blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 4
41 INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 biaAÍA 20-30% afsláttur af ðllum kuldaflíkum Hjá okkur er alltaf hægt að skipta vörunum! Verð, gæði og persónuleg þjónusta VINNUFATABUÐIN f Laugarvegi 76 • Sirni 551 5425 k RÚV: Á að leggja niður Rás 2? Blaöll/SleinarHugi Jólinfara brattafstað: Þorláksmessustemmning við Laugaveg Jólaverslunin hefur farið afar vel af stað, að sögn kaupmanna, sem Blaðið ræddi við í gær. Við Lauga- veginn töluðu kaupmenn um að ástandið hefði verið nánast eins og á Þorláksmessu, margt um manninn og mikið keypt. Milt og stillt veður var um helgina og hefur það vafa- laust haft sitt að segja. „Þetta hefur verið alveg frábært um helgina," sagði Elsa María Ól- afsdóttir, verslunarstjóri Máls & menningar við Laugaveg 18. „Það lá við að við þyrftum að hleypa inn í Amerísk jólatré netbudir.is Fallegustu tré í heimi Margar stæröir Margar gerðir hollum, en við komumst nú hjá því.“ Hún sagði að salan hefði verið mikil um helgina og ljóst að menn væru ekki bara að skoða. „Við höfum líka tekið eftir því að fólk er talsvert að kaupa handa sjálfu sér, því það hefur minna verið sett í gjafapappír en maður hefði búist við,“ segir Elsa María. Mikil stemning var í mann- mergðinni á Laugavegi og ýmsar uppákomur. Sjá mátti jólasveina læðupokast hér og þar, en margir verslunareigendur buðu upp á pipar- kökur, kakó eða aðrar velgjörðir. Þó mikið hafi verið um að vera á Laugaveginum virtist það ekki hafa nein áhrif á Kringluna og Smára- lind. Gífurleg umferð var á báðum stöðum og handagangur í öskjunni. Landsi úrvai af jólatrjám Breyting á orðalagi í nýja frumvarpinu um Ríkisútvarpið gefur möguleika til að leggja niður eina útvarpsrás ef frumvarpið fer í gegn. í nýju frumvarpi, sem lagt hefur verið fram á Alþingi þess efnis að Ríkisútvarpinu verði brey tt í hlutafé- lag, er opnað á möguleika þess efnis að leggja niður aðra hvora þeirra útvarpsrása sem nú eru sendar út, Rás í og Rás 2. Þessi orðalagsbreyt- ing, ef hún fer óbreytt í gegnum þingið, gerir Ríkisútvarpinu einnig kleift að fjölga útvarps- og sjónvarps- rásum frá því sem nú er. I núgild- andi lögum fyrir RÚV segir í fjórðu grein: „Ríkisútvarpið skal senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring.“ Með þessari grein er það því tryggt að RUV sendi út tvær útvarpsdag- skrár, en þó ekki fleiri. I nýja frum- varpinu hafa verið gerðar nokkrar orðalagsbreytingar á þessu atriði, en í öðrum kafla frumvarpsins, sem fjallar um hlutverk og skyldur RÚV, segir að hlutverk RÚV hf. sé útvarps- þjónusta í almannaþágu, bæði hljóð- varps og sjónvarps. Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér meðal ann- ars samkvæmt öðrum tölulið þriðju greinar: „Að senda út til alls lands- ins og næstu miða a.m.k. eina hljóð- varps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring.“ Það verður því ekki betur séð en að með þessari breytingu sé opnað fyrir möguleikann á því að fækka um eina, eða fjölga þeim út- varpsrásum sem RÚV heldur úti. BlaÓiÖ/lngó Frumvarpið er framfaraspor Páll Magnússon, útvarpsstjóri, seg- ist ekki sjá neina grundvallarbreyt- ingu af þessum völdum. „Ég sé ekki að þetta hafi neina praktíska þýðingu,“ segir Páll. „Vegna þess að ég veit ekki til þess að það liggi pólit- ískur vilji til þess að fækka eða fjölga útsendingarrásum.“ Páll segist vera mjög ánægður með nýja frumvarpið. „I öllum grundvallaratriðum held ég að þetta frumvarp sé mikið fram- faraspor fyrir þessa stofnun.“ Margt að skoða í frumvarpinu Mörður Árnason hefur ekki trú á því að með þessari breytingu sé að baki sú hugsun að fækka rásum um eina. „Mér hefur heyrst að það sé ekki túlkun ríkisstjórnarinnar, en það veit maður ekkert um. Þetta er eitt af því sem skoða þarf í þessu frumvarpi. Það er svo lítið fest niður hvað á að fara fram innan Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóra og stjórninni er gefið mikið svigrúm. Menntamálaráðherra fær einnig mikið svigrúm því þó það komi ekki fram i frumvarpinu þá ætlar hann að gera þjónustusamninga við RÚV og það veit enginn hvað er í þeim samningum. Þó ég hafi ástæðu til að vera fullur tortryggni gagnvart menntamálaráðherra og rikisstjórn- inni, þá finnst mér það almennt vera spurning um hvort það eigi að festa það í lög hve margar rásir RÚV er að nota. Ég legg því ekki sérstaklega mikið upp úr þessari breytingu. En það væri mjög furðulegt almanna- útvarp sem aðeins væri með eina útvarpsrás." Gjöfin sem vermir 4 PELSINN Kírkjuhvoli • simi 5520160 I i W I -ÐU GÓD '<AUP SwRjÓUN! Vilt selja eitthvað á uppbod.is? Endalausir möguleikar! Hafðu samband í síma 552 7977 eða á uppbod@uppbocl.is. uppbodis

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.