blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 6
6 I IMWLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaöiö Wn Þó nýja Morgunblaðs- höllin sé engin smásmíði er hún samt talsvert hóf- stilltari en sú gamla og lætur ekki mikið yfir sér við hlið prentsmiðjunnar. J Sjónvarpsver byggt í nýju Morgunblaðs höllinni Gert ráð fyrir íoo m2 sjónvarps- veri í nýbyggingu Morgunblaðs- ins við Hádegismóa. Skýtur stoðum undir boðaða sókn Árvak- urs á öllum sviðum fjölmiðlunar. I nýbyggingu Morgunblaðsins við Hádegismóa er gert ráð fyrir sjón- varpsveri í líkingu við það, sem reist hefur verið undir Nýju fréttastöð- ina (NFS) í Skaftahlið. Ekki er ljóst hverjar fyrirætlanir blaðsins eru á þeim vettvangi, en að undanförnu hefur verið nokkuð um það rætt að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, tengist öðrum fjölmiðlum með einhverjum hætti. Þegar nýir hlut- hafar, Ölafur Jóhann Ólafsson og Straumur-Burðarás, gengu til liðs við það, var sú stefna svo staðfest og boðuð ný sókn á öllum sviðum fjölmiðlunar. Eftir þvi sem Blaðið kemst næst er um að ræða íoo m2 myndver á ann- ari hæð hins nýja húss, auk útsend- ingarstjórnar, förðunarherbergis og annars er til þarf. Það er afar svipuð aðstaða og NFS hefur í Skaftahlíð. Bygging þessa myndvers mun þó ekki vera nein skyndiákvörðun, en hún mun hafa verið ráðgerð allt frá því að ákveðið var árið 2004 að byggja nýtt hús undir Morgunblaðið. Hið nýja húsnæði Árvakurs í Hádegismóum verður um 3.900 fermetrar, en húsnæði Árvakurs í Kringlunni er um 4.900 fermetrar. Áfram er þó gert ráð fyrir nánast sama fjölda starfsmanna, en húsa- skipan er hönnuð með það fyrir augum að rýmið sé betur nýtt. Þó kann það að setja strik í reikn- inginn að nýjar áherslur fyrirtæk- 'J imautr 'áfftfápáKKttnuút í ittikfu úrvafi. isins, sem fram hafa komið að und- anförnu, munu vafalaust breyta þörfunum nokkuð. Aukin áhersla á netútgáfu blaðsins mun væntanlega kalla á að þar verði meira í lagt, en eins kunna ýmsar skipulagsbreyt- ingar og aðgreining í rekstri að hafa áhrif þar á. Komið hefur til tals að undan- förnu að Árvakur gangi til samstarfs við önnur fjölmiðlafyrirtæki með einhverjum hætti, jafnvel með eign- araðild. Hefur í því samhengi verið rætt um að Árvakur og íslenska sjón- varpsfélagið, sem rekur Skjá 1, gætu átt samleið að því leyti, en einnig hefur komið til tals að Árvakur eign- ist hlut í Ári og degi, sem er útgáfufé- lag Blaðsins. Það er fasteignafélagið Klasar, sem byggir hina nýju Morgunblaðs- höll í Hádegismóum, en smíði þess er hluti af samningi, sem félagið gerði við Árvakur þegar það keypti húseignir og lóð Morgunblaðsins í Kringlunni. Kaupverðið voru rúmir tveir milljarðar króna, enda hin stóra lóð í Kringlunni sjálfsagt ein allra verðmætasta lóð landsins. Þar af var 1,5 milljarður greiddur, en 570 milljónir af kaupverðinu felast í nýja húsinu. Árvakur hóf starfrækslu hinnar nýju prentsmiðju í Hádegismóum fyrir rúmu ári og framkvæmdir við nýja húsið hófust í sumar. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki um næstu páska og í framhaldinu á öll starf- semi Árvakurs að vera á einum stað. Nr & <v r-? ILMANDI VEROLD nn ^_______^ q 4? n __________ nn™nnrp Mín^r^íTnfFiFi UULÍUUWJIÍ J vUJUcÍiLÍULRJcil _ ru. q ©[? liuí á] ©uS iR3 AÁOt n » Gfœða íerti frd (Bandaríttjunum. reykelsi, nuddoliur, sápur, línsprey, aromattierapy - olíur, engia og fieira, ‘Hoye ihnurinn ásamt areniiCm otj ficinnn er komtnn ! Kertaheimur • Reykjavíkurveqi 62 • 220 Hafnarflöröur • Sfmi. S65-2233 Slys: Bíll með yfirfar- þega í útafakstri Fimm manna fólksbíll með sex manneskjur innanborðs á aldrinum 17-19 ára fór út af veginum um fjög- urleytið aðfararnótt sunnudagsins. Farþegarnir slösuðust allir nokkuð, sumir alvarlega en enginn er talinn í lífshættu. Fólkið var flutt ýmist á Selfoss eða á bráðamóttökuna í Fossvogi. Tildrög slyssins eru óljós en að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur ökumaðurinn sennilega ekki ekið miðað við aðstæður. Hvorki er grunur um ölvun né ofsaakstur. Samkvæmt lögreglu má reikna með að ökumaðurinn fái á sig ákæru um líkamsmeiðingar sökum þess að of margir voru í bílnum, en slikt er al gengt þegar slys verða á fólki. Einnig má telja líklegt að tryggingafélag setji spurningarmerki við bótarétt af sömu ástæðu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.