blaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaAÍÖ
Áhrif aurburðar íjökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreytingar
Virkjanir í jökulám
óhagstæðar fyrir loftslagsvemd
Hjörleifur
Guttormsson
Talsmenn stór-
iðju hérlendis
hafa hampað því
óspart að með
tilliti til gróður-
húsalofts mengi
vatnsaflsvirkj-
anir allt að tífalt
minna en virkj-
anir sem ganga
fyrir jarðefnaeldsneyti. Þessum
aðilum sést yfir að Kyótó-sáttmál-
inn skammtar iðnríkjunum ákveð-
inn kvóta og segir ekkert fyrir um
hvernig hann er nýttur og að ekki
er greint alþjóðlega á milli einstakra
þátta sem mengun valda. Ýmsir
hafa líka bent á að vatnsaflsvirkj-
anir eru misjafnar innbyrðis með
tilliti til losunar gróðurhúsalofts,
m.a. hefur heimsnefndin um stíflur
(World Commission on Dams) bent
á sérstöðu virkjana í jökulám.
Kalsíum bindur gróðurhúsaloft
Nýbirtar rannsóknaniðurstöður
sem hér verður getið styðja þetta
og benda til að virkjun eins og við
Kárahnjúka sé síst betri í loftslags-
samhengi en virkjun byggð á jarð-
efnaeldsneyti. Þessu veldur stöðvun
á aurrennsli til sjávar í miðlunar-
lónum, en það er kalsíum í fram-
burðinum sem bindur koltvísýring
í hafinu í ríkum mæli og hafið
tekur af þeim sökum við meira af
gróðurhúsalofti úr andrúmslofti.
Rannsóknaniðurstöðurnar birt-
ust nú í ársbyrjun í Geology (Vol I,
2006), tímariti handaríska jarðfræða-
félagsins (Geological Society of Am-
erica), og hljóta þær að vekja mikla
athygli víða og ekki síst hérlendis.
Höfundar eru Sigurður R. Gíslason í
Háskóla Islands, Eric H. Oelkers frá
Toulouse-háskóla og Árni Snorrason
forstöðumaður vatnamælinga Orku-
stofnunar. Sjálfur Dettifoss skreytir
af þessu tilefni forsíðu tímaritsins.
Rannsóknir þeirra félaga varða
kalsíum-flæði, annars vegar í upp-
lausn og hins vegar í aurburði, frá
þremur jökulám á Norðausturlandi
og þýðingu þessa fyrir kolefnisbú-
skap hafsins þar sem kalsíum binst
koltvísýringi og dregur þannig úr
gróðurhúsaáhrifum. Hingað til
hefur verið talið að kalsíummagn
frá upplausn og aurburði í ám væri
sem næst jafnt en annað kemur á
daginn. Aurburðurinn leggur þar
margfalt meira til af efni sem bindur
gróðurhúsaloft.
Aurburður jökulánna dregur
úr gróðurhúsaáhrifum
Rannsóknir þeirra félaga byggja á
mælingum í jökulánum á 30-40 ára
tímabili, þar af á tveimur stöðum
í Jöklu (Jökulsá á Dal). Niðurstöð-
urnar endurspegla áhrif veðurfars,
hitastigs og úrkomu á báða þessa kal-
síumgjafa en þau reynast mun meiri
hvað aurburðinn varðar. Breytileika
á daglegu kalsíumflæði aurburðar í
Jöklu innan ársins telja þeir vera af
stærðargráðunni fjórir en aðeins af
stærðinni einn fyrir uppleyst kalsí-
umflæði. Árlegt uppleyst kalsíum-
99.......................
Að þessu leyti blasir
við að íslensku jökul-
árnar með ótrufluðu
rennsli eru mikilvæg
auðlind í baráttunni
við gróðurhúsaáhrif.
Séu þær virkjaðar er
þessi eiginleiki þeirra
ekki lengur til staðar.
flæði í Jöklu sveiflast sem nemur 2.6
en í aurburði um 7.1. Þar eð kalsíum-
flæði tengt aurburði eykst meira við
hlýnun en flæði uppleysts kalsíums
hefur aurburðurinn vaxandi áhrif
á hlýskeiðum til jöfnunar á hitastig
jarðar með því að draga úr gróður-
húsaáhrifum. Benda höfundarnir á
að við líkanútreikninga á koltvísýr-
ingi í andrúmslofti á liðinni tíð og
til framtíðar litið þurfi að taka þessi
gagnvirku viðbótaráhrif (additional
feedback) með í reikninginn til að
spá sem nákvæmast fyrir um þróun
loftslags á heimsvísu.
Óbeislaðar jökulár mik-
ilvæg auðlind
Athygli vekur hve aurframburður
til sjávar frá ám á eldfjallaeyjum er
mikill að magni til í samanburði við
ár á jarðfræðilega gömlum megin-
löndum. Aurburðurinn reynist því
meiri sem bergið er yngra. Þannig
skilar rof (mechanical weathering)
frá í slandi tii hafs um 0,7% af öllu aur-
burðarflæði á jörðinni en það svarar
til um fjórðungs alls aurburðar frá
ám í Afríku að magni til. Því hefur
aurburður frá íslenskum ám hlut-
fallslega mjög mikla þýðingu við
að jafna út hitasveiflur og draga úr
hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa
á beimsvísu. Séu árnar stíflaðar eins
og nú er unnið að við Kárahnjúka
sest aurinn til í miðlunarlóninu
ofan stíflu og skilar sér ekki til hafs.
Að þessu leyti blasir við að íslensku
jökulárnar með ótrufluðu rennsli
eru mikilvæg auðlind í baráttunni
við gróðurhúsaáhrif. Séu þær virkj-
aðar er þessi eiginleiki þeirra ekki
lengur til staðar. Því ætti að reikna
áhrifin af virkjun þeirra inn í losun-
aruppgjörið hérlendis sem og ann-
ars staðar með hliðstæðum hætti.
Falsrök fyrir Kárahnjúkavirkjun
Grein nefndra höfunda fjallar hvorki
um einstakar virkjanir né er þar að
finna tölulega útreikninga vegna
stöðvunar á aurrennsli sem sest til í
miðlunarlónum. Af niðurstöðu ofan-
greindra rannsókna má hins vegar
ráða að röksemdir sem virkjunarað-
ilar hafa mjög haldið á lofti um afar
jákvæð loftslagsáhrif virkjana eins
og Kárahnjúkavirkjunar í saman-
burði við virkjanir sem knúðar eru
af jarðefnaeldsneyti fá ekki staðist.
Skaðsemi Kárahnjúkavirkjunar og
hliðstæðra framkvæmda er því að
líkindum langtum meiri en hingað
til hefur verið talið. Fróðlegt verður
að sjá viðbrögð opinberra aðila hér-
lendis og forráðamanna Landsvirkj-
unar við niðurstöðum þessara rann-
sókna og fylgjast með því hvernig
þær koma til með að hafa áhrif á
útreikninga á gróðurhúsalosun ein-
stakra ríkja í framtíðinni.
Hjörleifur Guttormsson
Alveg eins og Kolla
Gunnar Ingi
Gunnarsson
Mikið sakna ég
gamla góða Al-
þýðuflokksins.
Þaðvarsvogaman
að vera alvöru Al-
þýðuflokksmaður.
Alþýðuflokkur-
inn var sko eng-
inn pólitískur
stekkur - heldur
algjör Snorrabúð fyrir íslenska krata.
Alþýðuflokksfundir drógu oft að sér
ótrúlegan fjölda skemmtilegra félaga
og stundum leiftruðu þessir fundir
af safaríkri og oft brautryðjandi real-
pólitík. Á þessum fundum þurfti
enginn að þykjast vera með. Enginn
var þarna heldur að afsaka fortíð sína
- eða leika einhverja tilbúna nútíð, því
þarna voru bara alvöru kratar í al-
vöru flokki. Nú eru þessir góðu tímar
aðeins minningin ein og því aðeins
nothæfir sem huglægt eldsneyti á
eyðimerkurgöngu í tilvistarlcreppu,
þar sem maður ýmist gerir misheppn-
aðar tilraunir með nýju fólki, eða
rekst á gamla samherja, eins og blaða-
manninn Kolbrúnu, sem syrgir fortíð-
ina með mér í greinum eins og hún
skrifaði í Blaðið á laugardaginn var.
í þeirri góðu grein fjallar Kolbrún
um Samfylkinguna og forystusveit
Við seljum bílana
www.bilamarkadurinn.is
^fSítamanÁaAunlHM.
46 S • TMnveí
S. 567 1800
99......................
Nú eru þessir góðu
tímar aðeins minningin
ein og því aðeins
nothæfir sem huglægt
eldsneyti á eyðimerkur-
göngu í tilvistarkreppu,
þarsem maður ýmist
gerir misheppnaðar
tilraunir með nýju
fólki, eða rekst á gamla
samherja, eins og blaða-
manninn Kolbrúnu.
hennar og ræðir við sjálfa sig um það,
meðal annars, hvort hægri krati, eins
og hún, geti yfirleitt kosið þennan
fólitíska stekk, sem Samfylkingin er.
lok greinarinnar efast Kolbrún um
það, að hún eigi lengur nokkra sam-
leið með Samfylkingunni í borginni.
Þetta þótti mér gott að lesa. Þetta
hressti mig töluvert. Þarna fann ég
allt í einu samleið með gömlum sam-
herja. Kolla mín, við skuldum Sam-
fylkingunni ekkert. Við erum frjáls.
Gerum Vilhjálm að borgarstjóra í vor.
Hægri kratar, eins og við, munum
nefnilega finna mun meiri samleið
með honum og hans fólki en Samfylk-
ingunni - eins og hún er orðin.
Gunnarlngi Gunnarsson, lœknir.
Auglýsingar
blaðiö
Aðgangsharka
á röngum sviðum
Mörgum hefur orðið tíðrætt um
aukna aðgangshörku íslenskra
fjölmiðla á síðustu misserum.
