blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 18
26 I HEILSA MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 UaðÍA Að koma sér í form eftir jólin Jólin og jólahátíðin er dásam- legur tími. Tími sem við notum til að leika okkur með börnunum, lesa góðar bækur, spila, borða góðan mat og já... fitna. Því miður. En eins og allt annað sem er dásamlegt hafa jólin líka sín eftirköst og þessi eftirköst eru oft mælanleg á mjöðmum og rassi. Fáðu þinn vöxt til baka! Þegar jólin og áramótin eru liðin og þú ferð úr sparifötunum í hversdags- fötin, en viti menn - þau eru orðin of þröng. Spikið vellur upp úr eins og það sé að flýja frá þér og í besta falli ertu orðin/nn eins og illa vafin rúllupylsa. Við þessar aðstæður er bara eitt til ráða - áætlun! Eftirfarandi áætlun byggir á þremur einföldum reglum sem virka ofsalega vel - ef farið er eftir þeim. Hins vegar virkar hún ekki ef ekki er farið eftir henni. Einfaldur sannleikur. 1. regla: 14 daga afturhald Ein af ástæðum þess að jólin eru skemmtileg er einmitt sú að við sleppum fram af okkur beislinu og borðum það sem okkur langar í. En það verður þó að viðurkennast að daglegt smákökunart, gosdrykkja- þamb, ísát, saltað kjöt, sósur, eftir- réttir, áfengi og fleira „fínerí“ tekur sinn toll af heilsunni. Sérstaklega þegar maður dembir þessu öllu í sig á örfáum dögum, en hleypir inn í smá- skömmtun hina daga ársins. Ónæm- iskerfið hefur ekki gott af þessu og þar af leiðandi eru kvef og frunsur ansi algeng fyrirbæri í janúar, svo ekki sé minnst á aukakílóin. CUiiznosSuB HHMM...GLODAÐUR Salat með heltu kjötl TQPP t 679 kr. Af þessum ástæðum er um að gera að gefa líkamanum það sem hann þarf og það sem hann þarf er fyrst og fremst næring sem styrkir hann og styður. Þá erum við að tala um að nærast á fæðu sem eflir ónæm- iskerfið og forðast fæðu sem veikir það og tekur toll af því. 1 14 daga mælum við með að þú forðist: Þórhanna Guðmundsdóttir Skr tfstofumaður hjá SiBS „Ég hef verið með exem og þurra húð á höndum,eftir að ég fór að taka inn Polarolje er húðin á mér eins og silki. Ég get því mælt með Polarolje" Niðurstöður kliniskra rannsókna sem prófessor Arnold Berstad við Haukeland háskó asjúkrahúsið f Noregi framkvæmdi sýna að olfan hefur áhrif á: . ónæmiskerfið - Gigt - auma og stífa liöi - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kólestról og blóðþrýsting Dreifing: 698-7999 og 699-7887 Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum Pclarolj Allt áfengi!: Jú, vissulega getur áfengi látið þér líða vel um stundar- sakir en það er, svona alveg umbúða- laust, hreinasta eitur. Forðastu það í öllum sínum myndum. Það drepur heldur engan að vera án áfengis í fjórtán daga. Allt hveiti og allt sem inniheldur glútein: Að forðast hveiti og hveiti- vörur er ein sú einfaldasta leið sem hægt er að fara til að fá vöxtinn sinn til baka. Forðastu allt sem inni- heldur bæði hvítt hveiti, heilhveiti og glútein, þar á meðal kökur, brauð, bakkelsi, kex, flestar sósur og allan unninn mat. Unnin matvæli: Þegar matvæli eru unnin svo að þau geymist betur eru þau oft nánast gagnslaus fyrir lík- amann, en stundum þarf hann að erfiða meira til að melta matinn og losa sig við hann heldur en til að fá næringu úr honum. Það er að segja: Áreynslan sem fer í að melta er meiri en næringin sem fæst úr fæðunni. Að auki er úrvinnsla á mat oft afar skaðleg