blaðið - 12.01.2006, Síða 26

blaðið - 12.01.2006, Síða 26
26 I TÍSKA FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöiö Skapar sér sérstöðu í einsleitninni Tískustraumar hafa mikil áhrif á klæðaburð margra kvenna og sumar konur hafa meiri áhuga á því að passa í hópinn en í flíkina. Áhrif sjálfskipaðra tískuspekúlanta mælast oft í einsleitni en sé setið á kaffihúsi við Laugarveg er oft eins og sama stúlkan gangi hjá glugga aftur og aftur. Ekki eru allar konur undir sömu sök seldar, þó áróður aldanna beri því vitni. Til eru konur sem virðast hafa innbyggðan mælikvarða á hvað er fallegt og hvað fer þeim og láta ekki segja sér hvað þær eigi að kaupa og hvernig þær eigi að vera. Slíkar konur vekja jafnan eftirtekt fyrir smekkvísi og stíl. Esther ír Steinarsdóttir, hönnuður, ljósmyndari og förðunarfræðingur er ein þessara kvenna. Esther er undantekningalaust smekklega klædd en verslanir sem skera sig úr. Verslanir sem bjóða upp á alls kyns hönnun, fáa hluti af hverju og einu sem eru þá einstakir. Svo eru það náttúrulega „second hand“ hún hefur sinn sérstaka stíl og lætur nýjustu tísku ekki hræra of mikið í fatavali sínu. .,Mér finnst mjög gaman að fara út og skoða og kaupa föt og aukahluti. Það er auð- vitað sérstak- lega 99.............................. Það ersvo mikið það sama í búðunum hér. Það ersvona ein og ein flík inn á milli en það þarfað leita vel til að finna eitthvað sérstakt sem er ekki eins og allt hitt. Það virðist vera gefin út einhver lína um hvernig tískan á að vera og þá verður allt einhvernveginn eins gaman .................................... ekki. að versla í útlöndum því oft finnst mér vanta úrval í íslenskar verslanir. Það er svo mikið það sama í búðunum hér. Það er svona ein og ein flík inn á milli en það þarf að leita vel til að finna eitt- hvað sérstakt sem er ekki eins og allt hitt. Það virðist vera gefin út einhver lína um hvernig tískan á að vera og þá verður allt einhvern veginn eins“, segir Esther. Að finna gæðin Esther leitar gjarnan á náðir þeirra sem leggja upp úr því að hafa íjöl- breytt úrval og bjóða fram varning sem er sérstakur. Hún heldur mikið upp á ákveðna hönnuði og vefnaðar- vöru. „Umleið ogmaðurgengur niður Laugaveginn er auðveldara að finna hluti sem eru sérstakir. Þar eru fleiri búðirnar sem eru orðnar fleiri en þær voru. Úrvalið er kannski ekkert frá- bært en þar má þó finna ý m i s 1 e g t fallegt.“ Ester segist ekki velkjast í vafa um hvort flíkur henti henni eða Hún finnur það strax. „Ég finn það strax þegar ég er að skoða föt að það eru bara sum föt sem henta mér, önnur ekki. Ég sé þetta undir eins og á ekki í neinum erfiðleikum með að ákveða hvort mér finnist fötin flott eða ekki. Efnin skipta miklu máli og ég finn það með því að strjúka yfir efnið hvort mér líkar þau eða ekki. Maður finnur gæðin í fötum með því að koma við þau og horfa á þau og gæðin skipta miklu máli. Það er ótrúlega oft sem mig langar í það sem er dýrast í búð- inni og það er löngu áður en ég kíki á verðmiðann sem ég hef gert upp hug minn, en sjaldnast verður af slíkum kaupurn." Brotið upp á einfaldleikann Esther sniðgengur mikið skræpótt BlaÖíÖ/SteinarHugi Hönnuðurinn Esther (r hefur næmt auga fyrir stílhreinum og fallegum