blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Ingibjörg Sólrún og Gunnar Smári Sjávarútvegsráðherra:
kvödd til vitnis í máli Hannesar? ráðherra
Héraðsdómur fjallar um aðfararhœfi bresks meiðyrðadóms yfir
Gissurarsyni. Hann véfengir lögsögu hans ogsegir ummœli sín sönn,
hefur óskað eftir vitnaleiðslum í málinu.
Hannesi Hólmsteini
Lögmaður Hannesar
Heimir Örn Herbertsson, lögmaður
dr. Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar, hyggst óska eftir vitnal-
eiðslum við þinghald Héraðsdóms
Reykjavikur um aðfararhæfi bresks
meiðyrðadóms yfir Hannesi. Slíkt
tíðkast að öllu jöfnu ekki í slíkum
málum, en heimild er til þess að
lögum. Fallist dómurinn á ósk lög-
mannsins má gera ráð fyrir því að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Gun-
nar Smári Egilsson og ýmsir aðrir
verði kvaddir til vitnis um málefni
Jóns Ólafssonar.
I 40 síðna greinargerð sinni, sem
dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son, stjórnmálafræðiprófessor, af-
henti Héraðsdómi Reykjavíkur á
föstudag, leggur Hannes áherslu á
að breskur meiðyrðadómur yfir sér
sé ekki aðfararhæfur á íslandi og
dregur lögsögu breska dómstólsins
íefa.
Hannes segir ummælin sönn
I framhaldinu snýr Hannes Hólm-
steinn sér að því að greina ummæli
sín um Jón, sem hann var dæmdur
fyrir, en þau telur hann fráleitt
flokkast undir meiðyrði á Islandi.
Byggir hann það á því að hann hafi
aðeins lýst fréttaflutningi og grei-
narskrifum um Jón, en ekki fellt
neinn dóm yfir honum sjálfur. Jón
hafi verið kunnur athafnamaður
hér á landi á þeim tíma, stýrt fjöl-
miðlaveldi og haft afskipti af stjórn-
málum og verði því að una því að
vera umfjöllunarefni gagnrýnin-
nar opinberrar umræðu. Auk þess
skipti máli að ummælin væru sönn.
Fyrri ummælin snúast um, að
Jón Ólafsson sé ruddalegur náungi,
sem fullyrt hafi verið að hafi komið
undir sig fótunum með sölu ólögle-
gra fíkniefna; hann sé líka kunnur
af hörku í viðskiptum og hafi gert
stjórnmálamenn fjárhagslega háða
sér. Seinni ummælin eru efnislega,
að samkvæmt skattaframtölum
hafi Jón Ólafsson óverulegar tekjur
á íslandi, á sama tíma og fréttir bir-
tust um það, að hann lifi í miklum
munaði.
Ummælin rökstudd
I greinargerðinni nefnir Hannes
dæmi um ruddaskap Jóns og rekur
ummæli fyrrverandi samstarfs-
manna hans og orð Jóns um sjálfan
sig í fjölmiðlum því til staðfestingar.
Þá er vikið að tengslum hans við
sakamál, þar sem Jón hafi ýmist
neitað eða játað sök og alvarlegri
ásökunum, þar sem ruddaskapur sé
vægt orð um meint athæfi hans.
Igreinargerðinni er einnig sýnt
fram á, að fullyrt hafi verið á opin-
berum vettvangi, að Jón Ólafsson
hafi komið undir sig fótunum með
sölu ólöglegra fíkniefna. Eru nefnd
til sögunnar margvísleg frétta- og
greinaskrif í þá veru á síðasta ára-
tug. Sérstaklega er nefnd grein eftir
Gunnar Smára Egilsson, núverandi
framkvæmdastjóra 365 miðla, og
ýmis skrif Helgarpóstins um lögre-
gluskýrslur, þar sem fram kom að
Jón hefði flutt inn og selt ólögleg
fíkniefni og að Jón hefði undirritað
skýrslurnar.
Hvað þá fullyrðingu að Jón þyki
harðleikinn í viðskiptum er vitnað í
fjölda ummæla í Jónsbók.
