blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 25
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 DAGSKRÁ I 29 Níundi reyklausi dagurinn í röð. Mér finnst reyndar eins og þeir hljóti að vera fleiri. Það virðist vera svo langur tími frá þvi að ég kveikti síðast í sígarettu. Enn er ég undr- andi á því hversu auðvelt það virð- ist vera. Þó koma stundir þar sem söknuðurinn eftir smóknum hel- tekur mig. Eins og þegar ég kveiki á kertum. Eg gaf kveikjarana mína til fólks sem þarf á eldfærum að halda reglulega yfir daginn og er að klára eldspýtubirgðir heimilisins. Ég get þó endurnýjað þær án slæmrar samvisku. Og þó. Mér líður eins og litlu stúlkunni hans H.C. Andersen þegar ljósin kvikna eitt af öðru. Því- líkur ilmur! Minningarnar streyma fram og í anda soga ég að mér síg- arettureykinn. Ég sogast hastarlega aftur heim í reyklausa stofuna mína af sársauka brenndra fingra. Þarna liggur útbrunnin eldspýtan á kerta- stjakanum og kertin bíða þögul eft- ir að mér takist að bera að þeim eld- inn. Ég reyni aftur og samstundis setur brennisteinsilmurinn mig út af laginu. Bragðið af sígarettu sem kynnt er með eldspýtu leikur um munninn þá stuttu stund sem logar. I þriðja skipti næ ég að tendra ljós á nokkrum kertum. Ég kveiki samt á einni eldspítu til. Ég get ekki slit- ið mig frá minningunum. Loginn slökknar allt of snemma og ég sit eft- ir í reyklausum raunveruleikanum. Ég vakna smám saman af doðanum og tek á mig rögg. Ég stend upp og opna út á svalir svo súrefnið flæðir Stöð 2 - kl. 23.45 • Buffalo Soldi- ers (Spilling í hernum) Hörku- góð kvikmynd sem gerist rétt fyrir fall Berlínarmúrsins. Hér segir frá hermönnum í bandarískri herstöð nærri Stuttgart. Seint verður sagt að þeir séu þjóð sinni til sóma því í herstöðinni eru braskarar af verstu gerð. SkjárEinn - kl. 20:00 - Borgin mín í þáttaröðinni Borgin mín verða þjóðþekktir Islendingar beðn- ir um að leiða áhorfendur í allan sannleika um borgina sina. Að þessu sinni förum við um víðan völl um uppáhálds borg Arngunnar Ýr, myndlistarkonu, - San Francisco. Sjónvarpið - kl. 21.00 - Að komast í flugvél Mynd um líf fólks í flóttamanna- búðum á Balk- anskaga og íslenska flótta- mannaverkefn- ið. Höfundar og umsjónarmenn eru Þorvarður Björgúlfsson og Árni Gunnarsson. DJGSM ígærtilkynntustórfyrirtækinVodaf- one og Sony að þau munu í samein- ingu koma af stað nýrri tækni sem kemur til með að gjörbreyta hlust- un útvarps í 3G GSM símum. Með Vodafone Radio DJ verður hægt að hlusta á gagnvirkt útvarp þar sem hlustandinn ræður ferðinni. Með nýju tækninni munu viðskipta- vinir hafa aðgang að hundruð þús- unda laga, hvort tveggja vinsælla popplaga sem eldri gullmola og vandfundnari tónlistar. Lykilat- (■--------\ og O vodafoné riðið í nýju tækninni er sagt vera hversu auðvelt það verði í notkun. Notendur munu geta sagt kerfinu hvort þeim líki eða mislíki tónlistin sem spiluð er og þannig er hægt að stjórna framvindunni. Ekki er vitað hvenær Islendingar mega búast við þessari tækninýjung. Starfið er þitt Byrjað smátt i viðskiptalífinu. Electronic Arts, stærsti útgefandi tölvuleikja í heiminum í dag, hefur til- kynnt að unnið sé að nýjum aukadiski fyrir Sims 2 eða The Sims: 2 Open for Business. Þetta verður þriðji aukadiskurinn fyrir leikinn en í honurn fá leikmenn tækifæri og frelsi til að reyna sig í viðskiptum. Hægt er að stofna fyrirtæki á borð við blómabúðir, matvöruverslanir eða vinsæla matsölu- staði. The Sims 2 Openfor Business mun hafa PEGI-merkinguna 12+ og er fram- leiddur af verðlaunastúdióinu Maxis. um kertalýsta stofuna. Ég teiga að mér svalt loftið. Viðkvæmnin og ístöðuleysið sogast út í næturhúmið. Ég næ mér í góða bók, súkkulaði og rauðvínsafganga frá kvöldinu áður. Það er vissulega notalegt að kúra sig í sófanum við þessar aðstæður og miklu betra að hafa ekki illa lyktandi öskubakkann við hliðina á góðgætinu. Svo eru líka nokkrar eldspýtur eftir í stokknum... Aðeins í janúar! Ryðfríar grillgrindur á 49.900, 67 mm grindur • handpóleraðar suður • festingar fyrir Ijóskastara Bílgerð Bilgerð Chevrolet Silverado Nissan Murano Grand Cherokee Nissan Patrol Ford F15G/250 Nissan Terrano Flonda CRV Suzuki Gr. Vit Hyundai Santa Fe Toyota Hiace Hyundai Terrac Toyota Hilux Lexus RX300 Toyota LC90 MB M-Class Toyota LC100 MMCL200 Toyota LC120 há MMC Pajero Toyota LC120 lág Musso Sports ToyotaRav4 Nissan Crew Cab VW Touareg Kletthálsi 3 I 110Reykjavík I Sími 540 4900 I arctictrucks.is Ekki missa af hönnunar- og lífstílsþættinum Innlit/Útlit í kvöld kl. 21 06-0001 KC

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.