blaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2005 blaði6
Alþingi:
58 frumvörp lögð fram - 126 eftir
Ríkisstjórnin áformar að leggjafram 184 mál á yfirstandandi þingi. 31% þeirra eru komin
fram. Útlitfyrir stuttþing eftir áramót.
Á málaskrá ríkisstjórnarinnar, sem
lögð var fram þegar Halldór Ásgríms-
son, forsætisráðherra, hélt stefnu-
ræðu sína þann 4. október sl, eru
179 mál áætluð á yfirstandandi þingi.
Fimm mál bættust svo við listann,
svo alls eru málin 184. Þegar þing-
menn fóru í jólafrí á föstudaginn var
höfðu ráðuneytin lagt fram 58 þess-
ara mála. Eftir standa 126 mál sem
bíða þess að þingmenn snúi til baka
úr fríinu þann 18. janúar á næsta
ári. Fyrir liggur, að vegna sveitar-
stjórnakosninga sem haldnar verða
í vor, verður þinghald á vorþinginu
í styttra lagi en hefð er fyrir því að
þingmenn dragi sig í hlé áður en
kosningabaráttan í bæjunum hefst
fyrir alvöru. Össur Skarphéðinsson
segir í samtali við Blaðið að ríkis-
stjórnin hafi verið óvanalega slöpp
á þessu hausti. „Þingið verður stutt
eftir áramót. Auk þess eru mörg
mál sem kalla á mikla umræðu eins
og til dæmis frumvarp um Ríkisút-
varpið. Þannig held ég að þeir verði
í miklum vandræðum með að koma
þessum málum sínum í gegn fyrir
þinglok."
Mikill munur á ráðherrum
Össur segir að sumir ráðherranna
hafi verið ótrúlega svifaseinir við
að koma sínum málum inn á þing
á þessum tveimur mánuðum sem
liðnir eru af þinginu. Jón Kristjáns-
son, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, áformar að leggja fram 14
frumvörp til laga, en af þeim hafa að-
eins tvö verið lögð fram. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, menntamála-
ráðherra, áætlar að koma fram með
15 mál, en af þeim eru fjögur komin
fram. Umhverfisráðherra, Sigríður
Anna Þórðardóttir, hefur hins vegar
lagt fram sjö mál afþeim 17 sem mála-
skráin gerir ráð fyrir og Valgerður
Sverrisdóttir hefur verið enn dug-
legri og lagt fram níu mál. Hún ráð-
gerir reyndar að leggja fram heil 30
mál fyrir þingið, svo segja má að Sig-
ríður Anna hafi vinninginn ef litið
er til hve stór hluti mála er kominn
fram. Ef sá mælikvarði er notaður er
BlaÖið/SteinarHugi
það Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, sem hefur vinninginn. En
af þeim 13 málum sem hann hyggst
leggja fram hafa heil níu þegar litið
dagsins ljós. Hann mun því væntan-
lega hafa það nokkuð náðugt eftir jól.
Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Halldór
Ásgrímsson, hefur lagt fram þrjú af
þeim átta málum sem áformað er að
komi frá forsætisráðuneytinu.
Ágætis mælikvarði á dugnað
Aðspurður hvort þessar tölur segi
meira um dug ráðherranna eða skil-
virkni innan ráðuneytanna svarar
Össur: „Það er skipstjórinn sem
stýrir ráðuneytinu svo ég held að
það sé ágætis mælikvarði á dugnað
þeirra sjálfra hversu vel þeim
gengur við að koma málum sínum á
flot. Ef menn ætla að koma þetta 14-
15 málum inn á þingið, sem ætti nú
ekki að vera mikill vandi, finnst mér
það feykilega slappt að vera ekki bú-
inn með meira en raun ber vitni
fyrir jól. Það er ekki vel unnið.“
Hafnarfjörður:
íbúðarhús rísa
á olíutanka-
svæðinu
Á laugardaginn var fyrsta
skóflustungan tekin að nýrri
íbúðabyggð á Hvaleyrarholti í
Hafnaríirði, þar sem áður voru
gömlu olíutankarnir sem margir
muna eítir. Frá þessu er greint á
síðu Víkurfrétta. Gert er ráð fyrir
um 320 íbúðum í fimm til sex
hæða húsum og af þeim verða 120
fyrir eldri borgara. Einnig verður
byggt á svæðinu samkomuhús
fyrir eldri borgara. Það verður
mikil breyting til hins betra fyrir
íbúa í næsta nágrenni Hvaleyr-
arholtsins að sjá íbúðir rísa á
svæðinu í stað olítankanna sem
fóru fyrir brjóstið á mörgum.
