blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaðið
Nýtt samband að
þróast milli Toyota og Subaru
Toyota keypti á dögunum 8,7 pró-
senta hlut hins hnignandi risa
General Motors í Fuji Heavy Ind-
ustries Ltd, sem framleiðir Subaru.
framhaldi hefur verið tilkynnt að
>essi næst stærsti bílaframleiðandi
íeims ætli sér að fela nýja samstarfs-
félaga sínum þróun og framleiðslu
á nýju módeli. Ástæður þess að
Toyota fer út í þannig viðskipta-
hætti er fyrst og fremst sú, að sögn
kunnugra, að vinsældir Toyota vöru-
merkisins séu orðnar svo miklar
að verksmiðjur fyrirtækisins geti
ekki lengur annað eftirspurn vegna
skorts á fagþjálfuðu starfsfólki. Því
er fyrirtækið farið að leita í auknum
mæli til annarra aðila við að fram-
leiða bíla sína til að anna sívaxandi
eftirspurn eftir bifreiðum þeirra.
Samstarfið á líka að gagnast Fuji He-
avy þar sem verkefnum þeirra mun
fækka verulega eftir að samband
þeirra við General Motors verður
að fullu aðskilið, en General Motors
hefur sem kunnugt er átt í miklum
fjárhagsvandræðum að undanförnu
og verið að draga saman seglin.
Væntanlegar verður hætt við
framleiðslu Subaru Baja
Fuji Heavy er sem stendur að fram-
leiða Saab 9-2X, hönnun sem er
byggð á grunni hins vinsæla Subaru
Impreza, fyrir General Motors. Fyr-
irhugað var að framleiða meira af
Saab bifreiðum fyrir GM en því
verður nú einnig ýtt út af borðinu.
Auk þess hefur samstundis verið
hætt við framleiðslu á hinni um-
deildu Subaru Baja línu sem átti að
verða einhvers konar samblanda
af skutbíl og pallbíl. Því er búist
við að rými í verksmiðjum Subaru
til að framleiða aðrar línur, meðal
annars fyrir Toyota, muni aukast
umtalsvert.
Þrátt fyrir að sú nýja undirteg-
und Toyota sem búist er við að verði
framleidd og þróuð þar hafi ekki
verið opinberuð, og yfirlýsingar
Toyota um eðli sambandsins séu
afar varfærnislegar enn sem komið
er, þá er þess vænst að af framleiðsl-
unni verði og að hin nýja lína Toyota
verði byggð á hönnun hins litla og
snaggaralega Subaru R2.
Toyota hefur verið að byggja upp
samstarfsvettvanga við aðra bíla-
framleiðendur sem framleiða svip-
aða bíla og þennan um allnokkurt
skeið, meðal annars við framleið-
endur Citroén og Peugeot, þar sem
Toyota útgáfurnar eru byggðar á
hönnunum og útliti smábíla þeirra
fyrirtækja. Það gefur því sterklega í
skyn hvað er í vændum þegar sam-
starf Toyota og Subaru framleiðand-
ans tekur á sig skýrari og formfast-
ari mynd.
t.juliusson@vbl. is
Subaru R2 sem hinn nýja línaToyota er talin muni byggjaá.
Samkvæmt nýjustu fregnum verður hætt við f ramleiðslu hins umdeilda Subaru Baja
Glóðarkerti í margar gerðir bíla
www.kistufell.com
Enn ein frestun á
Volkswagen EOS
Er nú væntanlegur íjúlí 2006
EOS blæjubflsins frá Volkswagen er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Volkswagen risinn, fjórði stærsti
bílaframleiðandi í heimi, hefur enn
og aftur frestað útgáfu á EOS blæju-
bíinum, sem bílaáhugamenn víða
um heim hafa beðið eftir með mik-
illi eftirvæntingu. Fyrst var ætlunin
að hann kæmi á almennan markað
í mars á næsta ári. Því var þó slegið
á frest um tvo mánuði og hefur sá
frestur nú lengst um mánuð til
viðbótar.
