blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 bla6Í6 Leikskólamál í Kópavogi: Laun verði samkeppnishæf Talsmaður foreldra leikskólabarna í Kópavogi er ánœgður með þau svör sem bœjarfulltrúar meirihlutans gáfu á fundi í gœr. Þar var sagt að markmiðið vœri að gera laun á leikskólum í bœnum samkeppnishœf við laun í Reykjavík. Bæjarfulltrúar meirihlutans í Kópa- vogi hafa nú fundað í sitt hvoru lagi með öllum aðilum leikskólamálsins i Kópavogi. Fundunum var ætlað að kynna þær leiðir sem meirihlutinn vill fara til þess að tryggja áfram- haldandi þjónustustig leikskólanna til frambúðar. „Við fengum ákveðin loforð. Á næstu dögum þurfum við svo að sjá efndir þessara loforða. Þessar fyrirætlanir meirihlutans verða væntanlega kynntar á launa- ráðstefnu sveitarfélaganna," segir Þorvaldur Daníelsson, talsmaður foreldra leikskólabarna í Kópavogi, og segist ánægður með þá stefnu sem málið er að taka. „Við skulum orða það þannig að frá okkar bæjar- dyrum séð lítur málið þannig út að það er komið í miklu mun betri far- veg en það var í áður. Það gæti jafn- vel farið svo að þetta sé á leiðinni í nokkuð góða átt. Við erum ekki komin þangað, en málið gæti fengið farsælan endi.“ Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna segist ánægður með fundina sem haldnir hafi verið. „ Við upplýstum um að í gang muni fara sem miðar að því að hækka laun þeirra lægst Björk: Sérvitur stjarna Mynd/Gúndi Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var á dögunum kosin sérvitrasta stjarnan í heimi í skoðanakönnun sem BBC stóð fyrir. Verðlaunin hreppti hún m.a. vegna hins fræga svanakjóls sem hún klæddist á Ósk- arsverðlaunahátíðinni árið 2001. Þá þykir söngkonan einnig vera frum- leg í framkomu. I öðru sæti lenti box- arinn Chris Eubanks og í því þriðja fyrrverandi markmaðurinn David Icke en hann gerði m.a. garðinn frægan með Coventry City og Here- ford United. Icke hefur m.a. lýst því yfir að hann sé sonur Guðs og að heiminum sé stjórnað af risastórum eðlum. 1 fjórða sæti lenti leikarinn Tom Baker og Ozzy Osbourne í því fimmta. launuðu í bænum. Við vonumst til að sú vinna leiði til þess að ró skapist um þessi mál. Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út.” Tekið óratíma Þorvaldur segist hafa fengið þær upp- lýsingar frá bæjarfulltrúum meiri- hlutans í Kópavogi að stefnan væri sú að „bærinn verði vel samkeppn- isfær í launum miðað við sveitarfé- lögin í kring, að minnsta kosti fyrir sambærileg störf,“ segir Þorvaldur. „Ef að menn ná að standa við það má gera ráð fyrir því að þeir sem sagt hafa upp störfum dragi flestir umsóknir sínar til baka. Þá verðum við í mun betri málum en við vorum fyrir viku síðan. Þetta hljómaði strax betur en á horfði áður en haldið var til fundarins.“ Þorvaldur vill þó árétta að sá tími sem bæjaryfirvöld hafi takið sér í málinu, hafi verið allt of langur. „Það hefur auðvitað tekið óratíma fyrir þetta fólk að koma fram með það augljósa í málinu. Það er að segja, við erum búin að bíða eftir lausnum á þessum málum í óratíma. Mörgum þykir ansi seint í rassinn gripið og skilja kannski ekki almennilega tímasetninguna á þessu. En við fögnum auðvitað því sem virðist vera komið af stað, við getum ekki annað í bili.“ Landlœknisembœttið: Flensan að koma Inflúensan hefur stungið sér niður í nágrannalöndum og gert er ráð fyrir því að hún komi hingað til lands eftir tvær til þrjár vikur. Vonir standa til þess að hér sé á ferðinni veikara afbrigði en það sem gekk yfir iandið í byrjun síðasta árs. Búið að nota 55 þúsund skammta af bóluefni Að sögn Haraldar Briem, sóttvarna- læknis hjá Landlæknisembættinu, hafa þegar komið upp nokkur inflúensutilvik í Svíþjóð og er gert ráð fyrir því að hún nái hingað eftir nokkrar vikur. „Við höfum haft auga með þessu. Þetta er að stinga sér aðeins niður hjá nágrannaþjóðum en hefur ekki breyst í það sem við köllum faraldur. Þetta eru aðallega stök tilfelli. En hún er að láta kræla á sér og reynslan sýnir að þegar maður byrjar að verða var við þetta þá tekur þetta tvær til þrjár vikur þangað til Veislu og fundarbakkar Fólki er óhætt að heimsækja þá staði þar sem fuglaflensu hefur orðið vart. hún skellur á hér.“ Bólusetningar gegn inflúensunni’fóru fram síðast- liðið haust og voru þá notaður um 55 þúsund skammtar. Að sögn Haralds vonast menn til þess að inflúensan í ár verði ekki eins skæð og hún var í fyrra en erfitt sé að draga ályktanir á þessum tímapunkti. Fuglaflensan í gær gaf Landlæknisembættið svo út leiðbeiningar fyrir ferðamenn á leið til þeirra landa þar sem fugla- flensutilfelli hafa komið upp. í til- mælunum kemur fram að ekki sé talin ástæða til að bólusetja sig sér- staklega en fólk þó hvatt til að gæta varúðar. Að sögn Haralds er ekki verið að mæla gegn því að fólk heim- sæki tiltekna staði þar sem ekki sé mikil hætta talin á smiti. „Við erum ekki að mæla gegn því að fólk fari til Tyrklands í sumarleyfi eða í ferðir yfirleitt til þessara staða. Menn þurfa bara að forðast að vera ekki að fara á kjúklingabú og ganga á fuglamarkaði.“ FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF Einstaklings-, hjóna og fjölskylduráðgjöf. Sérstök meðferð fyrir fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi á bamsaldri Gréta Jónsdóttir Tímapantanir í síma 896 9568 Fjölskylduráðgjafi ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ REYKIR Skordýraeitur, etanól, tjara, blásýra, ammoníak, arsenik, aceton, kvikasilfur, brennisteinsvetni, kveikjarabensín, blý, eldflaugaeldsneyti, kolsýringur o.fl. LÝÐH E I LSUSTÖÐ - lifið heil

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.