrir ofan. Portsmouth
hefur hagstæðari markatölu en Birm-
ingham er f næstneðsta sæti en þar
er farið að hitna heldur betur undir
Steve Bruce sem framkvæmdastjóra
félagsins.
Macnhester City og Blackburn gerðu
markalaust jafntefli og Lundúnars-
lagur Tottenham og West Ham endaði
með 1-1 jafntefli. Mido skoraði fyrir
Tottenham eftir um 15 mínútna íeik
en Anton Ferdinand jafnaði metin
eftir hornspyrnu þegar leiktíminn var
kominn rúmar 3 mfnútur framyfir
venjuegan leiktíma.
Middlesbro tók á móti Heiðari
Helgusyni og félögum í Fulham en
Heiðar byrjaði leikinn á varamanna-
bekknum. Collins John kom Fulham
yfir á 9.mínútu og þannig stóðu leikar
allt þar til á 64.mfnútu að James
Morrison jafnaði metin fyrir Middles-
brough en Papa Bouba Diop kom Ful-
ham yfir á ný 20 mfnútum fyrir leiks-
lok. Yakubu jafnaði metin á ný fyrir
Middlesbrough 14 mínútum fyrir
leikslok og það var síðan Jimmy Floyd
Hasselbaink sem skoraði sigurmark
Middlsebrough 6 mínútum fyrir leiks-
lok. Heiðar Helguson kom inná sem
varamaður í liði Fulham á 78.mínútu.
Spœnski boltinn
Ronaldinho er
án efa sá besti
Það er alltaf mikið um að vera á
Spáni þegar risaliðin Real Madrid
og Barcelona mætast á knattspyrnu-
vellinum. Á laugardagskvöld mætt-
ust liðin á Santiago Bernabeu-leik-
vanginum í Madrid. Að vanda var
uppselt og um 100.000 áhorfendur
mættu á leikinn og einhver 500
stuðningsmenn Barca voru fyrir
aftan annað markið. Frank Rijkaard
þjálfari Barcelona var með óvænt út-
spil í leiknum og setti hinn 18 ára
argentíska snilling Lionel Messi í
byrjunarliðið í staðinn fyrir Ludovic
Giuly. Þetta virkaði vel og Messi átti
mjög góðan leik eins og allt Barc-
elona-liðið. Kamerúninn Samuel
Eto’o skoraði fyrir Barcelona eftir að-
eins fimmtán mínútna leik og þá var
alveg sýnt hvert stefndi. Besti kantt-
spyrnumaður heims, brasilíumaður-
inn Ronaldinho, sýndi svo í tvfgang
í seinni hálfleik afhverju hann er
álitinn sá besti. Eftir um klukku-
stundarleik fékk hann boltann á
miðjum vellinum, geystist upp völl-
inn með boltann og lék á Sergio Ra-
mos og Ivan Helguera varnarmenn
Real Madrid eins og þeir væru ekki
til og skoraði þetta líka glæsilega
mark. Þriðja mark Barcelona og
hið seinna frá Ronaldinho kom 13
mínútum fyrir leikslok og þar sól-
aði hann Ramos upp úr skónum og
skoraði af öryggi framhjá Iker Ca-
sillas markverði Real Madrid. Stór-
kostlegur leikmaður og áhangendur
Real Madrid á vellinum klöppuðu
fyrir Ronaldinho eftir að hann skor-
aði seinna mark sitt og það segir allt
sem segja þarf. 0-3 fyrir Barca og
þeir eru í efsta sæti á Spáni með 25
stig en Real Madrid er í þriðja sæti
með 21 stig. Það verður að teljast
til tíðinda þegar hið mikla sóknar-
lið Real Madrid á aðeins tvö skot
sem hittir á mark andstæðingsins í
heilum leik á heimavelli. Það gerðist
á laugardagskvöld en marktilraunir
Real Madrid voru í það heila 5 á
móti 20 hjá Barcelona.
15% afsláttur af öllum fótboltaskóm hjá okkur í nóvember Láttu gá þig og geröu góö kaup
EnSHÍ%
BO LTiN
Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta.
SPARK er óheföbundinn spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnaö er af
Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga.
Honum til aöstoöar er stuðboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi meö meiru.
Sýndur á SKJÁE//VL//W og Enska Boltanum á föstudögum, kl. 20.00.
SKJÁR EINN
Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30