blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 18
22 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 blaöið SS-bikar kvenna í handbolta: Grótta komst áfram eftir framlengingu Dragi Pavlov og Kolfinna Matthíasdóttir, formaður kvenna- ráðs knattspyrnudeildar FH við undirritun samningsins. Pavlov skrifaði undirhjáFH Um helgina skrifuðu knatt- spyrnudeild FH og Dragi Pav- lov undir samning um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins í knattspyrnu kvenna sem og 2. flokk kvenna. Pavlov tekur við af Aðalsteini Örnólfs- syni sem lét af störfum undir lok síðasta árs. FH-ingar ætla sér stóra hluti á næstu árum í knattspyrnu kvenna en meistaraflokkur karla hjá félaginu hefur orðið ís- landsmeistari síðasthðin tvö ár. Eins og segir í fréttatilkynn- ingu FH-inga er markmiðið með ráðningu Pavlovs „að byggja upp sterkan meistara- flokk hjá félaginu með mark- vissu starfi og verður leitað allra ráða til þess að styrkja liðið sem mest fyrir komandi keppnistímabil. Takmarkið i byrjun er að halda sæti í efstu deild með stefnuna á miðja deild og næsta skref er svo að koma liðinu í hóp þeirra bestu”, segir í fréttatilkynningunni. FH-ingar hafa þegar hafið leit að nýjum leikmönnum en átta ungir og efnilegir leikmenn FH skrifuðu í gær undir svokall- aða KSÍ-samninga við félagið. Um helgina mættust Grótta og Vík- ingur(b) í SS-bikarkeppni HSÍ. Þetta var leikur í 8-liða úrslitum SS-bikar- keppni HSÍ í 4. flokki kvenna í hand- knattleik. Leikið var á Seltjarnar- nesi og það má með sanni segja að um alvöru bikarleik hafi verið að ræða. Gróttustelpur höfðu frumkvæðið framan af fyrri hálfleik og voru einu marki yfir þegar flautað var til hálf- leiks. Staðan var 8-7. Víkingsstúlkur komu mjög ákveðnar til seinni hálf- leiks og komust yfir 9-11 en þá kom góður kafli hjá Gróttu og þær skor- uðu næstu fimm mörkin og breyttu stöðunni í 14-11, sér í vil. Lokamín- útur venjulegs leiktíma voru æsi- spennandi og Grótta leiddi 14-13 og Víkingur átti síðustu sókn leiksins. Þegar leiktíminn var útrunninn var aðeins eftir aukakast sem Víkings- stúlkur áttu og þær náðu að jafna metin, 14-14. Því varð að framlengja og eftir fyrri hálfleikinn í henni var staðan enn jöfn. I seinni hálfleik framlengingar náðu Gróttustúlkur að síga fram úr og sigra í leiknum með tveggja marka mun, 18-16. Alvöru bikarleikur þarna á ferð. Markahæstu leikmenn Gróttu voru sem hér segir: Þórdís Valdimarsdóttir, 5 mörk, Berglind Gunnarsdóttir, 3 mörk, Dagmar Magnadóttir, 3 mörk, Vigdís Pálsdóttir, 3 mörk. Markahæstar í liði liði Víkings (b) voru sem hér segir: Kristrún Gústafsdóttir, 7 mörk, Þorgerður Atladóttir, 4 mörk, Guðrún Árnadóttir, 2 mörk, Fríða Jónsdóttir 2 mörk. Grótta var fyrsta liðið til að kom- ast í undanúrslit en úrslitaleikur- inn fer fram í Laugardalshöll 26. febrúar. Úr leik Gróttu og Vfkings(b) í 4. flokki kvenna í bikarnum um helgina. Dregið í enska bikarnum: Bikarmeistarar Arsenal fá Bolton Úr leik Burton Albion og Manchester United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. 1 gær var dregið i fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, FA-CUP, og það má segja að bikarmeistarar Arsenal hafi verið allt annað en heppnir. Þeir drógust gegn Bolton og fer leikurinn fram á heimavelli Bolton, Reebok-leikvanginum. Man- chester United, sem gerði marka- laust jafntefli við utandeildarlið Burton Albion, mætir Wolves á úti- velli þ.e.a.s. ef United slær út Burton Albion en liðin mætast 18. janúar á Old Trafford og má alveg fastlega reikna með sigri Manchester United. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea fá útileik gegn annað hvort Everton eða Millwall. Jóhannes Karl Guðjónsson og hans félagar í Leicester sem unnu Tottenham svo eftirminniJega á sunnudagskvöld, 3-2, fá heimaleik gegn Southampton og verða mögu- leikar Leicester á að komast áfram að teljast nokkuð góðir. Núna eru 32 lið eftir í keppninni en úrslitaleikur- inn fer fram undir lok maí á hinum nýja Wembley-leikvangi. Liðin sem drógust saman í 32-liða úrslitunum eru þessi: Stoke City eða Tamworth - Barnsley eða Walsall, Cheltenham eða Chester - Newcastle, Coventry - Nuneaton eða Middlesbrough, W.B.A. eða Reading - Torquay eða Birmingham, Portsmouth - Liverpool, Leicester - Southampton, Bolton - Arsenal, Manchester City - Leeds eða Wigan, West Ham - Blackburn, Wolves - Burton Albion eða Manc- hester United, Aston Villa - Port Vale, Millwall eða Everton - Chelsea, Brentford - Sunderland, Preston - Crystal Palace, Colchester - Derby, Charlton - Leyton Orient. Leikirnir fara fram helgina 28. og 29. janúar næstkomandi. Liö 8. flokks Fjölnis í körf uknattleik og þjálfari liösins, Benedikt Guðmundsson. Körfubolti yngriflokka: Reykjavíkurmótið í 8. flokki Það var mikið um að vera í Rima- skóla í Grafarvogi um helgina þar sem piltar í 8. flokki voru að leika í Reykjavíkurmótinu. Þetta eru piltar fæddir 1992, sem þýðir að þeir eru 13 ára gamlir. Fjögur lið tóku þátt að þessu sinni: Fjölnir, KR, ÍR og Valur. Það voru Fjölnismenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hreinan úrslitaleik við Val í loka- leik mótsins. Fjölnismenn unnu alla þrjá leiki sína frekar sann- færandi og er þetta þriðja árið í röð sem þeir verða Reykjavíkur- meistarar. Þá eru þeir einnig núverandi íslandsmeistarar og hafa ekki tapað leik í vetur. Þessi flokkur hjá Fjölni hefur sett stefn- una á óopinbert Norðurlanda- mót félagsliða (Scania Cup) um páskana og verður fróðlegt að sjá hvernig þessir efnilegu strákar standa sig gegn þeim bestu á Norðurlöndum. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: Lau. 7.jan.2006 Fjölnir - [R 73-28 Lau. 7.jan.2006 Valur-lR 51-36 Lau. 7.jan.2006 Fjölnir - KR 70-24 Sun. 8.jan.2006Valur-KR 48-45 Sun. 8.jan.2006 KR - [R 36-27 Sun. 8.jan.2006Fjölnir-Valur 69-22 Lokastaðan Nr. Félag Leik U T Stig Nett Stig 1. Fjölnir 3 3 0 212:74138 9 2. Valur 3 2 1 121:150 -29 7 3. KR 3 1 2 105:145 -40 3 4. ÍR 3 0 3 91:160 -69 1 U-16 kvenna valið í körfubolta Ingvi Gunnlaugsson, þjálfari landsliðs kvenna skipað leikmönnum 16 ára og yngri, valdi um helgina 20 stúlkur í leikmannahóp til undirbúnings fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Sví- þjóð í maí næstkomandi. Hópurinn er skipaður eftir- töldum leikmönnum: Hildur Pálsdóttir, Keflavík, María Skagförð, Keflavík, Telma DísOlafsdóttir, Keflavík, Kristín Rut Jóhannsdóttir, Keflavík, Salbjörg Sœvarsdóttir, Kormákur, Lóa Dís Másdóttir, Kormákur, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Grindavík, Jenny Ósk Oskarsdóttir, Grindavík, Alma Rut Garðarsdóttir, Grindavík, Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík, Aldís Pálsdóttir, Haukar, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Haukar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar, Klara Guðmunds- dóttir, Haukar, Guðrún Emilsdóttir, Haukar, Helena Hólm, Haukar, Gunnhildur Gunn- arsdóttir, Snœfell, María Björnsdóttir, Snœfell, Ingvi Gunnlaugsson Guðný Gígja Skjaldardóttir, Hörður, Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar /Selfoss. Eins og sést á þessari upptalningu koma langflestar stúlkurnar frá Haukum í Hafnarfirði eða sex talsins, fjórar koma frá Grindavík og fjórar fr á Keflavík. Athygli vekur að tvær stúlkn- anna koma frá liði Kormáks og er það vel. Paris Dakar Mótorhjólakappi lét lífið Enn eitt dauðsfallið varð í gær í Paris Dakar rallkeppninni þegar ástr- alski mótorhjólakappinn Andy Cal- decott lét lífið. Þar með varð hann tuttugasti og þriðji keppandinn frá upphafi sem lætur lífið í þessari erf- iðu keppni. Paris Dakar rallið er nú haldið í 28. skipti og Andy Caldecott var 41 árs gamall og hafði gengið mjög vel í sfðustu tveimur aksturs- leiðum keppninnar. Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.