blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 18
26 I MENNING MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 biaðiö Ólikttr viddir rýmisins Þessa dagana stendur yfir í Lista- safni Islands sýningin Ný íslensk myndlist II. „Tilgangur sýningar- innar er að varpa ljósi á nýsköpun í íslenskri myndlist," segir Harpa Þórsdóttir, einn sýningarstjóra. ,Þetta er nokkurs konar framhald sýningar sem var í safninu á sama tíma í fyrra. Báðar voru unnar á sama hátt, þrír einstaklingar voru í sýningarnefnd og sáu um að velja listamennina. í fyrri sýningunni var verið að varpa Ijósi á nútímamynd- list síðustu þriggja til fimm ára og þar voru áberandi verk sem tóku til pólitískra og samfélagslegra mála. 1 ár fækkuðum við listamönnunum, aldurshópurinn er breiðari og rauði þráðurinn sem unnið var eftir við val á listamönnum og verkum var að nú vildum við fjalla um rýmið út frá mismunandi þáttum, skoða ólíkar víddir rýmisins. Barátta listamannsins við rýmið getur verið beintengd staðnum sem hann sýnir á, hann hugsar, í sinni undirbúningsvinnu og vinnu við gerð verksins, um staðinn sem verkið kemur til með að vera sýnt í og er upp- tekinn af því hvernig rýmið muni hafa áhrif á verkið. Verk sem eru sér- staklega unnin inn í ákveðið rými kallast í dag staðbundin verk (site specific) og það eru nokkur þannig verk á sýningunni. Viðkomandi listamenn fengu úthlutað plássi og unnu verk sín með tilliti til staðsetn- ingarinnar. Þetta er ákveðin gerð af sýningu sem hefur ekki verið algeng á íslandi og byggist meðal annars á gagnkvæmum trúnaði milli lista- manns og sýningarstjóra. Sýningar- stjórarnir verða að fá innsýn í ferlið, hvað listamaðurinn er að gera og hvernig útkoma verksins verður. Út- koman kemur ekki alltaf í ljós fyrr en á síðustu metrunum áður en sýn- ingin opnar og því er mikilvægt að sýningarstjórinn hafi hugmynd um hvernig verkið er að þróast. Á sýn- ingunni eru líka verk sem hafa verið sýnd áður og við töldum mikilvæg fyrir sýninguna. Á sýningunni er mikið af vídeó- verkum og verkum sem eru gagn- virk og það minnir á að listamenn eru oft að fást við tæknina. Þeir eru stundum á undan samtíð sinni og hafa þaulrannsakað tæknina, forsendur hennar og möguleika. Tæknin er orðin stór þáttur innan myndlistarinnar en um leið mikil ögrun fyrir myndlistarmenn að viðhalda því listræna og vinna með hugmyndir sínar án þess að tæknin verði yfirgnæfandi. Þetta er þá list- sköpun sem er leit að hinu örfína jafnvægi." Verkin á sýningunni eru ekki mál- verk sem hægt er að hengja upp á vegg. Er ekkert fyrir áhorfendur að móttaka þau? „Þetta er myndlist sem ekki er hægt að ganga að annars staðar en á söfnum eða sýningarsölum. Það er ekki ætlast til að gestir meti lista- verkin út frá því hvort þau henti í stofuna heima eða falli að smekk þeirra. Myndlist snýst ekki bara um það hvort eitthvað sé ljótt eða fallegt. Það er hægt að nálgast svona sýningu út frá mörgum ólíkum for- sendum, til dæmis vitsmunalegum og formrænum. Það er til dæmis hægt að skoða hana og velta því fyrir sér hvað listamaðurinn er að segja og hver var ástæða þess að hann valdi að segja það eins og hann gerði. Fólk kemur oft inn á söfn með ákveðnu hugarfari. Einn listamann- anna á sýningunni, Unnar Örn, óskaði eftir því að fá að sýna bak- sviðs, í geymslum safnsins. Hann vildi þannig umbylta fyrirfram- gefnum hugmyndum gesta um safnið og sýna að það er heilmikið að gerast bak við tjöldin. Hann og starfsmaður safnsins, Klara Steph- ensen, völdu nokkur verk sem koma sjaldan fyrir almennings sjónir, litlar skissur og blýantsteikningar og þar á meðal er fræg teikning af Jónasi Hallgrímssyni látnum. Þessi samvinna Unnars og Klöru minnir á að listamaðurinn er ekki alltaf einn, Hulda Stefánsdóttir 1972 Roöi / Biush, 2005 Innsetning, málverk og Ijósmyndir Harpa Þórsdóttir, sýningarstjóri.„Tæknin er orðin stór þáttur innan myndlistarinnar en um leið mikil ögrun fyrir myndlistarmenn að viðhalda því listræna og vinna með hugmyndir sinar án þess að tæknin verði yfirgnæfandi." til að hugmynd verði til eða þróist þarf oft að hreyfa við henni í hópi eða á tveggja manna tali. Til að sjá þessa sýningu þurfa gestir að fara til gæslukvenna og biðja um leyfi að fara inn í geymsluna. Um leið er verið að undirstrika að gestir þurfa að hafa fyrir því að sjá sýninguna. Eins er þarna stórt verk sem bein- línis minnkar einn sal safnsins en þó á þann hátt að það getur reynst erfitt fyrir gestinn að átta sig á því nema hann þekki salinn sem hann gengur inn í, og það er jafnvel ekki nóg. Tímavíddin fær nokkuð pláss á sýningunni bæði í verkum sem ganga út frá minningum og hugs- unum mannsins og einnig í verki sem kallar fram liðinn tíma þegar gestur sýningarinnar gengur inn í verkið.“ Sýningin Islensk myndlist II stendur til 12. febrúar. „Við bjóðum upp á góðar leiðsagnir um sýning- una, bæði hefðbundnar og einnig með gsm símum,“ segir Harpa. „Þannig getur myndlist sem sumum finnst torskilin orðið aðgengileg. Annað er ekki réttlátt gagnvart myndlistinni." ■ Örleikritasamkeppni íyrir framhaldsskólanema Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla íslands standa fyrir örleikritasamkeppni fyrir framhaldsskólanema. Vegleg verðlaun eru í boði en frestur til að skila inn handritum er til 6. janúar 2006. Reglurnar eru einfaldar. Leikritið má ekki vera lengra en tíu mínútur og ekki styttra en fimm mínútur, leikarar verða að vera þrír eða færri, leikmyndin er einvörðungu eitt dagblað og ekki má nota leikmuni. Verkin mega ekki hafa birst eða verið sýnd áður og skal handritum skilað á skrifstofu leiklistardeildar LHÍ fyrir kl. 16:00 föstudaginn 6. janúar 2006, merkt „Örleikritasam- keppni". Handrit skulu send undir dulnefni og skal þeim fylgja lokað umslag merkt sama dulnefni, þar sem í er nafn, heimilisfang og sími eða netfang höfundar. Senda má fleiri en eitt verk í samkeppnina. Sigurvegarinn hlýtur 50 þúsund krónur, önnur verðlaun eru 30 þúsund og þriðju verðlaun eru 20 þúsund krónur. Auk þess fá verð- launahafar gjafakort í Þjóðleikhúsið. Verðlaunaafhending fer fram í febrúar 2006 í Þjóðleikhúsinu en þá verða verðlaunaverkin flutt af leik- listarnemum í LHl.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.