Olíustöðin var tekin í notkun
árið 1953 og þótti á sínum tíma sú
fullkomnasta sinnar tegundar hér
á landi, en stöðin var sannarlega
komin til ára sinna þegar notkun
var hætt. Enn eru olíumálin
þó í umræðunni í bænum því
nýverið lýsti Lúðvík Geirsson
áhyggjum sínum á því mikla
magni eldsneytis sem á hverjum
degi er flutt í gegnum bæinn.
Mynd:ÓmarÓskarsson.
Forsætisráðherra fagnar hér hinum nýja stórmeistara fslendinga, Hinriki Danielsen, en
hann varð íslenskur rfkisborgari á föstudag. Á milli þeirra stendur Hrafn Jökulsson, for-
seti Hróksins, glaðbeittur eftir velheppnaða Grænlandsferð.
Grœnlandsleiðangur Hróksins:
Hróksmenn snúa
heim eftir velheppnaö
skáklandnám
Það var mikil stemning á Reykjavík-
urflugvelli á laugardag þegar Hall-
dór Ásgrímsson, forsætisráðherra,
tók á móti Hróksmönnum, sem þá
snéru úr miklum skákleiðangri
á Austur-Grænlandi, þar sem 500
grænlensk börn fengu tafl að gjöf
og tilsögn í skáklistinni. Leiðang-
urinn var samstarfsverkefni Hróks-
ins og Barnaheilla, Rauða krossins
og Kalak, vinafélags íslands og
Grænlands.
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins,
notaði tækifærið og þakkaði Hall-
dóri kærlega fyrir dyggan stuðning
hans við skáklandnám Hróksins og
aukin samskipti Grænlands og ís-
lands. Um leið tók Halldór við gjöf
frá börnunum á Grænlandi sem þeir
Vittus Maaru Mikaelsen, bæjarstjóri
í Tasiilaq, og Stefán Þór Herbertsson
afhentu.
Forsætisráðherra fagnaði einum
leiðangursmanna Hróksins sérstak-
lega, en það var hinn nýi stórmeist-
ari Islendinga, Hinrik Danielsen,
en Alþingi íslendinga samþykkti
samhljóða á föstudag að skólastjóri
Hróksins yrði íslenskur ríkisborgari.
Vel fór á með Halldóri og Hinriki og
kvaðst síðarnefndi leggja hart að sér
við íslenskunám.
Kínverskir heilbrigðis-
starfsmenn í heimsókn
Tveir kínverskir heilbrigðisstarfs-
menn Xie, sem er hjúkrunarfræð-
ingur og stalla hennar Hong, sem
er læknir, dvöldu um vikutíma á
virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka.
Þær eru hér á landi í boði heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins og
munu dvelja hér um níu mánaða
skeið til þess að kynna sér íslenska
heilbrigðiskerfið á vegum landlækn-
isembættisins. Frá þessu er greint
á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar.
Hjúkrunarfræðingnum Xie líkaði
vistin að Kárahnjúkum svo vel að
hún ákvað að dvelja þar lengur en
upphaflega var áætíað.
Grýla og Leppalúði mætt til byggða
Þáer runninn uppsá tími þegar jólasveinarnir fara að hópast til byggða einnaf öðrum. Foreldrar þeirra, Grýla og Leppalúði, mættu
ásamt gæludýrinu sínu, Jólakettinum, í Þjóðminjasafnið í gær, en í dag er komið að fyrsta jólasveininum, honum Stekkjastaur. Þeir
bræður munu svo mæta einn af öðrum í Þjóðminjasafnið og skemmta krökkum eða hrekkja eftir atvikum. Það er Kertasníkir sem rekur
lestina, en hann verður á safninu á sjálfan aðfangadag. Þessir herramenn eru víst ekkert skyldir hinum rauðklædda Santa Claus, sem
kominn er af Nikulási biskupi, heldur eru þeir af kyni trölla eins og sjá má á foreldrunum.
(3 Heiöskirt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjaö
Rigning, lítilsháttar / // Rigning 9 9 Súld Snjókoma
^ Slydda ^ Snjóél ^
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
NewYork
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
07
11
07
-12
03
06
-03
06
07
08
12
-05
-01
06
04
06
03
08
0
14
07
05
✓ ✓ / /
/ / / / no / / / '
"7° # / ' Cf5° er
'// ’ 1°
t/l° €f
/ /
/// / /
7<> / // V" / '3° / x Á morgun ✓ / ✓ /
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands