blaðið

Ulloq

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 22

blaðið - 12.01.2006, Qupperneq 22
22 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaðiö „Þaö jafnast ekkert á við það, að skella sér í gott sólbað" Þá er sólin farin að hækka á lofti og ekki langt í að ferðaskrifstofur kynni ferðabæklinga sína fyrir næsta sumar. Margir eru þegar farnir að skipuleggja ferðaiög næsta sumar og hafa hug á að dvelja á erlendri sólarströnd, í einhverri stórborginni eða á framandi slóðum. Fólk getur nú tekið flugið hvert í heim sem er með stuttum fyrirvara og jafnvel litlum kostnaði en það gleymist oft að gera ráð fyrir öðru sem nauðsynlegt er. Vegabréfsáritanir og bólusetningar er dæmi um það sem fólk þarf að huga að og óiíkt flugfarinu þarf að huga að þessu með góðum fyrirvara. Það vill enginn skemma friið sitt með óþarfa veikindum eða verða strandaglópar út af vöntun á vegabréfsáritun. Þegar þetta er klárt er svo ekkert því til fyrirstöðu að skella sér í stuttbuxurnar og taka rútuna í Leifsstöð. Panta þarf tíma í bólusetn- ingu með góðum fyrirvara ,Það er allt of algengt að fólk hugi ekki að bólusetningum fyrr en rétt fyrir brottför" segir Helgi Guðbergs- son yfirlæknir Heilsuverndar Reykja- víkur. Helgi segir að nú sé hægt að fá flugfar til fjarlægra landa með stuttum fyrirvara en fólk gleymi að taka með í reikninginn að bólusetn- ingar taki mun lengri tíma. „Við erum með yfir 20 bóluefni sem eru notuð en það fer eftir því hvert er farið og hversu lengi á að dvelja hvort nauðsynlegt er að bólusetja. Bólusetningar eru nauð- synlegar til margra landa og nefni ég sem dæmi lönd í Afríku, Asíu, suður- og mið-Ameríku og eyja í Karabíska hafinu." Helgi mælir með því að fólk panti tíma í bólusetningu sex vikum fyrir brottför því oft þarf að bíða í nokkrar vikur eftir að fá tima. „Þá 99.......................... „Sumir erlendir skólar gera kröfur um að nemendur sem koma frá öðrum löndum séu bólusettir, þetta á t.d. við um suma skóla í Bretlandi og í Bandaríkj- unum. Það er því ekki aðeins áhætta viðkom- andi svæðis heldur líka kröfur svæðanna sem skera úr um hvort þörf sé á bólusetningu." þurfa flest efnin tvær vikur til að fara að virka og sum lengur." Helgi segir að bólusetningar geti verið dýrar en afar nauðsynlegar og að þetta sé kostnaður sem fólk verði að gera ráð fyrir. „Það fer eftir því hvað fólk er að fara að gera í þeim löndum sem það heimsækir hvort nauðsynlegt er að bólusetja það. Þannig skiptir máli hvort fólk er að fara i nokkra daga borgarferð til austur-Evrópu eða hvort fólk ætli að dvelja þar í nokkrar vikur og ferðast um sveitir og héruð. Ef ferðin er stutt og dvalið í borg er ekki þörf á bólusetningu en það verður nauðsynlegt ef ferðin verður löng og ferðast til afskekktra svæða. Ef ferðast er um mið-Evrópu og dvalið í skógum og á afskekktum svæðum þarf að bólusetja við blóðmaur.“ Helgi segir það nokkuð algengan misskilning að fólk telji að bólusetn- ingar sé ekki þörf ef það dvelji á fínum hótelum. „Það eru moskítkó- flugur alls staðar og því nauðsyn- legt að bólusetja óháð því hvernig ferðamátinn er.“ Bólusetningar þörf á Suðurskautslandið „Ef farið er í gegnum lönd þar sem bólusetningar er þörf þarf að bólu- setja fólk jafnvel þótt viðdvölin sé stutt. Þannig þarf bólusetningu ef farið er til suðurskautssvæðisins því á leiðinni þangað er farið í gegnum lönd þar sem bólusetningar er þörf. Ef fólk veikist á Suðurskautsland- inu getur líka verið erfitt að komast undir læknishendur.” Helgi segir algengustu bólusetn- ingar vera endurteknar barnabólu- setningar og að bólusett sé gegn lifrar- bólgu af A stofni. „Sumir erlendir skólar gera kröfur um að nemendur sem koma frá öðrum löndum séu bólusettir, þetta á t.d. við um suma skóla í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Það er því ekki aðeins áhætta viðkomandi svæðis heldur líka kröfur svæðanna sem skera úr um hvort þörf sé á bólusetningu.