blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 bla6Í6 Arar illa í bandarískum bílaiðnaði Horfur eru ekki góðar í bandarískum bílaiðnaði og útlit fyrir frek- ari uppsagnir starfsfólks og lokanir á verksmiðjum. Japanskir bíla- framleiðendur hafa á hinn bóginn aukið markaðshlutdeild sína á bandaríska bílamarkaðinum. Þrátt fyrir aö horfur í bandarískum bílaiðnaði séu ekki góðar hafa margir áhugaverðir bíl- ar verið kynntir á stóru bilasýningunni í Detroit. Þar á meðal er þessi hugmyndabíll frá Chrysler-verksmiðjunum sem ereins konar nútímaútfærsla af Dodge Challenger bílum sem voru vinsælir snemma á áttunda áratugnum. Ahmed Kazemi, foringi úrvals- sveita íranska hersins, fórst í flugslysi í gær. Enn eittflugslysið í íran: Foringi Byltingarvarð- liðsins ferst Að minnsta kosti 13 manns fórust þegar lítil herflugvél hrapaði í norð- vesturhluta Irans í gær. Alls voru 15 manns í vélinni og var tveggja enn saknað í gær. Meðal þeirra sem fórust var Ahmed Kazemi, foringi Byltingarvarðliðsins, úrvalssveitar íranska hersins. Flugvélin, sem til- heyrir Byltingarvarðliðinu, var að reyna að nauðlenda í Oroumieh, tæpa 900 km norðvestur af höfuð- borginni Teheran þegar slysið átti sér stað að sögn íranskrar sjónvarpsstöðvar. Flugvélin var af gerðinni Falcon en hún er í uppáhaldi hjá hátt- settum herforingjum í Iran. Mann- skæð flugslys eru tíð í íran og hafa stjórnvöld kennt viðskiptabanni Bandaríkjamanna um ástandið en vegna þess geta íranar ekki keypt varahluti í gamlar flugvélar sem smíðaðar voru f Bandaríkj- unum. Síðast í desember fórust 115 manns þegar herflutningavél flaug á tíu hæða íbúðablokk í grennd við flugvöll í Teheran. Bandarískir bílaframleiðendur báru sig vel á bílasýningunni í Detroit þrátt fyrir slæmar horfur í grein- inni og mótmæli starfsfólks. Fjölda- uppsagnir og lokanir verksmiðja eru fyrirhugaðar hjá Ford-verksmiðj- unum og þá hefur General Motors (GM) einnig átt við rekstrar- og fjár- hagserfiðleika að stríða. Rick Wagoner, stjórnarformaður GM, sagðist vonast til þess að fyrir- tækið færi að skila hagnaði á ný eins fljótt og auðið er og Bill Ford, stjórn- arformaður Ford, sagðist vonast til þess að fyrirtækið næði að bæta markaðshlutdeild sína á árinu. Orð stjórnarformannanna voru þó lítil hughreysting fyrir hundruð starfs- manna í bílaiðnaðinum sem komu saman fyrir utan sýningarstaðinn til að minna stjórnendur fyrirtækj- anna á hvaða afleiðingar áform þeirra um endurskipulagningu geta haft. Japanir sækja í sig veðrið Japanskir bílaframleiðendur eru bjartsýnni en þeir bandarísku og spáir Toyota t.d. að sala á bílum fyrir- tækisins í Bandaríkjunum verði meiri í ár en í fyrra en þá seldust 2,3 milljónir Toyota-bíla. Bílaframleið- andinn Honda, sem hlaut eftirsótt verðlaun bæði í flokki einkabíla og vörubíla á sýningunni, spáir einnig söluaukningu um ein 3,4% í Banda- ríkjunum á árinu. Samkvæmt tölum yfir bílasölu í Bandaríkjunum á síðasta ári eru japanskir bílaframleiðendur með um 36,5% markaðshlutdeild á banda- ríska markaðnum. Ein ástæða góðs árangurs þeirra er minnkandi eftir- spurn eftir eyðslufrekum og stórum bílum sem bandarísku framleiðend- urnir hafa lagt mikið upp úr. Ashdown styður Campbell Lord Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata á Bretlandi, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Sir Menzies Campbell sem arftaka Charles Kennedy. Kennedy sagði af sér sem formaður flokksins eftir að hafa viðurkennt að hann ætti við áfengisvanda að striða. Áður höfðu 25 þingmenn flokksins lýst því yfir að þeir myndu ekki starfa frekar með honum. Campbell hefur gegnt embætti varaformanns auk þess að vera tals- maður flokksins í utanríkismálum. Enn sem komið er hefur enginn annar lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram til embættisins. Mark Oaten, talsmaður flokksins í innanríkis- málum, mun lýsa því yfir í dag hvort hann hyggist bjóða sig fram. Simon Hughes, forseti flokksins, hyggst kynna sína ákvörðun innan viku. Leiksýning í vændishúsi Þýskt leikhús hefur í hyggju að setja upp leiksýningu í vændishúsi í Berlín í því skyni að beina athygli að því sem „á sér í raun og veru stað í heimi vændis“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Að loknum tveimur sýningum á leikritinu, sem nefnist „Gleðiþjónusta", munu tvær hórumömmur ræða starf þeirra sem vinna við vændi samkvæmt tilkynningu frá hinu rótgróna Hebbel-leikhúsi sem setur sýning- una upp. Meðal annars er íjallað um mál á borð við vinnuaðstæður og frjálslyndi í kynferðismálum í leikritinu. Sýningar á leikritinu hefjast 14. janúar og verður haldið áfram til 26. febrúar. Þær eru bann- aðar fólki sem er yngra en 18 ára. UTSÖLUNNI LYKUR 21. JAN. UTSOLUNNI LYKUR 21. JAN. tilboð 10-60% 10% af sófar afsláttur öðrum 15-50% vörum Útsala K2 habitat Þar sem hönnun, litir og efnisval mynda heild Virka daga 10-18. Laugardaga 11-16. Lokað á sunnudögum. Askalind 1 • Kópavogur • 568 9700 • www.habitat.net • habitat@simnet.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.