blaðið - 11.01.2006, Side 20

blaðið - 11.01.2006, Side 20
28 I SAMSKIPTI KYNJANNA MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 blaöid Sambönd verða styttri og hjónabönd endast sjaldan: Em hjónabönd í nútimanum einnota? Margir hafa gert þaS að þráhyggju að finna einhvern ímyndaðan maka sem getur full nægt öllum þeirra tilfinninga-, andlegu og kynferðislegum þörfum. Fyrir suma er hjónabandið því frekar persónulegur ávinningur heldur en samstarf tveggja einstaklinga. Það er eitthvað í loftinu. Ein- hvern veginn virðast fæst hjónabönd endast, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Sambönd og hjónabönd virðast mörg hver aldrei ná yfir fimm ára markið. Er það fimm ára kláðinn sem hrjáir sambönd eða eitthvað allt annað? Þetta virðist ekki bara eiga við um okkur „venjulega" fólkið heldur virðast stjörnurnar eiga við sama vanda að glíma. Fyrir áratug eða tveimur voru skilnaðir ekki svo algengir og hjónabönd voru gerð til að endast. En þessa dagana virðast fleiri og fleiri hjónabönd einungis endast í nokkur ár. Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir rýnir í mögu- legar ástæður fyrir þessari miklu skilnaðaröldu. Veikur grunnur Einu sinni var það þannig að fólk giftist vegna annars en ástar, og eins ótrúlega og það hljómar, þá entust þau hjónabönd töluvert lengur. Það var ekki auðvelt fyrir konur að hafa eigin starfsframa og þær þurftu, margar hverjar, að treysta á eigin- mann sinn með fjárhagslegt öryggi. Þá var algengt að konur eignuðust börn snemma, urðu heimavinnandi húsmæður og það batt líka eigin- mann og konu saman, sama hvað gekk á. Það hefur svo sannarlega margt breyst. Konur eru stór hluti vinnuaflsins núna og þær eignast börn seinna en áður. Þrátt fyrir að fæstir vilji snúa aftur klukkunni þá er það staðreynd að fyrst konur eru ekki eins háðar karlmönnum þá eru sumar af þeim ástæðum sem héldu ungum pörum saman horfnar. Á vissan hátt segir það sig sjálft að vitanlega endast hjónabönd ekki eins lengi og þau gerðu en spurning er hvort þetta sé samt sem áður ekki einum of langt gengið? Á íslandi endar um helmingur hjónabanda með skilnaði og þá eru sambúðir og alvarleg sambönd ekki meðtalin. Gæti verið að sambúð fyrir hjóna- band hafi eitthvað með skilnaðar- tiðnina að gera? Flestir búa saman í einhvern tíma áður en gengið er í hjónaband og það er svo sannarlega ekkert að því. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt að það séu helmings líkur á að þeir sem búi saman fyrir hjónaband skilji frekar en þeir sem geri það ekki. Þegar fólk hefur verið í sambúð í ákveðinn tíma þá virð- ist það vera rökrétt skref að ganga í hjónaband. Sambúðarfólk deilir ekki einungis heimili heldur banka- reikningum, gæludýrum, bílum, lánum og jafnvel börnum. Líf þeirra er orðið svo samtvinnað að þau gætu allt eins gengið í hjónaband því það er hentugt en ekki endilega vegna þess að fólk er yfir sig ástfangið af hvort öðru. 99....................... En sannleikurinn er að hvert og eitt okkar passar prýðilega við marga einstaklinga og enginn þeirra er fullkominn. Efþú hefur gert þér ákveðnar hugmyndir um hvernig maki þinn á að vera þá eru meiri líkur á að þú verðir fyrir vonbrigðum. Ást við fyrstu sýn Aðrar nútímahugmyndir um sam- bönd grafa líka undan hjónaböndum. Flestir ganga um í svefni og vöku leit- andi að hinni sönnu ást, hvort heldur er á skemmtistöðum, Internetinu eða í vinnunni. Margir hafa gert það að þráhyggju að finna einhvern ímyndaðan maka sem getur full- nægt öllum þeirra andlegu, tilfinn- inga- og kynferðislegu þörfum. Þeir álíta að giftast þessari einu persónu sé þeirra lykill að eilífri ást. En sann- leikurinn er að hvert og eitt okkar passar prýðilega við marga einstak- linga og enginn þeirra er fullkom- inn. Ef þú hefur gert þér ákveðnar hugmyndir um hvernig maki þinn á að vera þá eru meiri líkur á að þú verðir fyrir vonbrigðum. Fjölmiðlar ýta einungis undir þessa óraunveru- legu sýn. Blöðin fjalla um ýkt stjörnu- brúðkaup og raunveruleikaþætti eins og Bachelor, Bachelorette og Djúpu laugina þar sem samböndum og hjónaböndum er breytt í ómerki- lega samkeppni. Þegar komið er út í raunveruleikann bregðast flestir illa við og kjósa jafnvel að flýja. Að sama skapi hefur fólk orðið svo háð spenn- unni og vímunni sem fylgir nýlegu ástarsambandi að um leið og það dvínar þá leitar fólk að öðru eins. Skipt út Sú hugmynd að það beri að laga það sem er bilað er á undanhaldi í neyt- endasamfélagi okkar. Viðhorfið virðist vera að það sé tilgangslaust að gera við eitthvað þegar hægt er að kaupa sér glænýtt og flottara. Þennan hugsunarhátt má sömu- leiðis yfirfæra á sambönd. Af hverju að laga ófullkomið samband þegar hægt er að fara í nýtt? Það mætti halda að trúlofun og hjónaband hafi orðið að þróun í sambandi, eitthvað sem öll sambönd þurfa að ganga í gegnum áður en þeim lýkur. Hjóna- bandið er orðið einnota, notast í einhvern tíma en síðan losar fólk sig við það. Fyrir suma er hjónabandið því frekar persónulegur ávinningur heldur en samstarf tveggja einstak- linga. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að þó að par gæti haldið að það væri að gera sitt allra besta þarf það ekki að vera rétt. Fullt af pörum kunna ekki að vinna í sam- böndum því þau hafa engar fyrir- myndir, það eru engin lukkuleg sambönd í kringum þau. Þess vegna er einblínt á galla makans í stað þess að hugsa: Hvað getum við gert til að laga sambandið? Svona hugs- unarháttur minnkar eigin ábyrgð og gerir það auðveldara að hætta i sambandinu og geyma það í reynslu- bankanum. Vitanlega fylgir skilnaði alltaf einhver skömm og sjálfsgagn- rýni en það er auðveldara að rétt- læta það þegar stór hluti jafningja er að gera nákvæmlega það sama. Ég vil giftast þér, í bili Getur verið að fólk sé hreinlega ekki tilbúið til að vera í langtímasam- böndum? Á sama tíma og skilnaðir virðast vera landlægir þá endast sam- böndin að sama skapi skemur. Sögur heyrast um hjónabönd sem endast einungis í ío mánuði eða því um líkt. Þegar horft er til Hollywood-stjarna heyrast enn lægri tölur. Nú voru Renée Zellweger og Kenny Chesney ásamt Sophia Bush og Chad Micheal Murray einungis gift í nokkra mán- uði. Við lifum í menningu sem veg- samar frjálsan vilja, sem segir okkur að gera tilraunir og halda mögu- leikum okkar opnum. Við trúum því að við höfum rétt til þess að vera fullkomlega hamingjusöm með val okkar og ef við erum það ekki þá megum við velja eitthvað annað. Þetta viðhorf stuðlar ekki að löngu og hamingjusömu hjónabandi. svanhvit@bladid.net Baráttan við Bakkus Þegar makinnfer í meðferð er mikilvœgt að standa með honum ,Þegar annar aðilinn í samband- inu ákveður að fara í meðferð eru yfirleitt búnir að vera erfiðleikar á heimilinu í langan tíma,“ segir Páll Einarsson, sérfræðingur á persona. is. Hann segir allt ferlið geta verið sársaukafullt áður en annar aðilinn ákveður að fara í meðferð. „Þegar að meðferð kemur er það oftast léttir fyrir makann en þessi áfangi kallar líka á nýja hluti. Það er mikilvægt fyrir þann sem heima situr að einbeita sér ekki að mak- anum sem er í meðferð heldur fara að vinna með sjálfan sig og þá getur verið gott að leita sér aðstoðar. Viðtal við fagaðila eða fundur hjá hjálpar- samtökum eins og Al-anon getur hjálpað makanum að einbeita sér að sjálfum sér.“ Páll segir það oft verða tilhlökk- unarefni að fá makann úr meðferð þó svo að sá aðili sem eftir situr sé oft ekki viss um hvernig hann á að haga sér. „Þegar annar aðilinn fer í meðferð stendur hinn oft eftir með mikinn sársauka. Alkinn fær með- ferð við sínum vandamálum en það er enginn sem bankar upp á hjá mak- anum sem þarf sjálfur að leita sér aðstoðar." Páll segir konum sem eiga við áfengisvandamál að stríða fari fjölg- andi og að það fylgi því ekki eins mikil skömm og áður að leita sér meðferðar. „Þær konur sem áður földu sig bak við gluggatjöld með sín vandamál eru nú komnar fram í dagsljósið. Þegar makinn kemur úr meðferð er ekki nauðsynlegt að tipla á tánum í kringum hann heldur er mikilvægt að tala saman. Alkohólistar eru oft ómeðvitaðir um tilfinningar sínar og þurfa að kynnast sjálfum sér.“ Páll segir að allt ferlið gangi misjafn- lega hratt hjá hverjum og einum og að báðir aðilar þroskist á ferlinu. „Það er nauðsynlegt að ræða um gamla mynstrið sem var í gangi án þess að það vekji upp sársauka." Páll segir að önnur lögmál gildi þegar makinn hefur farið ítrekað í meðferð án þess að breyting verði á og að þá þurfi hinn aðilinn að ihuga hvort það sé þess virði að vera kyrr í sambandinu. F J ÖLSKYLDURÁÐG J ÖF Einstaklings-, hjóna og fjölskylduráðgjöf. Sérstök meðferð fyrir fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri Gréta Jónsdóttir Tímapantanir í síma 896 9568 Fjölskyldiu’áðgjafi hugrun@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.