blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. MÁLFRELSIÐ Aföstudag skilaði dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórn- málafræðiprófessor, inn greinargerð sinni til héraðsdóms vegna máls, sem hann rekur þar út af meiðyrðamáli er Jón Ólafsson, athafnamaður, vann gegn honum á Englandi. Þar var prófessorinn dæmdur til að greiða 12 milljón krónur í bætur vegna ummæla er hann hafði viðhaft um Jón og birt á heimasíðu sinni hjá Háskóla íslands. Hannes Hólmsteinn er enginn nýgræðingur í opinberri umræðu á Is- landi og hann hefur um áratugaskeið verið einn beittasti merkisberi sjónarmiða íslenskra hægrimanna. Á þeim vettvangi hefur hann talað vægast sagt tæpitungulaust, mörgum þykir hann á stundum hafa gengið of langt í málflutningi sínum og oft tekið menn til bæna fremur en málefnin. En það gildir einu hvort menn eru sammála Hannesi Hólmsteini eða ekki. Þetta mál snýst um málfrelsið, hvernig menn beita því og aðrir reyna að bæla það. Nú má deila um það hvort Hannes Hólmsteinn hafi farið offari í lýs- ingum sínum á Jóni Ólafssyni. Það ber þó að líta til þess að margvís- legar ávirðingar á hendur Jóni hafa birst á íslandi á umliðnum árum - eins og Hannes vitnaði til - en Jón lét þær óátaldar og höfðaði ekki mál vegna þeirra, enda staða hans sem opinber persóna, athafnamaður og fjölmiðlarekandi, með þeim hætti að slík mál hefðu reynst afar torsótt hér á landi. Á hinn bóginn beið hann um árabil, uns hann fann land, lög og dómahefð, sem hann taldi sér hentugari til slíkra málaferla, eins og á daginn kom. Hannes taldi sig vitaskuld bundinn af íslenskum lögum og dómahefð en ekki enskum, eins og þau yrðu einhverjum árum seinna. Sú regla nýtur ekki heldur alþjóðlegrar viðurkenningar, að birting á enskum texta á Netinu jafngildi fullri birtingu í enskumælandi löndum. í raun væri óþolandi ef því væri þannig háttað. Það er málfrelsinu lífsnauðsynlegt að fólk - almenningur líkt og fjöl- miðlafólk eða háskólaborgarar - geti tekið til máls um það, sem því finnst brýnast án þess að þurfa að óttast lögsókn úr launsátri einhvers staðar í heiminum, mörgum árum síðar. Ekki síst á það við þegar áhrifa- miklir auðkýfingar eiga í hlut, jafnvel þó svo að þeir hafi fundið sér að- setur þar sem þeir teljast fráleitt opinberar persónur lengur. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. | Xandandf. H getuí Beti tnaöur "Fyrst sást í skapa hár á síðum blaðsins í nóvember 1971" 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 28.NÓVEMBER2005 blaöiö ..VVÐ FftlM Glörife. ALHðkH HrFtiTe GFRT UmtEiSM °6- ÆTL4K Aí> S&T3A 0 Nf Hin nýja yfirstétt Mig langar, lesendur góðir, að gera örlitla játningu. Það er svolítið sem hefur plagað mig að undanförnu, nánast nagað - lítil staðreynd sem ég þarf að deila með einhverjum. Ég hef hins vegar ekki fundið réttu manneskjuna til þess ennþá, ein- hvern sem ég treysti fullkomlega. Því ákvað ég að opinbera þetta vand- ræðalega mál mitt fyrir alþjóð. Ég læt því vaða hér... Staðreyndin er að ég er ekki ríkur! Hver króna skiptir máli Ég er einn af þessum einstak- lingum sem þarf reglulega að setj- ast yfir heimilisbókhaldið og koma böndum á eyðslu mína. Ákveða hvort ég eigi að eyða 5.000 krónum í föt eða bækur - ég hef vart efni á hvoru tveggja. Ég man sérstaklega eftir einu skipti fyrir mörgum árum þar sem ég sat við eldhúsborðið í íbúðinni minni og sú dapurlega stað- reynd blasti við mér að ég þyrfti að hækka greiðslu mína í heimilislínu KB-banka um 10.000 krónur á mán- uði. Þessi upphæð skipti mig máli þannig að mér var þungt í skapi. I bakgrunni glumdi fréttatími ann- arrar sjónvarpsstöðvarinnar. Þor- steinn Vilhelmsson, fyrrum Sam- herjamaður, hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu fyrir nokkra milljarða og helstu yfirmenn DeCode höfðu fengið kaupréttarsamninga sem metnir voru á hundruð milljóna króna. Mér leið eins og misheppn- uðum manni þar sem ég velti fyrir mér hvernig ég ætti að borga rafmagnsreikninginn. Athafnamenn án andlits Þessi seta mín við eldhúsborðið átti sér stað rétt um þær mundir sem allir voru einhvern veginn að taka þátt í verðbréfakappinu. Ég heyrði daglegar sögur af manni á Horna- firði sem var orðinn margfaldur millj- ónamæringur af braskinu og tæplega þrítuga drengnum í Reykjavík sem væntanlega þyrfti ekki að vinna neitt eftir 30 ára aldurinn, búinn að græða nóg fyrir lífstíð. Ég þekkti reyndar engan sem var í þessari stöðu, þetta voru allt vinir vina, eða bræður kunn- Aðalbjörn Sigurðsson ingja - andlitslaus hópur manna sem voru snjallari en ég. Eftir að Int- ernetbólan sprakk og gengi DeCode hríðféll fóru aðrar sögur að heyr- ast. Sögur af manninum sem hafði tekið tveggja milljóna króna lán og keypt hlut abréf - nú þurfti hann að borga tugi þúsunda á mánuði af verð- lausum pappír. Aðrir voru ekki jafn heppnir og misstu húsin. Eftir að hafa liðið eins og hálfgerðum kjána í nokkra mánuði meðan vitleysan stóð sem hæst fannst mér allt í einu eins og ég hefði hagað mér skynsam- lega - ég hafði ekki látið freistast af brjálæðinu. Kauphéðnar í stað stjórnmálamanna Islendingar hafa eignast nýja yfir- stétt sem allir vilja tilheyra. Hér fyrr á öldum var litið upp til sýslumanna og kennara - seinna tóku stjórn- málamenn og kaupfélagsstjórar við þeirri stöðu. Að vera valdamiklir menn sem litið var til með óttabland- inni virðingu. Kaupfélagsstjórinn gat með einu pennastriki ákveðið hvort Nonni frændi fengi vinnu í frystihúsinu eða Sigga vinkona fengi starf í kjörbúðinni. Þetta voru alvöru völd - aðeins stjórnmála- menn voru í meiri metum, aðallega vegna þess að þeir gátu látið reka kaupféíagsstjórann - allavega ef þeir voru í Framsóknarflokknum. Nú eru kaupfélagsstjórarnir nán- ast útdauður stofn og virðing fyrir stjórnmálamönnum minnkar dag frá degi. I stað þess horfa menn með aðdáun á Jóhannes í Bónus, Björgólf hjá Landsbankanum og Hannes hjá FL-Group. I staðinn fyrir að ganga að kjörborðinu á þriggja ára fresti tökum við nú þátt í rafrænum kosn- ingum á hverjum degi. Við kjósum Bónus eða Krónuna, Essó eða Shell, Landsbankann eða KB. Við stillum okkur í lið með eða á móti ákveðnum viðskiptablokkum og berum okkur saman við hetjurnar. Oftar en ekki gleymum við að meiri- hluti landsmanna býr við þann raunveruleika að bíða spenntur eftir næsta launatékka - þarf að lifa af seinni hluta mánaðarins. Við erum flest í þeim hópi og kannski er það bara allt í lagi... Höfundur erfréttastjóri hjá Blaðinu Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Skýrsla Ríkisendur- skoðunar um rikis- reikning 2004 hefur vakið nokkra athygli, aðallega vegna gagnrýni á óraunhaefar áætlanir í skattkerfinu. Einnig kom fram að hver ríkisstofnun greiddi að með- altali fyrir nettengingu þriggja starfsmanna. Indriði H. Þorláksson, rikisskattstjóri, hefur löngum verið þeirrar skoðunar að öll lifsins gæði séu skattskyld, nema annað sé sérstak- lega fram tekið. Klippara er því Ijúf skylda að beina þeirri spurningu til hans hvort þessi ríkis- starfsmannafjöld telji hlunnindin fram. Menntamálaráðherrann, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, brá sér til Senegals á dögunum eins og frægt er orðið, en stjórnarandstöðu- þingmenn, með Össur Skarp- héðinsson í fylkingarbrjósti, söknuðu hennar ógurlega úr þingsölum og ortu sumir þeirra jafnvel söknuðarkvæði af þvi tilefni. Gárungarnir segja að þarna hafi varaformaður Sjálf- stæðisflokksins verið að svara Evrópudaðri Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, sem hefur farið mjög í taugarnar á íhaldinu. Umsókn ( Einingarsamtök Afríku geti ekki veriðlangt undan. Mörgum brá í brún þegar KB-banki fékk á baukinn frá greiningar- deild Royal Bank of Scotland á dögunum, enda vissu menn ekki annað en að samstarf bankanna í allskyns viðskiptum hefðu verið náin. í Fréttablaðinu í gær er svo birt fréttaskýring um málið, sem gæti hafa verið skrifuð af almannatengli bankans ef ekki kæmi til óvenjuskáldlegur inngangur með ótrú- legri innsýn i sálarlíf skýrsluhöfundarins: „Taktfasturslátturinn í lestinni ersvæfandi og tíminn HSur hrattþegar maður er önnum kafinn. Tom Jenkins situr Ilestinni og hamast við að klára síðustu kaflana [svo!] I stuttri greiningu sem á að senda viðskiptavinum bankans. Veröldin þýtur hjá utan lestarglugg- ans og tlminn llka. Hann verður aðnáað klára þetta... Lestin nálgaststöðina og hann lýkur við skýrsluna. Hefði kannski þurft að tékka nokkur atriði, en ákveður að setja punktinn aftan við og skýrslan er til. Hann finnur til feginleika um leið og hann bítur I neðri vörina og það er eins oghann verði skömmustulegur um stund. Síðan tekur straumur mannfjöldans hann með sér að næsta áfangastað."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.