fatnaði. eða mynstruð föt sem vekja gjarnan eftirtekt og erfitt er að nota oftar en einu sinni. „Mér finnst þau ekki fara mér. Ég á hreinlega erfitt með að vera í röndóttu, doppóttu eða mikið mynstruðum fötum en mér finnst lit- sterk, einlit föt með þrykki á, og það má þá alveg vera í fleiri en einum lit, vera falleg. Það er mjög algengt að ég sé í svörtum fötum en svo kannski í einni litaðri flík eða mjög áberandi skóm, gylltum eða einhverju sem brýtur einfaldleikann upp. Margar konur eyða miklu fé í tísku- varning og endurnýja fataskápinn reglulega, sérstaklega á þetta við um þær sem kaupa það sem hæst ber hverju sinni. En það má fara aðrar leiðir að því að halda í við tisku- bylgjur án þess að kosta aleigunni til. Eg hef nú ekki efni á að kaupa mér mjög dýra hluti. Ég finn kannski meira skrýtna og skemmtilega hluti á góðu verði sem gera gömlu fötin sem ný. Nýtt belti, nýtt hálsmen, nýjir skór geta breytt miklu og auka- hlutir þurfa ekki að vera mjög dýrir. Mér finnst skemmtilegust fötin sem ég kaupi og get átt lengi og notað aftur og aftur, árum saman. Ég á til dæmis kjól sem ég keypti í Barce- lóna sem ég keypti árið 2000 og ég er ennþá að nota hann. Hann er mjög fallegur, einfaldur í sniði og úr mjög sérstöku svörtu efni. Ég hef notað hann sem kjól og svo bara pilsið af honum. Þessi kjóll er einn af mínum uppáhaldsflíkum og hann er dæmi um hönnun sem dettur ekkert úr tísku." ernak@vbl.is Fjöllin hafa vakað i þúsund ár -Stuttermabolir til stuðnings náttúrunni Stuttermabolir, sem hafa pólitískan boðskap, njóta sívaxandi vinsælda. Á bolunum geta verið byltingakennd skilaboð um úrræðaleysi og jafnvel spillingu einstakra ríkisstjórna eða stuðningsyfirlýsingar við málstað eða einstaklinga. Þannig mátti vel sjá stuðning við fyrirsætuna Kate Moss á brjósti fatahönnuðarins Alex- anders McQueen á síðustu sýningu. „Við elskum þig Kata”, var letrað yfir brjóst hans en fyrirsætan hefur sætt ámæli vegna fíkniefnaneyslu. Landvernd hefur nú hafið sölu stuttermabola með stuðningi við náttúruna en það er óhætt að segja að náttúruvernd sé að vaxa fiskur um hrygg, kannski ekki seinna vænna í ljósi þess tjóns sem mann- legt samfélag hefur valdið síðustu áratugi og fer sívaxandi. Víðfrægir tónleikar rjóma íslenskra tónlista- manna eru til marks um viðhorfs- breytingar gagnvart náttúruvernd sem og auðvitað yfirlýsingar Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra i síðustu viku um að hún væri gengin til liðs við hópinn, því hún væri mikill náttúruverndarsinni. Landverndarbolirnir, sem skreyttir eru þjóðarblóminu, holtasóley og þjóðarfjallinu Herðubreið, henta vel fyrir þá sem bera hag náttúr- unnar fyrir brjósti en þeir geta með bolunum borið íslenska náttúru á brjósti sér. Tilgangur bolanna er að gefa náttúrunni slagorð auk þess sem bolirnir eru seldir í fjáröflunar- skyni fyrir náttúruverndarsam- tökin Landvernd.Bolirnir fást rauðir og dökkbláir í barnastærðum og úr teygjanlegu efni, bæði stutterma og langerma, í fjölda lita fyrir full- orðna. Þeir eru seldir á skrifstofu Landverndar og kosta 2000 krónur. ernak@vbl.is Me6 náttúruna á brjóstinu Blaöiö/Frikkí Blómskrýddur bolur Landverndar Blaóió/Frikki

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.