Að Jón hafi gert stjórnmálamenn
fjárhagslega háða sér er rökstutt
með tilvísun í viðtal við Jón í Heims-
mynd 1987, þar sem hann lýsti því
markmiði sínu, og að hann hafi
lánað R-listanum fyrir sjónvarp-
sauglýsingum í kosningabaráttu,
sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttur
veitti forystu. Er svo rakið hvernig
Jóni hafi verið launaður greiðinn.
Að lokum er rakið hvernig fram
hafi komið á margan hátt að Jón
hafi árum saman greitt skatt af
óverulegum tekjum hérlendis, þótt
hann hefði hér mikil umsvif, ætti
sjónvarpsstöð og bærist mikið á.
Hannes mótmælir því að Jón hafi
verið búsettur á Englandi þegar um-
mælin féllu. Hann hafi átt hér hús
og mikið verið hér, svo mikið raunar
að hann gegndi stöðu ræðismanns
Indónesíu á íslandi frá 2001 og hafi
átt hér lögheimili.
Aðalatriðið segir Hannes Hólm-
steinn hins vegar það, að fullt tilefni
hafi verið til ummæla sinna og að
þau hafi fallið í frjálsum umræðum
á Islandi um mann, sem lét mjög að
sér kveða og var mjög umdeildur.
Hér teldust þau hvorki bótaskyld né
refsiverð háttsemi og því væri rangt
að fullnusta dóm frá Bretlandi um
þessi ummæli.
Einar K. Guðfinnsson segir að
eina innlegg stjórnarandstöð-
unnar í þjóðmálaumræðuna
sé að óskapast yfir íjarveru
ráðherra. Hann gefur lítið
fyrir þær gagnrýnisraddir sem
hljómað hafa að undanförnu
um að ráðherrar eigi að vera
viðstaddir á Alþingi þegar
umræður um fjárlögin fara
fram. Einar segist á heimasíðu
sinni sjálfur hafa verið erlendis,
í lögmætum erindagjörðum
sem voru fyrir löngu ákveðin.
Sjávarútvegsráðherra var
staddur í Róm og sat aðalfund
matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. Þar
sagði hann meðal annars að
matvælaframleiðsla í þróunar-
ríkjum væri mikilvæg til þess
að tryggja þar næga og heil-
næma fæðu. Á heimasíðu sinni
segir Einar erlend samskipti
vera vaxandi þátt í starfi stjórn-
málamanna. „Endurspeglar
þetta vaxandi alþjóðavæðingu
og þátttöku okkar í alþjóðlegu
samstarfi.“ Að mati Einars er
það stjórnarandstaðan sem er
að yfirgefa alvöru þjóðmálaum-
ræðu og segir hann hana vera
með „langtímafjarvistarleyfi".
Líkamsrœkt:
Fæðubótarefnin ýta sterunum út
Undanfarið hefur verið töluverð
umræða um að steranotkun sé að
aukast hér á landi í kjölfar „metró-
tískunnar“, en samkvæmt henni
eiga menn að vera vel til hafðir og
með mikinn vöðvamassa. Þeir að-
ilar sem Blaðið ræddi við vilja þó
ekki kannast við þessa þróun. „Það
er nú ekkert meira núna en áður var,“
segir einkaþjálfari á vinsælli lík-
amsræktarstöð í samtali við Blaðið.
„Þetta er frekar að minnka út af betri
fæðubótarefnum sem eru lögleg og
eru að virka alveg hroðalega vel. Það
er I raun mjög hröð þróun í þessum
geira þannig að það er alltaf minni
og minni þörf á þessum hættulegu
efnum.“ Viðmælandinn sagði þó að
þeir sem eru illa upplýstir nái sér í
þessi efni. „Það er alltaf ákveðinn
heimur sem stendur í þessu, en þeir
menn ná aldrei árangri.“ Aðspurður
um það hvernig nálgast megi stera
segir hann að þetta sé fáanlegt á
svörtum markaði. Sterum er ýmist
smyglað eða þá að fólk sem fær þeim
ávísað hjá lækni selur þá áfram.
Lyfjaeftirlitið þarf að slaka á klónni
„Ég er mikið spurður út í þetta og
ég segi bara nákvæmlega eins og
er, þetta er bara ekki áhættunnar
virði. Það er samt staðreynd að lík-
amsræktin er ávanabindandi. Ef
þú hefur ekki ákveðin markmið,
þá lendir þú í vítahring. Fólk getur
týnst I þessum vítahring og leiðst út
I allskyns vitleysu, þar á meðal stera-
notkun." Viðmælandinn benti á að
ef menn vilja útrýma þessu vanda-
máli að fullu þá þurfi einfaldlega
að leyfa sterkari fæðubótarefni. „Þá
myndi þetta alveg hverfa. Þeir eru
voðalega stífir í lyfjaeftirlitinu og
þá fer fólk bara og reddar sér annars
staðar. Þeir eru að setja bann á efni
sem eru í góðu lagi, og eru leyfð víða
annars staðar.“
Landlæknir hefur ekki skoðað
steranotkun sérstaklega
„Þetta hefur nú ekki verið athugað
að undanförnu,“ segir Matthías Hall-
dórsson hjá Landlæknisembættinu
þegar hann er spurður um hvort
menn þar á bæ greini aukningu
á steranotkun. „Mest af þessum
sterum er smyglað en eru ekki út-
skrifaðir hjá læknum. Það teljum við
ekki vera stórt vandamál hér á landi.
En það er full ástæða til að fylgjast
vel með þeim málum. Lyfjagagna-
grunnurinn okkar er nú tiltölulega
nýkominn í gagnið og við höfum
verið að athuga önnur mál. Það væri
kannski full ástæða til þess að skoða
þessi mál betur en það hefur ekki
verið gengið í það.“
Kemur í bylgjum
Hjá fíkniefnadeild tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli fengust þær upp-
lýsingar að þeir greini ekki mikla
aukningu í haldlögðum sterum.
„Þetta kemur í bylgjum hér hjá okkur.
Við finnum einn og einn sem er að
taka eitthvað inn í einhverju magni
en það er ekkert reglulegt. Við
höfum ekki orðið varir við mikla
aukningu í innflutningi á þessum
efnum síðustu misserin.“ Lögreglu-
maðurinn sem Blaðið ræddi við
sagði ekkert endilega vera tengingu
á milli þeirra sem standa í sterainn-
flutningi og þeirra sem flytja inn
hefðbundin fíkniefni. „Þetta eru ekk-
ert alltaf sömu mennirnir sem eru
að standa í sterainnflutningi og eru
í venjulegum fíkniefnum." Lögreglu-
maðurinn bætti við að ef um aukn-
ingu í innflutningi væri að ræða þá
færi smyglið fram annars staðar en í
gegnum Keflavíkurflugvöll. ■
SNILLDARTAKTAR!
. „qnaholunduí ' 6"'°PU
í ánauð
Nýjasta bók Ians Rankin um
lögreglumanninn
John Rebus.
Enn einn snilldar-
krimminn frá
Ian Rankin!
Besta bók Rankins til þessa
og það segir þó nokkuð!
- Observer
SKRUDDA
Eyjarslóð 9-101 Reykjavík
s. 552 8866 - www.skrudda.is
VEÐURSPÁTÆKI
Oregon Scientific BAR-926
Þetta er ný útfærsla af BAR-938 en við það bætist UV skynjari
og litaskjár. Það getur einnig mælt hita og raka frá allt að 5
útiskynjurum
■ Þráðlaus útihitamælir með 30 mtr.
drægni og minni fyrir Hámarks og
lágmarkshita. Innb. innihitamælir.
■ Heimsklukka, getur sýnt tíma í 130
borgum.
■ Rafhlöður fýlgja, (endast í 9-12 mán)
■ Hægt er að fá auka-útiskynjara sem
mælir hitastigið í heita pottinum
o.fl o.fl
Verð kr: 19.900
K-'
/I'
Eico ehf - Skútuvogur 6 - sími 570-4700
eico@eico.is - www.eico.is
Ljósin í bænum
$uau«vi«i
Stigahlfð45 • 105 Reykjavfk