blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 ! blaöiö blaöið^— Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is ■ b w m h m w j* Útrásin: Nýir Islendingar naðu EaSyJettekurtii 300.000 manna markinu IngumFL&oup FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Hcestiréttur: Baugsmálið ekki fellt niður Hæstiréttur staðfesti í gær þann úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur, að þeir átta ákæruliðir, sem enn eru fyrir Héraðsdómi, skyldu ekki látnir niður falla eins og verjendur Baugsmanna höfðu krafist. Hæstiréttur féllst ekki á að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, hefði skort umboð til að fara með ákæruvald í málinu. Úrskurðurinn er Baugsmönnum nokkurt áfall því verjendur þeirra höfðu lagt mikið kapp á að fá málið fellt niður á þessum forsendum. Reistu þeir kröfu sína á því að um útivist ákæruvaldsins hefði í raun verið að ræða, líkt og enginn hefði mætt fyrir hönd hins opinbera, þar sem settur ríkissaksóknari hefði ekki haft ákæruvald í þeim ákæru- liðum, sem fjallað skyldi um. Að auki hefði Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, verið vanhæfur til að setja sérstakan saksóknara yfir málið vegna óvinveittra ummæla um suma sakborninga og fyrirtæki í þeirra eigu og eins gæti ríkissak- sóknari ekki farið með málið eftir að ríkislögreglustjóri hafði gefið út ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á neitt af þessu og staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms. ■ Þarftu góða andoxun og orku t Zhena's Gypsy Tea Gæti komið sterkt inn. Prófaðu Grand Green, y . / græna teið með egypska myntulaufinu. Sölustaðir Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí, Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Gjafir Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind, Kaffi Berg, La Vida, Maður Lifandi, Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill, Kaffi Rós á Akureyri. Englatár - Listhúsinu - 551 8686 íbúar á íslandi eru orðnir 300.000. Mikinn hluta þeirrarfólksfjölg- unar má rekja til innflutnings erlends vinnuafls í tengslum við stór- iðjuframkvœmdir á Austurlandi. Hagstofan hefur tilnefnt dreng semfœddist ígœr 300 þúsundasta íbúann. í frétt frá Hagstofunni síðastlið- inn desember kemur fram að und- anfarin tvö ár hafi íbúum hvergi fjölgað meira en á Austurlandi. Þar fjölgaði íbúum hlutfallslega mest á landinu. Hins vegar fækkaði íbúum á Austurlandi með íslenskt ríkisfang á tímabilinu frá 1. desember 2004 til 1. desember í fyrra. „Sú mikla fólksfjölgun sem átti sér stað verður því einungis rakin til aðstreymis út- lendinga,“ segir í frétt Hagstofunnar. Það er því ekki síst þetta mikla innstreymi erlends vinnuafls sem hingað kemur til starfa í stuttan tíma og einnig aukning nýrra Islend- inga, fólks sem hingað flyst til þess að setjast hér að, sem veldur því að íbúar landsins hafa náð þessari tölu. Það er til að mynda ekki útilokað að 300 þúsundasti íbúi landsins hafi verið á meðal þeirra 900 farþega sem komu til landsins um Egilsstaðaflug- völl um helgina en fimm flugvélar lentu á vellinum með verkamenn frá ýmsum löndum á leið til vinnu við virkjanaframkvæmdirnar. Það var drengur Hagstofan hefur haldið úti sérstakri mannfjöldaklukku þegar fyrir lá að íbúar landsins yrðu 300 þúsund. Sú talning byggðist á stöðu íbúaskrár frá degi til dags og raunverulegum og áætluðum fjölda fæðinga, and- láta og skráninga á fólki sem fluttist til landsins og frá því. Mannfjölda- klukkan sló 300.000 um klukkan sjö í gærmorgun. Þá þótti við hæfi að það barn sem fæddist hér á landi sem næst þeim tíma er klukkan sló, yrði útnefnt 300 hundruð þús- undasti íbúi landsins. Það barn er drengur, fæddur á Landspítalanum BlaÖiÖ/lngó og eru foreldrar hans þau Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. í dag á drengurinn von á Halldóri Ás- grímssyni, forsætisráðherra, í heim- sókn ásamt hagstofustjóra. ■ Lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hefur ákveðið að taka til varna gegn hugsanlegri yfirtöku FL Group, sem hvíslað hefur verið um að undan- förnu að kynni að vera í bígerð. Til þess að styrkja stöðu sína hefur flugfélagið fengið bandaríska fjár- festingabankann Goldman Sachs á mála hjá sér. FL Group er næststærsti eigandi Easyjet á eftir Stelios Haji-Ioannou, stofnanda þess. FL Group hefur verið að auka hlut sinn jafnt og þétt undanfarið ár og er nú aðeins sjón- armun á eftir stofnandanum hvað eignarhlut áhrærir, það á 16,2% en hann 16,5%. ítök stofnandans eru þó meiri en þessar tölur segja til um, því fjölskylda hans ræður einnig yfir talsverðum hlut í félaginu. Þeir kunna þó að vera lausari en eignar- hlutur Stelios Haji-Iohannou, en hann hefur til þessa þvertekið fyrir að hlutur sinn sé til sölu og á raunar „easy“-vörumerkið persónulega, sem hann leigir flugfélaginu. Stjórnendur og eigendur FL Group hafa sem minnst viljað segja um áform sín með bréfin í Easyjet, en vera Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, í stjórn félagsins þykir breskum kauphallarsérfræðingum örugg vísbending um að yfirtöku- tilraunar kunni að vera að vænta. Kaup FL Groi p á Sterling í október þykja styrkja' ;runsemdir í þá veru. Breskir fjöímiðlar fjalla talsvert um þessar væringar og benda á að FL Group hafi nýverið tryggt sér gnægð fjár með hlutafjáraukningu og stjórnin hafi heimild til frekari aukningar að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Telja þeir einsýnt að FL Group hyggi á víking á Bretlandi að hætti Baugs. ■ Actavis: Stærsta lán íslandssögunnar Lyfjafyrirtækið Actavis hefur gengið frá láni að upphæð 77 millj- örðum króna samkvæmt frétta- skeyti frá fyrirtækinu. Um er að ræða stærsta lán sem veitt hefur verið til íslensks fyrirtækis. 25 bankar 1 heild standa tuttugu og fimm erlendir bankar á bak við lánið en bankarnir UBS Limited, ABN Amro, Bank of America, BNP, Par- ibas, HSBC og WestLB leiddu lántök- una. Lánið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða lán til fimm ára að hagur i heilsu upphæð 970 milljóna dala og hins vegar 300 milljón dalir I veltulán. Þá hafa Islandsbanki og Landsbank- inn tryggt félaginu 425 milljónir dala með kaupum á forgangsréttar- hlutabréfum. Lánið mun verða notað til þess að fjármagna kaup Actavis á samheitalyfjastarfsemi Alpharma Inc. og til endurfjármögn- unar á eldra sambankaláni frá því í fyrra. Þá mun hluti af veltuláninu verða notað til að styðja við fram- tíðarvöxt félagsins. Sýnir traust Að sögn Róberts Wessman, for- stjóra Actavis, sýnir þessi lántaka getu félagsins til þess að fjármagna sig og einnig það traust sem félagið nýtur á alþjóðlegum markaði. Þá segir Róbert að næstu mánuðir munu fara í það að samþætta rekstur fyrirtækisins en einnig sé verið að skoða nýja markaði. „Við munum eyða töluverðum tíma á þessu ári í það að samþætta rekst- urinn. Á síðasta ári fjárfestum við upp á tæpan 1,5 milljarð Banda- rikjadala þegar við keyptum átta félög. Tíminn á næstu mánuðum mun fara að mestu leyti í það. En svo höfum við talað um að styrkja okkur frekar á Indlandi og skoða ákveðna markaði í Evrópu eins og á ítalíu, Spáni og í Frakklandi." ■ UTSflLfl ÚTSHLfl úTsnifl ÚTSflLfl úTSflin Opnunartími 11-18 virkadaga 11-14 lau www.ynja.is Hamraborg7 Kópavogi Sími 544 4088 O Heiöskirt O Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ í Rigning, lltilsháttar /Z' Rlgnlng 9 9 Súld 4; 'I' Snjðkoma Slydda ^~j Snjóél \jj Skúr Amsterdam 04 Barcelona 10 Berlín -02 Chicago -03 Frankfurt 02 Hamborg 0 Helsinki -01 Kaupmannahöfn 01 London 07 Madrid 06 Mallorka 12 Montreal -06 New York 03 Orlando 15 Osló 03 París 06 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 05 Vín 0 Algarve 13 Dublin 10 Glasgow 10 -2° * * * 1° Breytilegt -3°* * '/A / // 3° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn )02 0600 Ðyggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands * -T * * 40 * ■V Breytilegt lO'Í' Á morgun -2”"' 0» ® rfc* , 0° 3° * * 4°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.