Nýlega voru ritstjórar DV dæmdir
fyrir meiðyrði í héraðsdómi og
nokkur meiðyrðamál, sem raunar
tengjast sömu útgefendum, eru í
farvatninu. Þetta þykir mörgum
vera til marks um aukna aðgangs-
hörku íslenskra fjölmiðla.
Víst er það svo að
umfjöllun ákveð-
inna fjölmiðla fer
á köflum langt
út fyrir öll vel-
sæmismörk og er
á köflum hrein-
lega lögbrot gegn
þeim sem í hlut
eiga. Forsíða DV
er að verða hálf-
gerður „Sá-sem-flöskustútur-lendir-
á“-farsi. Ég hygg að þeir Islendingar
skipti orðið hundruðum sem hafa
mátt þola það að viðkvæm atriði úr
þeirra einkalífi eru útmáluð á for-
síðu DV, oft á tíðum mál sem litið
erindi eiga við almenning.
Að einhverju leyti tengist hin
mikla umfjöllun því að sá hópur
fólks, sem einhverra hluta vegna
telur ástæðu til þess að berast
mikið á, fer stækkandi. Og víst er
að í mörgum tilvikum þorir DV á
meðan aðrir þegja, og einhverjum
hluta þeirra tilvika er um að ræða
mál sem eiga sumpart erindi við
almenning.
Hin mikla aðgangsharka ákveð-
inna fjölmiðla að persónum fólks
og einkalífi þeirra virðist hins vegar
ekki ná til mála sem hugsanlega
eiga meira erindi við almenning. I
sjónvarpsviðtali um helgina vakti
Olafur Sigurðsson, fyrrverandi
fréttamaður, athygl á þessu og hefur
hann töluvert til síns máls.
Ýmis mál sem sannarlega varða
almannahagsmuni, svo sem mik-
ilsháttar breytingar á lögum, ýmis
konar embættisfærsla og starfsemi
hins opinbera, mál sem lúta að
viðskiptum á frjálsum markaði og
fleira, virðast síður eiga upp á pall-
borðið hjá hinum aðgangshörðu
99........................
Hér eru starfræktir
mjög margir fjölmiðlar
á litlum markaði og því
er framleiðslukrafan
afar rík. Það leiðir
hugsanlega til þess
að umfjöllun verður
yfirborðskenndari,
að minnsta kosti hjá
flestum fjölmiðlum.
fjölmiðlum. Þau mál eru skilin eftir
fyrir hina hófsömu fjölmiðla.
Stærri mál eru eðli málsins sam-
kvæmt dýrari í vinnslu fyrir fjöl-
miðlana. Til að geta fjallað af ein-
hverri dýpt og viti um tiltekin mál
þarf blaðamaður kannski að fara í
nokkurra daga rannsóknarvinnu,
jafnvel nokkurra vikna. En þeir fjöl-
miðlar sem starfandi eru á íslenska
fjölmiðlamarkaðnum ráða fæstir
við slíka blaðamennska. Hér eru
starfræktir mjög margir fjölmiðlar á
litlum markaði og þvi er framleiðslu-
krafan afar rík. Það leiðir hugsan-
lega til þess að umfjöllun verður yfir-
borðskenndari, að minnsta kosti hjá
flestum fjölmiðlum.
Það er eiginlega lýsandi fyrir
þetta að menn geta í raun talið upp
Borgar Þór
Einarsson
eftir minni ákveðna greinaflokka
sem birst hafa í blöðum á síðustu
árum þar sem virkilega hefur verið
farið ofan í málin og þau rann-
sökuð af hæfilegri aðgangshörku
og fagmennsku. Það er ekki vegna
þess að íslenskir blaðamenn séu
síðri en aðrir, það er einfaldlega
vegna þess að á þeim hvílir gífurleg
framleiðslukrafa.
Aðgangsharka ákveðinna fjöl-
miðla í málum sem snerta einkalíf
fólks verður því ekki skýrð með
öðrum hætti en að þeim sé þetta
nauðsynlegt til að skapa sér sér-
stöðu - án sérstöðu eiga þeir ekki
möguleika á að lifa af á svo litlum
markaði. Og eftirspurnin eftir frétta-
flutningi þeirra virðist vera næg til
að þeir geti haldið áfram starfsemi
sinni, þó að umhugsunarvert sé
hvernig rekstur DV getur gengið
á þeim upplags- og sölutölum sem
fyrir liggja.
Flestir geta verið sammála um að
æskilegra væri fyrir íslenskt samfé-
lag að aðgangsharka fjölmiðla færð-
ist úr persónulífi fólks yfir á svið
sem varða almenning með beinum
eða óbeinum hætti. Við þurfum að-
gangsharða fjölmiðla en við viljum
ekki samfélag þar sem fjölmiðlar
gera sér í sífellu mat úr persónu-
legri ógæfu einstaklinga. Hins vegar
mun þessi þróun á endanum ráðast
af persónulegu vali hvers og eins
sem nýtir sér þessa fjölmiðla. Mark-
aðurinn mun ráða þróuninni, samfé-
lagið mun sjálft ráða hlutskipti sínu
í þessum efnum.
Borgar Þór Einarsson, lögfrœðingur
www.deiglan.com