blaðið - 21.11.2005, Síða 25

blaðið - 21.11.2005, Síða 25
1 Áhrifamikil og sönn Ingólfur Margeirsson fékk heilablóðfall fyrir fáum árum og fjallar í þessari bók um baráttu sína við að öðlast bata á nýjan leik. SKRUDDA Eyjarslóð 9-101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Afmörkuð stund. er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins. Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun öllum þeim sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu. Bókin fjallar á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru. Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. Það þarf varla að kynna John Lennon, einn frægasta og áhrifamesta tónlistarmann 20. aldar. Stormasamt líf hans var fullt af öfgum og andstæðum, hann var ýmist hetja eða skúrkur. Hér er á ferðinni hrífandi ævisaga sem segir okkur heillandi sögu af sigrum og ósigrum, baráttu Lennons við djöfulinn í sjálfum sér, dópið og brennivínið og endalausar tilraunir hans við að gera upp við æsku sína. Steinþór Steingrímsson þýddi. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. Spiderwick-sögurnar hafa farið sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna frá því að þær komu fýrst út fyrir tveimur árum. Þrjú systkini uppgötva ósýnilegan hulduheim þegar þau flytjast með móður sinni í gamalt og skuggalegt hús. Álfar, tröll og hvers kyns furðuskepnur koma við sögu í þessum heillandi nútímaævintýrum. Frábærlega spennandi og fallegar bækur fyrir börn og unglinga í snilldarþýðingu Böðvars Guðmundssonar. Farðu á www.spiderwick.com og fáðu að vita meira um þessar frábæru bækur. Fyrstu tvær bækurnar í þessum bókaflokki koma út fýrir þessi jól en þrjár seinni bækurnar á næsta ári.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.