blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 16
16 i áln FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaðiö GIRNILEGIR & GÓÐIR SMÁRÉTTIR í VEISLUNA OSTA OG SÆLKERAKÖRFUR LÉHIR RÉTTIR í HÁDEGINU VEISLUÞJÓNUSTA SMÁRÉTTIR SÉRVARA OSTABUÐIN Skólavörðustlg 8, 101 Reykjavfk - Pöntunarsími: 562 2772 Ungliðar mótmæla ritstjórnarstefnu DV Ungliðahreyfingar stjórnmála- flokkanna, helstu vefrita, samtaka stúdenta og fleiri stóðu saman að mótmælum við fréttaflutning og ritstjórnarstefnu DV. Á heimasíðum þessara félagasamtaka gaf að líta svartan skjá frá klukkan n til 14 í gærdag til að undirstrika mótmælin. Einnig var hafin undirskrifta- söfnun á vefritinu Deiglunni, þar sem skorað var á blaðamenn og rit- stjóra DV að endurskoða ritstjórn- arstefnu sina og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Slíkt álag var á netþjón Deiglunnar að undirskirfta- söfnunin stöðvaðist tímabundið. Að meðaltali skráðu sig um 44 manns á listann hverja mínútu frá klukkan 11 til klukkan 16. Þau samtök sem að undirskriftasöfnunninni og lokun á heimasíðum stóðu eru Deiglan.com, Samband ungra sjálfstæðismanna, Ungir jafnaðarmenn, Stúdentaráð HÍ, Múrinn.is, Samband ungra framsóknarmanna, Tikin.is, Ung frjálslynd, Heimdallur, Ung vinstri- Íræn, Vaka, Röskva og H-listinn. mörgum heimasíðum var í gær að finna skrif vegna ritstjórnarstefnu Áforsíðu Múrsins.is á milli klukkan DV og sjálfsvígs sem framið var í ellefu til klukkan tvö ígœrdaggafað kjölfar umfjöllunar í blaðinu. líta þessa aðvörun. Og enduðu í drápi! Þann 9. febrúar 2004 setti ég pistil inn á þessa síðu og tilkynnti að fjölskyldan vildi ekki lengur fá DV inn á heim- ilið. Tilefnin voru svo sem mörg en þann dag fengum við einfaldlega nóg - nóg af ærumeiðingum og mannorðsmorðum þeirrar blaða- mennsku er þá hafði haldið innreið sína í blaðið. Tekið skal fram að fjöl- skylda min hafði í sjálfu sér sloppið við illkvittni ritstjórnarstefnunnar en okkur blöskraði hvernig veist var að fólki dag eftir dag með svivirði- legum hætti. Með dylgjum, hæpnum fullyrðingum og þar sem blaðið vék lögum og dómstólum til hliðar en settist sjálft í sæti þeirra. Nokkru síðar hætti ég að svara spurningum blaðamanna DV - af sömu ástæðu. Þrátt fyrir nokkrar pillur í refsing- arskyni af hálfu blaðsins hef ég haldið fast við báðar ákvarðanir enda létt að fylgja samvisku sinni. Við eldhúsborðið höfum við annað slagið velt upp þeim áhrifum sem þessi ógeðslega blaðamennska kynni að hafa á einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Flestir kannast ugglaust við sorgleg dæmi um slíkan harmleik af völdum blaðsins. í dag gengu þeir þó endanlega fyrir björg. Eg tek undir með þeim sem fullyrða að blaðið hafi drepið mann - í bókstaf- legri merkingu þess orðs. Myndbirt- ing á forsíðu af GRUNUÐUM manni með viðeigandi fullyrðingum reynd- ist að þessu sinni vera dauðadómur án réttarmeðferðar eða laga. DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu. Og það er stórt orð en ekki verður séð annað en full innistæða sé þar að baki. Þyngra er en tárum taki að lýsa samúð með ástvinum hins myrta. Þeirra skaði verður aldrei bættur. En atvik þetta hlýtur að vekja upp nokkrar spurningar. 99.......................... DV fór yfír strikið og ekki einasta greip til mann- orðsmorðs heldur morðs 1 eiginlegri merkingu. Og það er stórt orð en ekki verðurséð annað en full innistæða sé þar að baki. 1. Hvernig hyggst ritstjórinn axla sína ábyrgð? 2. Hvernig hyggjast eigendur blaðs- ins axla sína ábyrgð? 3. Hvernig hyggjast auglýsendur og kaupendur blaðsins axla sína ábyrgð? 4. Hvernig hyggjast íslenskir neytendur bregðast við gagnvart þeim er ábyrgð bera? 5. Hvernig hyggst blaðamanna- stéttin bregðast við? 6. Getur verið að DV hafi teygt viðurkennd velsæmismörk íslenskrar blaðamennsku lengra en góðu hófi gegnir og þannig haft bein/óbein áhrif á þau mörk í öðrum fjölmiðlum? 7. Er ástæða til að leggja fram formlega kæru gagn- vart gjörningsmönnum og láta dómstóla meta sekt þeirra? Svör við þessum spurningum hljóta að birtast á næstu dögum og vikum. Sjálfur mun ég gefa mér góðan tíma til að leita þeirra - þegar og ef mér rennur reiðin. Höfundur er alþingismaður http://www.althingi.is/hjalmara Af Vefþjóðviljanum Árni Hauksson Gunnar Smári Egilsson JóhannesJónsson Jón Ásgeir Jóhannesson Pálmi Haraldsson Þórdís Sigurðar- dóttir Því er stundum haldið fram að starfsmenn og ritstjórnir fjölmiðla geti starfað alveg óháð eigendum sínum og jafnvel óháð framkvæmda- stjóra og stjórn útgáfufélagsins. Það er eins og með einhverjum dular- fullum hætti séu fjölmiðlar öðru vísi að þessu leyti en öll önnur fyr- irtæki. Það er auðvitað ekki. Líklega er það hluti af sjálfupphafningu fjölmiðlamanna hve þessi skoðun er útbreidd. Fjölmiðar eru eins og önnur fyrir- tæki á ábyrgð eigenda sinna. Eigend- urnir taka ákvörðun um að halda fjölmiðlum úti og ráða mannskap. Auðvitað geta starfsmönnum orðið á mistök sem eigendur geta ekki séð við; voru ófyrirséð og óvænt. Oft leiða slík mistök til þess að við- komandi starfsmaður hverfur af vettvangi. En það er sjaldgæft að eigendur skýli sér hvað eftir annað á bak við starfsmenn sína þegar starfs- mennirnir nýta fyrirtækið til að meiða samborgara sína vísvitandi. Það er hreint furðulegt á að líta. Þegar það er beinlínis orðin stefna dagblaðs að særa menn á hverjum einasta degi með óvarlegum skrifum og myndbirtingum bera eigendurnir auðvitað alla ábyrgð. Þá er það vilji eigendanna að starfsmenn blaðsins hagi sér með þessum hætti. A myndunum hér að ofan eru sex helstu eigendur og stjórnendur út- gáfufélags DV. Það er þetta fólk sem ber alla ábyrgð á því að á dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, kemur DV út með sama hætti. www.andriki.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.