blaðið - 11.01.2006, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 bla6Í6
ísafjörður:
Svipti sig lífi eftir umfjöllun DV
Umdeild myndbirtingá manni sem lá undirgrun vegna kynferðisbrota. Alltsem stendur í
fréttinni er rétt, segir ritstjóri DV.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, segir DV ekki hafa brotið neinar siðareglur og að ekki sé hægt að gefa sér það að umfjöllun og mynd-
birting hafi valdið því að maðurinn hafi svipt sig lífi.
Maður á sextugsaldri svipti sig lífi á
Isafirði í gærmorgun. DV birti í gær
frétt ásamt mynd á forsíðu þar sem
maðurinn er sakaður um kynferð-
isbrot gagnvart ungum drengjum.
Ásakanir gegn manninum höfðu
ekki verið.sannaðar að neinu leyti
en hann staðfesti við DV að lögregla
hefði gert hjá sér húsleit. Lögreglan
á staðnum tjáði sig ekki um málið er
DV leitaði staðfestingar á fréttinni
og er málið talið hafa verið á frum-
stigi. 1 fréttum NFS í gærkvöldi er
haft eftir bróður mannsins að frétta-
flutningur DV hafi nánast hrakið
bróður sinn í dauðann.
Erum ekki í dómarahlutverki
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV,
segist ekki hafa skoðun á því hvort
fréttaflutningur DV af málinu og
myndbirtingar hafi valdið þessum
harmleik. „Við erum ekki í dómara-
hlutverki. Við segjum fréttir og þær
eru réttar. Það stendur í fréttinni
að það sé lögreglurannsókn og að
það hafi verið gerð húsrannsókn.
Allt þetta er hægt að lesa.“ Jónas
telur ekki að siðareglur hafi verið
brotnar og segir að DV muni ekki
endurskoða fréttastefnu sfna í fram-
haldi af þessu máli. „Það er ekkert
lagað með því að segja að rétt sé
rangt. Ef þið segið frá einhverjum
og hann deyr daginn eftir er þá
eitthvað siðalögmál brotið? Það er
ekkert hægt að gefa sér það að þetta
sem gerðist sé bein afleiðing þess
sem stendur í blaðinu." Þá segir
Jónas DV fjalla mikið um barnaníð-
inga og því fylgi viss áhætta. „Við
höfum verið með mikið af fréttum
af barnaníðingum og ef að við
hefðum ekki verið með þær fréttir
þá hefði t.d. Thelma Ásdísardóttir
ekki getað skrifað sína bók. Þannig
að það vorum við sem breyttum
því að það var farið að tala um fólk
undir nafni. Ef að þetta hefði ekki
gerst þá hefði hún skrifað bókina
undir dulnefni og ætli menn sem
komu fyrir í bókinni hefðu ekki
líka verið undir dulnefni. Það eru
ekki aðrir fjölmiðlar í því en við
og í því er meiri áhætta fólgin. Ég
skil það vel að aðrir fjölmiðlar telji
sig hafa fundið blóðlyktina þegar
þetta kemur upp á og það er ekki
heiðarlegt."
Blaðamannafélapð:
Stjórn BI hyggst fjalla
um máliö sem fyrst
Arna Schram, formaður Blaða-
mannafélags íslands, sagði stjórn-
armenn þess enn ekki hafa rætt
mál manns, sem framdi sjálfs-
morð eftir að DV birti forsíðufrétt
um hann í gær. „Ég held að menn
ættu að halda jafnaðargeði og
varast ásakanir á þessu stigi, en
ég held að það sé full ástæða til
þess að rannsaka málið til hlítar,“
sagði Arna og kvað víst að stjórnin
myndi fjalla um málið við fyrsta
hentugleika.
Á sínum tíma birti DV eigin siða-
reglur og voru áhöld um það hvort
með því væri blaðið í raun að segja
sig úr lögum við þær siðareglur,
sem Blaðamannafélagið hefur
sett félagsmönnum sínum. „Við
lítum svo á að blaðamenn DV lúti
siðareglum Blaðamannafélagsins
eins og aðrir,“ segir Arna og telur
siðareglur DV eins konar vinnu-
lagsreglur innanhúss. Hún kvaðst
ekki vita annað en að blaðamenn
DV hefðu til þessa sinnt kærum
til nefndarinnar og farið að úr-
skurðum hennar.
Landvinnslan á Dalvík setti tvö met á nýliðnu ári.
BlaDII/lngó
*
iinrt
'íríréttað á
Uíótel rBorcj öll kvöld
2<r. 2.900.-
Vgríð v^lkornm
Metár hjá
landvinnslu
Samherja á Dalvík
Árið 2005 var metár í sögu land-
vinnslu Samherja á Dalvík. Fram-
leitt var úr 10.483 tonnum af hrá-
efni, samanborið við 9.588 tonn
árið áður, sem þá var met. Aukn-
ingin er rúm 9% á milli ára.
Landvinnslan á Dalvík setti
annað met á nýliðnu ári því þá
voru flutt út um 1.200 tonn af
ferskum afurðum, samanborið
við 900 tonn árið 2004. Það var
einnig framleiðslumet í þessum
afurðaflokki en um er að ræða
þá vöru sem mest er greitt fyrir í
bolfiskvinnslu í dag. 1 áætlunum
Samherja fyrir yfirstandandi ár
er gert ráð fyrir áframhaldandi
framleiðsluaukningu á Dalvík og
að hráefnismagnið verði liðlega 11
þúsund tonn.
Vantar fólktil starfa
Um 120 stöðugildi eru hjá land-
vinnslunni á Dalvík og vantar fólk
til starfa. í fréttum í síðustu viku
var greint frá því að Samherji hygð-
ist fly tja pökkun á smápakkningum
til Englands. 1 tilkynningu frá fyrir-
tækinu segir að sumir kunni að hafa
skilið fréttina þannig að um stór-
kostlegan samdrátt væri að ræða
á Dalvík en það sé fjarri öllu sanni
þar sem aðeins hafi verið um sex
stöðugildi að ræða og þeim starfs-
mönnum sem um ræðir hafi verið
boðin önnur vinna á staðnum.
Fréttaflutningur DV:
Siðanefnd
blaðamanna
tjáir sig ekki
Blaðið hafði samband við Kristinn
Hallgrímsson, hæstaréttarlög-
mann og formann siðanefndar
Blaðamannafélags Islands, til
þess að grennslast fyrir um það
hvort hann teldi frétt DV um
meint afbrot vestfirsks manns,
sem féll fyrir eigin hendi eftir
birtingu hennar, bryti í bága við
siðareglur Blaðamannafélagsins.
„Siðanefndin - eða einstakir
nefndarmenn - tjáir sig ekkert
nema um þau málefni, sem borin
eru undir hana, og þá aðeins í
úrskurði. Við erum því þögul
sem gröfin," sagði Kristinn.
Auga:
Gjafsókn til
goðra verka
Auglýsingaiðnaðurinn hefur
stofnað sjóð með það að mark-
miði að styðja við góð málefni.
Valið verður úr umsóknum á
næstunni og sett í gang viðamikil
herferð í fjölmiðlum.
Þeir sem telja sig standa að baki
góðum málefhum sem vert er að
koma á framfæri við alþjóð eiga
þess nú kost að senda inn umsókn
til AUGA. Stefnt er að því að sjóður-
inn standi fyrir a.m.k. einni mynd-
arlegri auglýsingaherferð árlega.
Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra auglýs-
ingastofa (SÍA), segir auglýsingaiðn-
aðinn búa yfir einstakri þekkingu
á boðmiðlun en auglýsingastofur
innan vébanda SlA leggja til vinnu
við herferðina, auglýsendur leggja
til fjármagn og fjölmiðlar birtinga-
pláss.„Umsóloiirnar eru að berast
inn og það er gaman að sjá hvað
þeir hópar sem sækja um eru af
ólíkum toga. Það er sérstaklega
gaman að sjá minni hópa og samtök
skila inn umsókn, því það eru oft á
tíðum þeir aðilar sem verða undir í
baráttunni um athygli og fjármagn
til þess að kynna sitt málefni." Ing-
ólfur segir að þriðjungi þess fjár
sem fæst inn í sjóðinn verði haldið
eftir þannig að í framtíðinni megi
byggja upp öflugri sjóð sem veitt
gæti fleiri verkefnum á ári brautar-
gengi. „Fljótlega í febrúar munum
við velja einn aðila en við ákváðum
að setja engan skilafrest á umsókn-
irnar þannig að það er enn mögu-
leiki til þess að skila inn umsóknum
til SÍA, á vefslóðina sia.is/auga. Þar
er hægt að sækja um á rafrænan
hátt.“Það sem er sérstakt við herferð-
ina að sögn Ingólfs er það að ekki
er um beinan fjárstuðning að ræða,
heldur fá þeir það sem kölluð hefur
verið gjafsókn til þess að koma sínu
málefni á framfæri í fjölmiðlum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Farþegum fjölg-
ar jafnt og þétt
Á árinu 2005 fjölgaði farþegum um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar um 11%
ef miðað er við árið 2004.1.817 þús-
und farþegar fóru í gegnum stöðina
á síðasta ári. Farþegum sem milli-
lenda hér á landi á leið yfir Norður-
Atlantshafið fjölgaði um 13% á sama
tíma. Þessi fjölgun er í samræmi
við þá farþegaspá sem gerð var í
upphafi ársins 2005 en hún gerir
ráð fyrir því að farþegafjöldinn
verði kominn í 3,2 milljónir árið
2015. Til þess að bregðast við aukn-
ingunni eru framkvæmdir hafnar
við stækkun flugstöðvarinnar.