blaðið - 11.01.2006, Page 18
26 I TÍSKA
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöið
Framtiðin liggur
suður með ströndinni
- segir Lúðvík Geirsson, bœjarstjóri í Hafnarfirði, í viðtali við Blaðið.
Hafnarfjörður er sveitar-
félag í gífurlegri sókn
og er sama hvort litið
er til íbúðabyggðar eða
atvinnuuppbyggingar
í þessum gróna bæ í
útjaðri höfuðborgarinnar.
Andrés Magnússon hitti
Lúðvík Geirsson bæjar-
stjóra að máli og spurði
fyrst hvað valdi þeirri
miklu vakningu, sem
verið hefur í almennri
umræðu um sveitar-
stjórnarmál á íslandi að
undanförnu.
„Við finnum það að íbúarnir eru
miklu meðvitaðri og viljugri til
þátttöku í þeim málum, sem snerta
þeirra nánasta umhverfi og samfé-
lag. Það er vitaskuld afar jákvætt. 1
stjórnkerfinu hefur verið umræða
Skráðu bílinn á
www.bilamarkadurinn.is
S*uSiju¥€M 46 £ • "KHhmM
um aukna þátttöku borgaranna í
ákvörðunartöku og það hefur sjálf-
sagt endurspeglast meira á sveit-
arstjórnastiginu en annars staðar.
Það hefur verið uppi krafa um
aukna nærþjónustu og hún hefur
kannski komið skýrast fram í þróun
grunnskólans og nýjungum í starfi
leikskólanna.
I þessari miklu uppsveiflu og
byggðaþróun, sem hefur orðið hérna
á höfuðborgarsvæðinu á undan-
förnum árum, eru skipulagsmálin
líka orðin miklu veigameiri um-
ræðu- og áhugamál hjá almenningi
en var áður. Það lýtur bæði að eldri
byggðinni, nýju hverfunum og ekki
síst umferðarmálunum. Þau snúast
ekki aðeins um bílaumferð, heldur
líka göngustíga, hjólastíga, almennt
aðgengi og útivistarsvæði. Þetta
kemur skýrt fram á íbúaþingum, í
allri skipulagsvinnu o.s.frv.
Hér í Hafnarfirði höfum við t.d.
farið fram með öll verkefni í náinni
samvinnu við íbúana. Við bíðum
ekki eftir því að það liggi fyrir mót-
aðar, klárar og endanlegar tillögur
til samþykktar, heldur förum við
fram með hugmyndir á vinnslustigi
og fáum fólk til þess að segja sitt álit,
koma með breytingartillögur eða
nýjar lausnir.“
Kemurfólkið?
„Já, það mætir almennt mjög vel.
Fyrst og fremst þeir, sem eru næst
viðkomandi svæðum, en þó ekki
aðeins. Þannig fáum við góða um-
ræðu, góðar ábendingar og betri
byggð. Það verður síðan til þess að
mál fá betri og skjótari afgreiðslu en
ella með breiðri sátt. Það er mikils
virði.“
Fœkkar það ekki kærumálum?
„Jú, það heyrir til algerrar undan-
tekningar að við fáum kærumál.
Sáttin er meiri frá upphafi og fólk
er miklu upplýstara en það var hér
áður.“
Miðbærinn þéttur
„Það gera sér kannski ekki allir
grein fyrir því að umræða um þétt-
ingu byggðar er ekki einskorðuð við
Reykjavík. Það á ekki siður við hjá
okkur. Það er núna verið að byggja
þúsund nýjar íbúðir hér inni á mið-
bæjarsvæðinu í Hafnarfirði. Það
þýðir í raun io% fjölgun íbúa hér á
þessum reit.“
Reynirþað ekki á innviðina?
„Nei, þvert á móti. Við erum auð-
vitað að vinna í anda Staðardag-
skrár 21 í þessari uppbyggingu í mið-
bænum. Við erum að nýta betur þá
fjárfestingu, sem er fyrir og því er
þetta mjög hagkvæmt fyrir sveitarfé-
lagið og borgarana. Við höfum gatna-
kerfið tilbúið og allar tengingar, við
nýtum þjónustustofnanir betur,
þurfum ekki að bæta við skólum eða
leikskólum, heldur erum að nýta þá
enn betur en áður.“
En þið hafið líka forskot íþví að
hafa alvöru miðbæ í sveitarfélag-
inu, ekki satt?
