blaðið - 11.01.2006, Side 6
Ö f TSIWtíIWDHR FRÉTTIR
MI
Hreinn Hjartarson
Umhverfið:
Gullfiskar ógna
vistkerfinu
Innfluttir skrautfiskar sem
sleppt er út í íslenska náttúru
geta verið haettulegir vistkerfinu.
Dæmi eru um það erlendis að
þeir hafi valdið miklum usla.
Sníkjudýr geta borist í aðra fiska
Það vakti nokkra athygli um daginn
þegar risagullfiskur fannst við efri
?örnina við orkustöðina á Húsavík.
kjölfarið vakti Stangveiðifélag
Reykjavíkur athygli á því á heima-
síðu sinni hversu lítið eftirlit væri
með innflutningi á slíkum fiskum
enda með öllu óvíst hvaða áhrif
þeir gætu haft á vistkerfi hér á landi.
Þannig hefur asískur skrautfiskur
valdið miklum usla I ferskvötnum
á Englandi en fiskurinn barst
þangað með skrautfiskasöfnurum.
Að sögn Þorkels Þórarinssonar,
forstöðumanns Náttúrustofnunar
Norðausturlands, stafar lítil hætta
af umræddum gullfiskum. „Eins
og staðan er hér er hættan kannski
ekki fólgin í því að fiskarnir fari að
dreifa sér sjálfir heldur er það fyrst
og fremst sníkjudýr eða bakteríur
eða veirur sem þeir bera sem geta
svo aðlagast íslenskum aðstæðum.
Sú hætta er kannski einna alvarleg-
ust.“ Gísli Jónsson, dýralæknir fiski-
sjúkdóma hjá yfirdýralækni, segir að
ailir skrautfiskar sem eru fluttir inn
til landsins séu settir í sóttkví í u.þ.b.
þrjár vikur þannig að litlar líkur séu
á því að þeir beri með sér sjúkdóma.
Þá segir Gísli að vitað sé um tvær
tegundir skrautfiska í umræddri
tjörn á Húsavík og á sínum tíma
hafi verið fundað sérstaklega út af
máfinu og niðurstaðan hafi verið
sú að menn töldu ekki mikla hættu
á ferðum „ Við höfum velt því fyrir
okkur hvort það væri ástæða til að
grípa þarna inn í og haustið 2004
komumst við að þeirri niðurstöðu
að það væri engin ástæða til að gera
eitthvað róttækt. Við gætum svo
sem farið fram á við orkuverið að
það mundi stoppa allt frárennsli í
tjörnina í einhvern tíma. Þá mundi
allt kólna og allt yrði sjálfdautt.
Þetta er á mjög takmörkuðu svæði.“
Sjáið myndirnar á
www.bilamarkadurinn.is
46 £•
S. 567 1800
Hagstofan:
Veðjað á réttan dreng?
Forsœtisráðherra oghagstofustjóri heimsóttu 300þúsundasta íbúa landsins ígœr. „Svolítil
ágiskun,“ segir hagstofustjóri.
Hagstofa íslands úrskurðaði að
300 þúsundasti íbúi landsins væri
fæddur þegar drengur leit dagsins
ljós á Landspítalanum um klukkan
sjö að morgni síðastliðinn mánu-
dag. Ekki eru allir á eitt sáttir um
nákvæmni þessa úrskurðar enda
ljóst að hann byggir á vægast sagt
hæpnum forsendum.
Vantaði 20 manns
Líkt og áður hefur komið fram var
úrskurður Hagstofunnar byggður á
svokallaðri mannfjöldaklukku sem
sett var sérstaklega af stað í tilefni
þess að íbúar landsins nálguðust
300 þúsund. Fyrir helgi vantaði rétt
rúmlega 20 manns til þess að heild-
artalan færi upp fyrir 300 þúsund
og á mánudagsmorgni úrskurðaði
Hagstofan svo að tölunni væri náð
þegar sveinbarn leit dagsins ljós
á Landspítalanum. Hér var þó að-
eins verið að telja þá einstaklinga
sem hafa lögheimili hér á landi en
samkvæmt Hagstofunni er nokkuð
síðan íslendingar töldust vera fleiri
en 300 þúsund þegar taldir eru með
þeir sem búa erlendis.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, heim-
sóttu í gær hinn nýfædda dreng sem telst vera 300 þúsundasti íbúi landsins. Foreldrar
hans eru Erla María Andrésdóttir og Haraldur Arnarson.
Svolítil ágiskun
Hallgrímur Snorrason, hagstofu-
stjóri, segir útreikninga Hagstof-
unnar frekar nákvæma hvað varðar
heildaríbúafjölda á landinu en auð-
vitað geti skeikað einhverju.„Það
sem aðallega skiptir máli eru fæð-
ingar og andlát. Það sem er óreglu-
legt er skráning fólks inn og út úr
landinu en þar getur bæði verið
um íslendinga og útlendinga með
landvistarleyfi að ræða.“ Þá segir
Hallgrímur það vissulega hafa verið
dálitil ágiskun að nákvæmlega til-
tekinn drengur hafi verið 300 þús-
undasti íbúi landsins. „Þetta er fyrst
og fremst til gamans gert og til að
vekja athygli á þessu en það er þó
staðreynd að á þessum degi fór íbúa-
tala landsins í fyrsta skipti upp fyrir
300 þúsund þannig að sjónarspilið
er ekki meira en það. Við getum
sagt að þetta sé svolítil ágiskun. Við
höfðum stillt þessa klukku okkar
miðað við stöðuna á föstudaginn
og það urðu ekki meiriháttar breyt-
ingar yfir helgina þannig að þetta er
nokkuð nærri lagi.“
íslandsbanki:
Forstjóri kaupir hluti
fyrir tæpan milljarð
Tveir stjórnarmenn ásamt Bjarna
Armannssyni, forstjóra, keyptu um 260
milljón hluti í bankanum í gær.
Tveir stjórnarmenn og forstjóri fs-
landsbanka hf. keyptu alls um 260
milljón hluti í bankanum í gær fyrir
tæpa fimm milljarða. Viðskiptin eru
í samræmi við ákvörðun stjórnar fs-
landsbanka frá því á þriðjudaginn
um að nýta heimild sína til sölu á
eitt þúsund milljón nýjum hlutum.
Lýsir einhug
Kauphöllin gaf í gær út þrjár flagg-
anir vegna viðskipta með hlutabréf
f slandsbanka þegar Karl Emil Wern-
ersson og Róbert Melax, stjórnar-
menn í íslandsbanka, og Bjarni Ár-
mannsson keyptu allir samanlagt
um 260 milljón hluti á genginu 18,6.
Karl keypti um 162 milljón hluti
fyrir rúma 3 milljarða og Róbert 48
milljón hluti fyrir tæpar 900 millj-
ónir. Þá keypti Bjarni Ármannsson
50 milljón hluti á 930 milljónir og
nærri tvöfaldaði eignarhlut sinn í
bankanum. Alls námu viðskiptin
tæpum fimm milljörðum. Að sögn
Bjarna Ármannssonar, forstjóra
íslandsbanka, eru kaupin í fullu
samræmi við vilja stjórnar bank-
ans og breyta afar litlu hvað varðar
valdhlutföll innan hans. „Það eru
engar fylkingar lengur til staðar og
því skiptir þetta voða litlu máli. Ég
tel bara bankann vera áhugaverðan
fjárfestingarkost. Stjórnin er að selja
og vill þá selja mér og það lýsir bara
þeim einhug sem þarna ríkir.“
Ólafur Ragnar ræddi um útrás
Fyrirlestraröð á vegum Sagnfræðinga-
félags f slands var hleypt af stokkunum
í gær. „Hvað er útráís?“ er yfirskrift
fyrirlestraraðanna og það var forseti
íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem
reið á vaðið. Til stendur að velta fyrir
sér útrás fslendinga að fornu og nýju
á átta fyrirlestrum en röðinni lýkur
um miðjan apríl. Erindi forsetans
bar yfirskriftina: Útrásin: Uppruni
- Einkenni - Framtíðarsýn. Hann
hóf fyrirlesturinn á því að benda á að
umræðan um útrás hafi birst okkur í
mörgum myndum. Sumir ræði hana
sem einangrað og skilgreint fyrirbæri
á meðan aðrir efist og spyrji sig að því
hvort hún sé byggð á sandi. Forsetinn
sagði að útrásin væri þó staðfesting
„á einstæðum árangri fslendinga, fyr-
irheit um kröftugra sóknarskeið en
þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins
í viðskiptum og fjármálalífi heldur
einnig í vísindum, listum, greinum
þar sem hugsun og menning, arfleifð
og nýsköjjun eru forsendur framfara."
Falla í skuggann af víkingunum
Ólafur Ragnar benti á að upphafið að
útrásinni megi á vissan hátt rekja til
landnámsaldar og að þjóðveldið hafi
fært okkur fyrirmyndir sem efldu
sóknaranda. „Hinir fyrstu ísjendingar
voru sannarlega útrásarfólk, jafnvel
svo afgerandi að þau sem nú gera garð-
inn ff ægan blikna í samanburði.“
SÆNSKU SUMARHÚSIN sem Elgur flytur inn eru viðurkennd
gæðahús. Þau eru bjálkaklædd eða byggð úr eininga-
veggjum. Fulleinangruð heilsárshús. Stærðir 27-110 fm. Ef þú
ert að hugsa um hús þar sem gæði og verð fara saman hefur þú
samband við okkur. Heimasíður eru www.bjalkabustadir.is
og WWW.Stevert.se Þar eru myndir af öllum húsum. Nú er
rétti tíminn til að festa kaup og undirbúa sig fyrir næsta vor
Afhendingartími stærri húsa er 4 - 5 mánuðir.
euaun BJÁLKABÚSTADn Elgur Ármúla 36, 108 Rvík S 581 4070 |
Nefnd um málefni fjölmiðla
Stjórnarandstaðan ekki með
Engir fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar verða með í nýrri nefnd sem
semja á frumvarp til laga um mál-
efni fjölmiðla. Þetta kemur fram í
bréfi sem þingflokksformenn allra
stjórnarandstöðuflokkanna sendu
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
menntamálaráðherra í gær. Gert var
ráð fyrir að nýtt fjölmiðlafrumvarp
yrði unnið á grundvelli tillagna
fjölmiðlanefndar sem skilaði niður-
stöðu sinni á síðasta ári.
Ástæða þessa er að þingmenn
stjórnarandstöðuflokkanna telja að
ekkert hafi breyst á fjölmiðlamark-
aði frá því tillögur fjölmiðlanefnd-
arinnar voru settar fram nema að
fram hefur komið nýtt frumvarp til
laga um Ríkisútvarpið. Orðrétt segir
síðan í bréfinu:
„Við teljum fulla þörf á því að ný
nefnd, sem skipuð verði, fjalli heild-
stætt um fjölmiðlamarkaðinn og
erum að sjálfsögðu reiðubúin til
að tilnefna fulltrúa í slíka nefnd.
Við sjáum hins vegar á þessu stigi
ekki ástæðu til að skipa fulltrúa í
enn eina nefndina til að fjalla um
hinn almenna fjölmiðlamarkað án
tengsla við Ríkisútvarpið“.
I bréfinu kemur ennfremur fram
að vinna við nýtt frumvarp sé í
raun tækilegt úrlausnarefni sem
lögfræðingar séu full færir um að
vinna. „Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar í fjölmiðlanefndinni sem
vann fyrrnefndar tillögur eru svo að
sjálfsögðu hvenær sem er tilbúnir til
að hitta lögfræðingana og fara yfir
einstök mál með þeim ef þeir svo
kjósa,“ segir um það mál í niðurlagi
bréfsins.
Viðskipti:
Atorka gefur út
ný hlutabréf
Atorka Group hf. hefur gefið út
ný hlutabréf að verðmæti 600
milljónir að nafnvirði samkvæmt
tilkynningu félagsins til Kauphall-
arinnar í gær. Þetta er í samræmi
við ákvörðun stjórnar félagsins frá
6. janúar síðastliðnum. Hinir nýju
hlutir verða afhentir í skiptum fyrir
hluti í Jarðborunum hf. í samræmi
við yfirtökutilboð Atorku frá því í
síðasta mánuði. I fyrradag keypti
svo Atorka um 6,34% í breska
iðníyrirtækinu Romag Holdings.
510-3744
blaöiö-