blaðið - 11.01.2006, Qupperneq 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006
ÍPRÓTTIR I 31
Enski boltinn:
Sommeil
fékkþríggja
leikjabann
David Sommeil, leikmaður
enska úrvalsdeildarliðsins
Manchester City, var í gær
dæmdur í þriggja leikja bann
af aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins. Sommeil
braut gróflega á Young-Pyo
Lee leikmanni Tottenham í
leik liðanna nú fyrir stuttu
og Martin Jol, framkvæmda-
stjóri Tottenham, sagði eftir
leikinn að þetta væri grófasta
brot sem hann hefði orðið
vitni að í leik. Sommeil var
ekki refsað í leiknum þar sem
dómari leiksins, Alan Wiley, og
aðstoðardómarar sáu atvikið
ekki og er það með ólíkindum.
Sommeil missir af leikjum
Manchester City gegn Man-
chester United um næstu
helgi i úrvalsdeildinni og
einnig af leiknum gegn
Bolton í úrvalsdeildinni. Þá
missir David Sommeil af leik
Manchester City gegn Wigan
eða Leeds í bikarkeppni enska
knattspyrnusambandsins sem
fer fram undir lok mánaðar-
ins. Kappinn hefur þannig
lokið leik i þessum mánuði.
Enski boltinn:
Redknapp
leitarað
mönnum
Harry Redknapp, framkvæmda-
stjóri enska úrvalsdeildarliðsins
Portsmouth, er þessa dagana
á fullu að leita að nýjum
leikmönnum til að styrkja leik-
mannahóp sinn. Nýjustu frétt-
irnar eru þær að Steffen Iversen,
fyrrum leikmaður Tottenham
sem nú leikur með Válerenga í
Noregi, æfi nú með Portmouth
og það þykir líklegt að hann
spili með þeim það sem eftir
lifir leiktíðar. Þá er Harry
Redknapp á eftir nokkrum
leikmönnum Tottenham. Það
nýjasta í þeim efnum er að
Peter Storrie, stjórnarformaður
Portsmouth, er að fá leyfi hjá
Tottenham til að fá að tala við
Sean Davis og Noe Pamarot. Þá
er einnig talið að Redknapp
ætli að fá leyfi fyrir að tala við
þrjá aðra leikmenn Tottenham
sem eru Anthony Gardner, Pe-
dro Mendes og Michael Brown.
Leikmannamarkaðinum á
Englandi lokar 31. janúar og á
þessu má sjá að það má búast
við nokkrum sviptingum á
þeim markaði það sem eft ir lifir
mánaðar. Harry Redknapp lét
Frakkann Laurent Robert fara
til Frakklands og það er jafnvel
búist við að hann losi sig við
fleiri leikmenn í mánuðinum.
Körfubolti:
Dregið í 8-liða úrslit
I gær var dregið í 8-liða úrslit bikar-
keppni KKl og Lýsingar í karla-og
kvennaflokki.
Það var fyrrum landsliðshetja
Islands, fyrirliði og landsliðsþjálf-
ari, Jón Kr. Gíslason sem dró liðin
saman að þessu sinni.
Haukar eru núverandi bikarmeist-
arar kvenna í körfuknattleik og
Njarðvíkingar eru núverandi bikar-
meistarar karla.
Það má segja að allir leikirnir í
karlaflokki séu toppleikir en senni-
lega verður athyglisverðasta viður-
eignin á milli KR og Keflavíkur sem
fer fram í DHL-höll KR-inga.
Liðin sem drógust saman
í karlaflokki eru þessi:
Snæfell - Njarðvík,
KR - Keflavík,
Skallagrímur - Þór Akureyri,
Hamar/Selfoss - Grindavík.
f kvennaflokki drógust
eftirfarandi lið saman:
Grindavík - Haukar(b),
Keflavík(b) - Breiðablik,
(S - Haukar,
Skallagrímur - Keflavík.
Leikirnir í 8-liða úrslitunum f bik-
arkeppni KKÍ og Lýsingar í karla- og
kvennaflokki fara fram helgina 21.-
22. janúar næstkomandi.
BlaMÆrikki
Valþór S. Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur