blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 28.11.2005, Blaðsíða 2
2 IINNLEWDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 bla6iö SUSHI OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Slys: Ekið á mann á Miklubraut Á aðfararnótt sunnudags var ekið á fótgangandi vegfaranda á Miklubraut austan Rauðar- árstígs. Tildrög slyssins eru ókunn en bíllinn var á vestur- leið eftir Miklubrautinni um hálf þrjú leytið, þegar hann ók á vegfarandann. Hann er mikið slasaður og var fluttur meðvit- undarlaus á bráðamóttöku og þaðan á gjörgæslu. Maðurinn er skilríkjalaus og þegar Blaðið fór í prentun hafði enn ekki tekist að bera kennsl á hann. Lögreglan hefur grennslast fyrir um manninn í nágrenni slysstaðarins, án árangurs. Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að hugsanlegt væri að maðurinn sé úflendingur. Þá ályktun draga menn af því að hann hafði á sér sígarettur sem ekki er vitað til að séu seldar hér á landi. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Bankarnir: Yfir 70 miUjónir í færslugjöld í desember Landsmenn greiða gríðarlegar upphœðir á ári hverju til bankanna í formi fœrslugjalda. Bankarnir munu taka um 72 millj- ónir króna í færslugjöld debetkorta bara í desembermánuði. I fyrra höl- uðu bankarnir inn um 500 milljónir í færslugjöld. Talsmaður neytenda telur eðlilegt að skoða hvaða liggur að baki þessum gjöldum. Stefnir í metár Samkvæmt upplýsingum Seðlabank- ans straujuðu íslenskir neytendur debetkortin sín fimmtíu milljón sinnum hér á landi á síðasta ári. Sé tekið mið af því að bankarnir rukka nú 12 til 13 krónur fyrir hverja ein- ustu færslu sem fer í gegnum posa má áætla að þeir hafi halað inn rúmum sex hundruð milljónum í færslugjöld á síðasta ári. Þó sumir bankar bjóði viðskiptavinum sínum upp á ákveðið magn af ókeypis færslum nemur heildarvelta þeirra á síðasta ári vegna færslugjalda þó ekki minna en fimm hundruð millj- ónum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs voru heildar debetkortafærslur alls 48 milljónir og sé tekið mið af því að meðal færslufjöldi í mánuði er 4,5 milljónir er Ijóst að það stefnir í metár. Rannóknarsetur verslunar- innar spáir því í nýlegri úttekt að BlaliS/Steinar Hugi (slendingar greiða háar upphæðir á hverju ári fyrir að nota peningana sína. jólaverslun verði um 11% meiri á þessu ári en í fyrra og því er hægt að álykta að færslufjöldi í desember- mánuði muni verða á bilinu 5,5 til 6 milljónir. Það þýðir í stuttu máli að bankarnir muni taka um 72 millj- ónir í færslugjöld í desembermánuði einum. Eðlilegt að skoða málið Hér er um verulegar upphæðir að ræða og erfitt að sjá hvað nákvæm- lega skýrir þessi háu færslugjöld. Að sögn Gísla Tryggvasonar, tals- manns neytenda, hafa honum borist nokkrar ábendingar frá fólki vegna færslugjalda en það mál hefur hins vegar ekki verið skoðað sérstaklega af hálfu embættisins. Fyrir liggur þó að embættið mun á næstunni m.a. gera úttekt á gjöldum í tengslum við greiðslu reikninga og bankavið- skipta. Að sögn Gísla er eðlilegt að færslugjöld vegna viðskipta með de- betkort verði skoðuð í leiðinni. „Ég er nýbúinn að ákveða hvaða verkefni verða í forgangi hjá mér fyrsta árið. Þar er liður sem tengist bankavið- skiptum og það er ekkert útilokað að debetkortafærslur verði skoðaðar í leiðinni,“ segir Gísli. Laugavegur: Samkeppni um nafn á nýju bílahúsi Á laugardaginn var hluti Laugaveg- arins, á milli Barónsstígs og Snorra- brautar, opnaður með pompi og praktþegar Alfreð Þorsteinsson, for- seti borgarstjórnar, klippti á borða og nokkrir fornbílar óku niður göt- una. Þó á eftir að ganga frá gang- stétt að sunnanverðu auk annars frágangs, en búist er við að því verki ljúki fyrir vikulok. Um leið og um- ferð var hleypt á götuna var nýtt bíla- hús á Stjörnubíósreitnum svokallaða tekið í notkun. Húsið rúmar 193 bíla og verða stæðin gjaldfrjáls, fyrst um sinn. Efnt hefur verið til samkeppni um nafn á bílahúsið og gefst borgar- búum kostur á að skila inn tillögum allt til 23. desember næstkomandi en hægt er að taka þátt á vef bílastæða- sjóðs. Bílahúsið er talið falla mjög vel að stefnumótun bílastæðamála í þró- unaráætlun miðborgarinnar, en þar er fjallað um íjölgun skammtíma- stæða í austurhluta borgarinnar. Á heimasíðu borgarinnar segir að tengsl við akandi umferð séu ágæt þegar miðað er við hina miklu um- ferð sem fer niður götuna á hverjum degi. Þar séu á ferð ökumenn sem eru að stórum hluta í bílastæðaleit. Verkinu lauk nokkrum vikum á eftir áætlun, en mikil áhersla var lögð á að ná að ljúka verkinu fyrir árlegan annatíma jólaverslunarinnar. BlaÖiÖ/SteinarHugi Þaö var mikið um dýrðir í Kringlunni í gær þegar Dorrit Moussaieff, forsetafrú, tendraði Ijósin á jólatrénu í verslunarmiðstöðinni. Við sama tækifæri hófst formleg jólapakkasöfnun undir trénu á vegum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar íslands. O Heiðskirt (5 Léttskýjað Skýjað A Alskýjað ✓ / Rigning, lítilsháttar //' Rigning 9 9 Súld :fc ^ Snjókoma s ' /// • * y,? .......... ..........---------------- Snjóél ^ Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublln Glasgow 04 11 01 11 02 0 04 02 03 05 13 02 11 17 0 04 0 0 01 14 04 03 40 o* -3°* ◄o • 40 2° ✓ / 3° ' ' Breytileg ' / 2°t x / , ' Breytileg ** 0° * Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 2°^ * -5° Breytileg Ámorgun ** '//Jfa / // 2°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.