blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTXR ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 bla6iö Engin merki um smit milli manna Ekki eru nein merki um að fugla- flensuveiran í Tyrklandi berist manna á milli. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) greindi frá þessu í gær. Stofnunin hefur staðfest fjögur tilfelli fuglaflensu í mönnum í landinu þar á meðal dauðsföll tveggja systkina í síðustu viku í bænum Dogubayazit í austurhluta landsins.„Eins og er bendir ekkert til þess að sjúkdómurinn hafi borist á milli manna í þorpinu," segir Guenael Rodier, verkefnisstjóri WHO í Tyrklandi og bætir við að tilfellin hafi verið svipuð þeim sem áður hafi greinst í Asíu. Rodier var í hópnum sem rannsakaði fugla- flensuna í austurhluta Tyrklands. Yfirvöld í Tyrklandi segja að 14 manns hafi greinst með banvæna fuglaflensu þar á meðal þrjú systk- ini í Dogubayazit sem þegar hafa látist.Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin segir aftur á móti að ekki hafi verið gengið úr skugga um hvort um fuglaflensu væri að ræða með rannsóknum í öllum tilfellum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar segja að engin merki hafi fundist um að fuglaflensa berist manna á milli íTyrklandi. Sjáið myndirnar á www.biiamarkadurinn.is Smdliw*** 46 S • S. 567 1800 Sharon sýnir merki um heilastarfsemi Ariel Sharon, forsœtisráðherra ísraels, andaði af sjálfsdáðum eftir að læknar tóku til við að vekja hann afdái ígœrmorgun. Ennfremur greindi sjónvarpsstöðfráþví að hann hefði lyft hœgri handleggnum. Sérfrœðingar utan sjúkrahúsveggjanna segja að hvort tveggja sé til marks um heilastarfsemi. Gyðingar í fsrael og vfðar um heim hafa beðið fyrir Ariel Sharon, forsætisráðherra fsra- els, á undanförnum dögum. Þrátt fyrir að Sharon hafi sýnt bata- merki er ekki hægt að draga neinar ályktanir af þeim hver andleg eða líkamleg geta hans verður í kjölfar heilablóðfallsins. Læknar hafa haldið Sharon sofandi síðan á fimmtudag til að gefa heila hans færi á að jafna sig eftir blóðfallið og þær aðgerðir sem fylgdu í kjölfarið. Dr. Shlomo Mor-Yosef, forstjóri Hadassah-sjúkrahússins, sagði í gær að það gæti tekið allt frá fáeinum klukkustundum upp í nokkra daga að vekja Sharon úr dáinu. Síðdegis í gær höfðu fulltrúar sjúkrahússins ekki enn tjáð sig um frétt þess efnis að Sharon hefði lyft hægri hendinni. Það hefðu verið enn meiri tíðindi ef hann hefði lyft þeirri vinstri þar sem hægri hlið heilans stjórni henni en það var einmitt á þeirri hlið sem blóð- fallið varð. Enn í lífshættu Dr. Mor-Yosef sagði síðdegis í gær að þrátt fyrir að Sharon hefði andað sjálfur væri hann enn tengdur við öndunarvél og í lífshættu. Sérfræð- ingar utan sjúkrahúsveggjanna segja að læknar ættu að hafa góða hugmynd um hversu illa heili for- sætisráðherrans hefði skaðast. Einn af skurðlæknum hans lýsti því yfir að ólíklegt væri að hann myndi geta gegnt störfum forsætisráðherra á ný. Þegar mat lækna á heilaskaða Shar- ons liggur fyrir kemur það í hlut Meni Mazuz, lögfræðilegs ráðgjafa ríkis- stjórnarinnar, að taka ákvörðun um hvort Sharon verði varanlega lýstur vanhæfur til að gegna embætti for- sætisráðherra. Þar sem Ehud Olmert hefur þegar tekið við sem starfandi forsætisráðherra í fjarveru Sharons er ekki talið liggja á að gefa út slíka tilkynningu. Olmert getur setið sem bráðabirgðaforsætisráðherra í 100 daga. Komi til þess að Sharon verði lýstur vanhæfur verður ríkisstjórnin að velja nýjan forsætisráðherra úr eigin röðum innan sólarhrings. Tók kærustuna fram