þar sem í matinn eru sett alls konar litarefni og bragðefni sem eru unnin beint úr gerviefnum. Þannig að ef maturinn er í niður- suðudós, frystur, tilbúinn beint í ofn- inn eða inniheldur eitthvað efni sem þú getur ekki borið fram, þá skaltu sleppa því að borða hann. Einfalt mál! 2. regla: Drekktu einn líter af vatni fyrir hver 20 kíló sem þú vegur Ef þú þornar upp, þó ekki sé nema um eitt eða tvö prósent, þá bregst lík- aminn öðruvísi við flestu sem fyrir hann kemur. Hann heldur fastar í þá fitu sem kemur inn fyrir varirnar og sé hann ekki vel vökvaður þá er mun meiri áreynsla á ónæmiskerfið. Að halda sér vel vökvuðum hefur jákvæð áhrif á allan líkamann frá toppi til táar. Þú verður skýrari í hugsun og efnaskiptin hraðari. Þess vegna skaltu drekka líter fyrir hver tuttugu kíló sem þú vegur. Þannig að ef þú ert um 60 kíló þá skatu drekka rétt tæplega 3 lítra af hreinu kranavatni á dag. Þá er átt við vatn en ekki kaffi, kók, te eða djús heldur bara hreint vatn. Ef þér finnast klósettferðirnar verða of margar af vatnsdrykkjunni, bættu þá bara örlitlu sjávarsalti út í vatnið. Það ætti að hjálpa líkamanum að halda betur í vökvann. Ef þú finnur bragð af saltinu þá hefurðu sett of mikið. Hafðu engar efasemdir um það að nægileg neysla vatns er lykilatriði. Bæði heldur þú heilsunni betur og lítur betur út ef þú manst eftir þessu. Ef þú gleymir hins vegar að drekka vatnið þá máttu bóka að þú færð ALDREI vöxtinn til baka. 3. regla: Æfðu 5 daga vikunnar Flest fólk byrjar líkamsræktarátökin með því að hugsa: Brennsla, brennsla, brennsla. Það rýkur í ræktina og svo er farið á hvert brennslutækið á fætur öðru. Brettið, skíðatækið, hjólið o.s.frv.. Þetta er ekki vænlegt til árangurs. í fyrsta lagi mun þér fljótlega byrja að leiðast, í öðru lagi verður þú fyrr þreytt/ur og í þriðja lagi brjóta svona aðgerðir vanalega niður vöðva í stað þess að byggja þá upp. Það viljum við EKKI. í staðinn skaltu einbeita þér að því að byggja upp vöðva og styrkja líkamann. Það brennir fitu á mun árangursríkari hátt og er betra fyrir þig hvernig sem á það er litið. Eftirfarandi æfingar eru ákjósanlegar: 1. Annað hvort skaltu nota þína eigin líkamsþyngd eða laus lóð. Svokölluð handlóð. 2. Æfingarnar sem þú gerir ættu að fylgja 600 reglunni sem byggir á því að maður á að nota eins marga af 600 vöðvum líkamans og hægt er i einni æfingu. Þetta eru algengar æfingar eins og t.d. armbeygjur, magaæfingar, setu- æfingar, upptog, bekkpressur o.s.frv.. 3. Lyftu þungum lóðum. Þá er átt við að þú getir lyft í mesta lagi átta sinnum. 4. Ekki gera út af við þig. Geymdu alltaf örlitla auka orku þannig að þú getir alla vega lyft tvisvar sinnum í viðbót, eftir að þú heldur að þú sért alveg búin/nn. Tómstundahúsiö, Nethyl 2, sfmi 5870600, www.tomstundahusld.ls VORUM AÐ FÁ MJÖG MIKIÐ ÚRVAL AF MODELUM OG ANNARRI FÖNDURVÖRU Hafðu engar áhyggjur. Þú átt ekki eftir að breytast í Arnold eða Möggu massa, þvert á móti þá mun líkam- inn þinn styrkjast og stælast meira en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Reyndu að fylgja þess- ari áætlun í 28 daga og viti menn, þú munt sjá árangurinn um leið! Það er ekkert skemmtilegra en að sigrast á jólaspikinu með smávegis aga. Þú sérð ekki eftir því. Munið bara hin frægu orð Ladda: „Det er part av prúgrammet“ - og engar undantekningar!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.