“ Helgi segir að innflytjendur á íslandi sem hyggist heimsækja heimaland sitt þurfi bólusetningar. „Fólk sem hefur búið hér i langan tíma er oft orðið ónæmt eftir að hafa Helgi Guðbergsson yfirlæknir Heilsu- verndar Reykjavíkur búið við aðrar aðstæður í langan tíma.” Helgi segir mörg dæmi um að fólk hafi veikst erlendis og jafnvel látist vegna veikinda sem það hefði losnað við hefði það verið bólusett. Hvað með magakveisurnar, er hœgt að bólusetja við þeim? „Það er hægt að bólusetja við sumum tegundum magakveisa en svo ætti fólk líka að leita sér ráðlegg- inga varðandi mataræði á hverjum stað og hvað ber að varast." h ugrun@bladid. net BNL6 NEDERLAND + SCHENGEN STATEN 25-06-04 g. 24-09-04 MULT sar«“SJ"“* OUUOMOffftr PEKING 25-06-04 G0M18831 DC REPORT HPP EINDHOVEN 270428789Í D.J.TERBRA/ Vegabréfsáritanir geta tekið margar vikur Með hækkandi sól hugsa sér margir til hreyfings. Með bættum flugsamgöngum er orðið auðveld- ara að ferðast til fjarlægra landa. Þetta breytir því hins vegar ekki að til margra landa er krafist vega- bréfsáritunar og betra að hafa tímann fyrir sér þegar sækja þarf um vegabréfsáritun. Á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins má sjá langan lista yfir fjarlæg lönd og hvort þurfi vegabréfsáritanir til þeirra eða ekki. Vegabréfsáritanir eru veittar í erlendum sendiráðum viðkomandi lands og á sumum ræðis- skrifstofum. Ef viðkomandi land er ekki með sendiráð hérlendis þarf að fá vegabréfsáritun hjá viðkomandi landi erlendis. Sem dæmi um þetta má nefna að vegabréfsáritanir til Afganistan fást í sendiráði landsins í Osló. Það getur tekið margar vikur að fá vegabréfsáritun og því vissara að athuga þau mál í tæka tíð. Ef tekið er stutt yfirlit yfir löndin má sjá að til flestra Afríkulanda þarf vegabréfsáritun. Til sumra landa þarf ekki áritun ef dvalið er innan ákveðins tímaramma. Þannig þarf ekki áritun til Caymaneyja ef dvalið er skemur en mánuð. Til Dóminik- anska lýðveldisins þarf ekki áritun ef dvalið er skemur en í 3 mánuði. Til stríðshrjáðra landa eins og Iraks er ekki vitað hvort vegabréfsárit- unar er þörf. Enda ólíklegt að fólk hafi hug á að eyða sumarfríinu þar eins og staðan er. Til nágrannaríkis- ins Irans þarf hins vegar vegabréfs- áritun. Ef ferðast er til asíulanda er misjafnt hvort vegabréfsáritunar er þörf. Þannig þarf vegabréfsáritun til Kína og Kambodíu en ekki til Japans. Þeir sem hyggjast ferðast til suður-Ameríku þurfa ekki vega- bréfsáritun til Argentinu, Brasilíu og Kolumbíu en hins vegar er árit- unar þörf til Venesúela ef dvalið er lengur en í 3 mánuði. Misjafnt er hvort löndin hafa gagnkvæman samning við ísland en ef svo er ekki er ferðamönnum bent á að fá upplýsingar um hvort vegabréfsáritunar er þörf. Sem dæmi um þetta er Andorra, þangað er vegabréfsáritunar ekki þörf en hins vegar eru ekki gangkvæmir samningar á milli landanna og því ættu þeir sem ferðast þangað að fá þær upplýsingar staðfestar. hugrun@bladid.net Hugmyndaríkar konur. ... athugið! BRAUTARGENGI <?> Impra - nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið Brautargengi / Reykjavík og á Akureyri fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: • skrifi viðskiptaáætlun • kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnavinnu og persónulegri handleiðslu. Tímabil: Kennt er á miðvikudögum frá kl. 12:30 - 17:00; frá 25. janúar til 3. maí 2006. Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðu Impru, www.impra.is, eða í símum 570 7267 og 460 7974. Skráningu lýkur 23.janúar n.k. Takmarkaður fjöldi. impra nýsköpunarmiðstöð Iðntæknístofnun Þátttakendur á Brautargengi hafa verið styrktir af eftirfarandi sveitarféiögum: Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi, Seltjarnarnesi og Akureyri.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.