yfir Elvis Hundruð muna sem tengjast rokk- kónginum Elvis Presley voru boðnir upp um helgina af bandaríska uppboðshúsinu Regency-Superior. Jim Curtin, eigandi munanna, ákvað að losa sig við þá eftir að kærasta hans hótaði því að hún myndi fara frá honum ef hann gerði það ekki. Meðal þeirra muna sem boðnir voru upp má nefna þrjá búninga sem Elvis klæddist þegar hann kom fram á tónleikum. Einn bún- ingurinn seldist á 125.000 dali (7,5 milljónir íslenskra króna) og annar á 50.000 dali (3 milljónir dala). Alls fylltu munirnir 600 kassa en Curtin hafði safnað þeim í meira en 30 ár og hitti goðið fáeinum sinnum. Heildarágóði af uppboðinu ætti að liggja fyrir í dag en áætlað er að hann kunni að nema allt að tveimur milljónum dala (um 120 milljónum íslenskra króna). Árás á ráðuneyti Að minnsta kosti 21 fórst og fjölmargir slösuðust þegar tveir menn, klæddir sem lögreglumenn, sprengdu sjálfa sig í loft upp í inn- anríkisráðuneyti Iraks í gær. Báðir höfðu þeir skilríki sem gerðu þeim kleift að komast í gegnum aðal- eftirlitshliðið. Slík skilríki eru ekki veitt hverjum sem er og hefur þegar verið fyrirskipuð rannsókn á því hvernig mennirnir komust yfir þau. Elvis Presley NISSAN PATROL SKIPT_ um væntingar 'i í n i W/J LENGI MÁ GOTT BÆTA Nissan Patrol hefur löngu sannað sig sem einhver traustasti fjallajeppi sem völ er á. Hann tekur líka stöðugum framförum og fæst nú með 35" og 37" breytingu frá Arctic Trucks. Tegund Patrol Luxury beinskiptur Patrol Luxury sjálfskiptur Patrol Elegance beínskiptur Patrol Elegance sjálfskiptur Verö 3.990.000,- 4.090.000,- 4.390.000,- 4.490.000,- Nýárstilboð - 250.000,- kaupauki 33" dekk, stigbretti og dráttarbeisl að verðmæti 250.000 krónur. 'iúömiij jjjéaii. w Veíðikortið 2006 og árs aðild að 4x4 klúbbnum I kaupbæti! Ingvar Helgason Sævartiöföa 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opiö: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Talibanar hafna boði Karzai Hótafrekari árásum á hersveitirBandaríkja- manna á þessu ári. Aðstoðarmaður Mullah Mohammad Omar, leiðtoga talibana, hefur hafiiað boði Hamid Karzai, forseta Afgan- istans, um friðarviðræður. Mullah Obaidullah Akhund, sem var varn- armálaráðherra í talibanastjórninni sem steypt var af stóli af bandarískum hersveitum árið 2001, kallaði Karzai ennffemur „strengjabrúðu Bandaríkja- manna,“ sem ætti að rétta yfir fyrir íslömskum dómstóli. Omar hótaði jafn- framt frekari árásum á bandarískar her- sveitir í Afganistan og hvatti til heilags stríðs. „Árásir talibana í Afganistan munu aukast enn frekar á þessu ári og það mun neyða Bandaríkjamenn til að yfirgefa Afganistan mjög bráðlega,“ sagði Omar í tilkynningu sem hann sendi fr éttastofú í Pakistan. „Hamid Karzai, útsendari Banda- ríkjanna, hefur breytt Afganistan i ameríska herstöð og drepið þúsundir Afgana,“ sagði Akhund í samtali við Reuters-fréttastofuna. Karzai sagðist í viðtali við AP-ffétta- stofuna á sunnudag vera tilbúinn til að hlusta á hvað Omar hefði fram að færa en varaði jafnffamt við því að fyrst þyrfti talibanaleiðtoginn að svara til saka fyrir gerðir sínar. Bandaríkjamenn hafa lagt 10 millj- arða Bandaríkjadala til höftiðs Omar en hann á einnig fjölda óvina meðal Afgana sem börðust gegn talibönum og máttu búa við ofríki þeirra og harð- stjórn í fimm ár. Hamid Karzai forseti Afganistans. Fogralund við Furugrund Kópavogi Námskeið hefjast 11. jarnúar Skráning í síma 891 7190 Kennari: Sigríður Guðjohnsen Rope Yoga kennarl www.sigga.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.