Volkswagen EOS er í raun ekki
eiginlegur blæjubíll heldur verður
hann útbúinn stáltoppi sem mun
renna aftur í farangursgeymsluna
þegar ýtt er á tiltekinn hnapp. Þetta
er í takt við tímann enda virðast nán-
ast allir opnir bílar sem settir eru á
markað í dag vera búnir slíkum út-
búnaði. Þeim fer því hríðfækkandi
sportreiðunum sem eru með ekta
niðurfellanlega blæju. Ástæða seink-
unarinnar var að sögn talsmanns
Volkswagen sú að vandamál hefðu
komið upp í framleiðslu fellanlega
toppsins í verksmiðju fyrirtækisins
í Portúgal þar sem bíllinn verður
framleiddur.
Afturhvarf til fortíðar
Framleiðsla EOS er hluti af fimm
ára áætlun sem Volkswagen hefur
sett fram þar sem fyrirtækið stefnir
að því að bæta 5 til 10 gerðum í vöru-
línu sína. Nýju gerðunum er þó ekki
ætlað að koma í stað þeirra sem nú
þegar eru til heldur eiga þær að auka
breidd Volkswagen vörulínunnar.
Að sögn talsmanns fyrirtækisins er
þessi stórsókn fyrirtækisins hluti af
þeirri viðleitni að koma Volkswagen
aftur á þann stall sem fyrirtækið var
á þegar vörumerki þess var nokkurs
konar samnefnari góðs verðgildis og
fyrirtaks hönnunar. Þetta er mikill
viðsnúningur frá þeirri stefnu sem
mörkuð var innan herbúða Volks-
wagen undir stjórn fyrrum stjórnar-
formanns fyrirtækisins, Ferdinand
Piech, sem reyndi að koma Volks-
wagen inn á lúxus bílamarkaðinn
með framleiðslu bíla eins og Phae-
ton sedan og Touareg jeppans.
t.juliusson@vbl.is
Chevrolet
Captiva
Nýjasti jepplingur Chevrolet
fjöiskyldunnar hefur verið
nefndur Captiva og er væntan-
legur á markað sumarið 2006.
Bíllinn var fyrst opinberaður á
bílasýningunni í París í fyrra
og vakti mjög sterk og jákvæð
viðbrögð hjá bílapressunni
sem hreifst af honum. Captiva
er skapaður á grunni Opel
Anatara en verður þó auðvitað
fullur af sérkennum Chevrolet
auk þess sem Captiva verður
fáanlegur bæði sem fimm
sæta og sjö sæta en Antara er
einungis seldur sem fimm sæta.
Erhard Spranger, framkvæmda-
stjóri Chevrolet í Evrópu, segir
að þetta sé fyrsti jepplingur-
inn sem þeir setji á markað
sem er sérstaklega hannaður
fyrir Evrópumarkað. Captiva
er væntanlegur í sölu í Ásíu í
apríl og.í Evrópu í byrjun júní.
Volkswagen Polo Dune kemur á
markað í vor.
Volkswagen
Polo Dune
Nýjasta viðbótin við Polo-línu
Volkswagen mun sameina
aðdráttarafl íjórhjóladrifsútlits
og þeirra klassísku smábíla-
eiginleika sem Volkswagen
bílarnir eru orðnir heims-
þekktir fyrir. Sérstakt útlit
Polo Dune er hægt að rekja til
útlitshönnunarinnar sem inni-
heldur meðal annars 17 tommu
málmblönduð dekk, einstaka
fram- og affurstuðara, silfurlit-
aða þakteina og hliðarspegla
og samþættan íjósabúnað. Polo
Dune hefur hækkaða fjöðrum
og verður einungis framleiddur
sem fimm dyra en þessir þættir
eiga að skila betri sýnileika
fýrir bílstjóra og farþega
auk þess sem hann verður
auðvitað rýmri og aðgengi-
legri en margir minni bílar.
Hyundai Santa Fe þykir ferskur og
skemmtilegur.
Mikið í gangi
hjá Hyundai
Nýr hugmyndabíll frá Hyundai
nefnist HCD-9 Talus og verður
sýndur í fyrsta sinn á sýningu
í bílahöfuðborginni Detroit.
Talsmenn Hyundai segja bílinn
eiga eftir að gefa nasasjónina
af því sem framundan er í
sportbílageiranum. Bíllinn
verður kynntur samhliða
heimsfrumsýningu á nýjustu
kynslóð Santa Fe jeppans
sívinsæla. Þá opinberuðu
Hyundai einnig útlit, verð og
innihald 2006 útgáfunnar af
Hyundai Azera sem er ætlað
að verða eitt af flaggskipum
þeirra í nánustu framtíð.