„Jú, það er alveg rétt. Á höfuðborg-
arsvæðinu eru ekki nema tveir eig-
inlegir miðbæir, inni í Reykjavík
og hér. Hafnarfjörður er á gömlum
grunni, þetta er aldar gamall kaup-
staður og raunar eldra verslunar-
pláss en Reykjavík, því hér var höf-
uðstaður verslunar á miðöldum og
aðalsamgöngumiðstöð íslands við
umheiminn. Staðurinn tekur enda
nafn sitt af því að hér er náttúruleg
höfn, sem staðurinn byggðist upp í
kring um.
Þéttbýlið myndast umhverfis
þessa skeifu hér í fjarðarbotninum
og ekkert ólíkt því sem menn þekkja
víða úti á landi í smærri byggðum.
Það skapar þessa verslun og miðju
hér í bænum, sem hefur átt undir
högg að sækja síðustu áratugi þegar
bærinn teygðist í lágreistri byggð
út í hraunin, móana og hæðirnar í
kring, þannig að miðbærinn sat svo-
lítið eftir.
Nú er þessi þróun sem betur fer
að snúast við, því þó við séum að
byggja nýjan Hafnarfjörð hér suður
í hraunum, þá erum við líka í mjög
öflugu átaki í miðbænum með nýju
verslunar- og þjónustuhúsnæði."
Nú er allt aðfyllast hér afnýjum
Hafnfirðingum, hafa þeir sömu
sýn á þennan gamla Hafnarfjörð?
„Ja, við höfum fundið það þegar við
höfum spurt fólk, sem verið hefur
að flytjast hingað til dæmis utan
af landi, að það hefur einmitt nefnt
þennan gamla sjarma, því hefur
fundist Hafnarfjörðurinn minna
á það, sem það þekkir að heiman.
Menn upplifa það hér í bæjarfélag-
inu - þó að þetta sé 23.000 manna
byggðarlag - að það er mikil nánd
og notalegheit hérna. Sumir tala um
að það sé þorpsbragur á bænum og
það er held ég nokkuð til í þvf
Meirihluti bæjarbúa
vinnur innanbæjar
Það má t.d. nefna það að meiri-
hluti Hafnfirðinga starfar enn hér
innan bæjarmarkanna. Það held ég
að sé nokkuð sérstakt í nábýlinu við
höfuðborgina. Við leggjum enda
ríka áherslu á að tryggja að svo geti
verið áfram og höfum því boðið
mikið af atvinnulóðum til þess að
skapa atvinnulífinu vaxtartæki-
færi. Bara nú rétt fyrir jólin vorum
við að úthluta 270.000 fermetrum
undir atvinnuhúsnæði hér í bænum.
Það jafngildir 30-40 fótboltavöllum
og það rauk allt út og við eigum
raunar enn nokkuð af óafgreiddum
umsóknum.“
Þettajafnvægi hlýturþá að koma
sér velfyrir bœinn fjárhagslega?
„Jú, auðvitað, en okkur finnst það
nú snúast meira um að halda ka-
rakter bæjarins, að hann iði af lífi.
Auðvitað eru svo lífsgæði fólgin í því
að eiga skammt að sækja í vinnu og
þjónustu.“
Fara Hafnfirðingar ennþá heim
til sín í hádegismat?
„Það er töluvert um það og það er
einkenni, sem ég hugsa að þekkist
ekki víða hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Margir þessara bæja hafa þró-
ast út í að verða aðeins svefn- og
helgarpláss, en það á ekki við hér.
Þetta skapar bæjarlífinu ákveð-
inn karakter, en um leið er önnur
mynd á félagslífi í svona samfélagi,
legar fólk bæði vinnur og býr í ná-
ægð hvert við annað. Við erum t.d.
iekkt fyrir afar öflugt íþróttastarf
íér og ég get nefnt sem dæmi, að