blaðið - 12.01.2006, Síða 30

blaðið - 12.01.2006, Síða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 Maöiö Knattspyrna: Ágætis leikmannahópur hjá Trinidad og Tobago Paris Dakar: Peterhansel er enn í forvstu Eins og lesendur Blaðsins sáu í gær hafa Island og Trinidad og Tobago komist að samkomulagi um að mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu og fer leikurinn fram í London 28.febrúar næstkomandi. Margur hefur komið að máli við íþróttadeild Blaðsins og verið að velta fyrir sér hverjir væru eigin- lega í landsliði Trinidad og Tobago. Já, það er ekki á hverjum degi sem við mætum þessum ágætu herra- mönnum sem eru undir stjórn hollendingsins Leo Beenhakker. Rétt er að geta þess að Trinidad og Tobago verður í B-riðli úrslita- keppni HM næsta sumar í Þýska- landi ásamt Englendingum, Svíum og Paraguay. Til þess að glöggva sig aðeins á leikmannalista Trin- idad-manna, þá er hér að neðan listi sem vert að huga að fyrir leik Islands og Trinidad og Tobago undir lok næsta mánaðar. Trinidad ogTobago: Markverðir: Shaka Hislop, West Ham, Clayton Ince, Coventry, Kelvin Jack, Dundee Skotlandi, Tony Warner, Fulham. Varnarleikmenn: Sylvio Spann, Yokahama Japan, Marvin Andrews, Glasgow Rangers Skotlandi, Dennis Lawrence, Wrexham Wales, Brent Sancho, Gillingham, John Avery, N E Revolution MLS, Bandaríkjunum. Miðvallarleikmenn: Russell Latapy, Falkirk Skotlandi, Dwight Yorke, Sydney FC Ástralíu. Carlos Edwards, Luton, Chris Birchall, Port Vale, Aurtis Whitley, Jabloteh Trinidad og Tobago, Framherjar: Stern John, Coventry City, Jason Scotland, St Johnstone, Skotlandi, Kenwynne Jones, Southampton, Hector Sam, Port Vale. Það virðist stefna í hörkueinvígi á milli ffakkanna Luc Alphand og Stephane Peterhansel í Paris Dakar rallinu. I gær var ekið um Malí og þar gekk á ýmsu. Peterhansel gekk ekki alveg nógu vel og náði Alphand að saxa aðeins á forskot landa síns. Þegar fjórar dagleiðir eru eftir munar aðeins 25 mínútum sem telst ekki mikið í þessu lang erfiðasta ralli sem fram fer ár hvert. Luc Alp- hand og hans aðstoðarmaður, Gil- les Picard, sem aka á Mitshubishi Pajero urðu i þriðja sæti í gær en það var Suður Afrfkumaðurinn Giniel de Vilhers sem ekur á Volkswagen Touareg, sem sigraði á 11. dagleið- inni í gær en Stephane Peterhansel og aðstoðarmaður hans, Jean-Paul Cottret, urðu töluvert neðar í keppn- inni í Malí. Peterhansel og Cottret aka einnig á Mitshubishi Pajero. Úrslitin á 11. dagleiöinni I gær í Paris Dakar-rallinu: i Ginielde VHHers (S-Afrfku) Volkswagen Toareg,3klst, 07 mínútur,ogoisekúnta 2. BrunoSaby(Frakklandi) Volkswagen Toareg, 3.1234 3. LucAlphand (Fmkklandi) Mitsubishi, 313:04 4. CarlosSainz(Sp) Volkswagen Toareg, 31534 5. GuerlainChicherit(Frakklandi)BMW, 316:50 6. Carlos Sousa (Portúgal) Nissan, 31820 7. AlfieCox(S-Afríku)BMW, 31937 8. Eric Vigouroux (Frakklandi) Chevrolet, 32214 9. MarkMiller(Bandaríkin) Volkswagen Toareg, 325:03 10. Jean-Louis Schlesser (Frakklandi) Ford, 32527 Heildarsta&a: 1. Stephane Peterhansel (Frakklandi) Mitsubishi, 413767 2. LucAlphand(Frakklandi)Mitsubishi, 42:03:06 3. Gínielde Villiers (SA) Volkswagen Toareg, 4220:16 4. NaniRoma (Spánn) Mitsubishi, 4315-48 5. MarkMiller(Bandar(kin) Volkswagen Toareg, 4466:03 Þessmágetaað bifreiðar fr á Mitsu- bishi hafa sigrað í Paris Dakar siðast- liðin 5 ár og alls 10 sinnum af þeim 28 skiptum sem keppnin hefur farið fram. Eins og staðan er í dag, bendir fátt til annars en Mitsubishi landi enn einum sigrinum í Paris Dakar um næstu helgi. Þvi má svo bæta við þetta að í Kringlunni er hægt að klkja á Pajero-bíl sem er má segja í tilefni Pa- ris Dakar-rallsins. Enski boltinn: Enski boltinn: Agger semur við Liverpool Danski varnarleikmaðurinn Daniel Agger kom til Liverpool í gær til við- ræðna við forráðamenn félagsins um að hann gangi til liðs við félagið á næstu dögum en hann hefur leikið með Bröndby í Danmörku. Forráðamenn Liverpool neituðu í gær að tjá sig við fréttamenn um málið en forráðamenn Bröndby sögðu aðeins að Agger hafi ekki mætt á æfingu hjá félaginu í gær. Daniel Agger er 21 árs gamall og hefur lengi verið á lista Liverpool- manna. Kaupverð Liverpool hefur enn ekki verið gefið upp en sam- kvæmt breskum fjölmiðlum í gær er talað um 5.8 milljónir sterlings- punda sem er jafnvirði um 627 millj- óna íslenskra króna. VINSÆLU BYRJENDA- NÁMSKEIÐIN ERUAÐ HEFJAST! ALLAR UPPLÝSINGAR 0G SKRÁNING Á WWW.BREIDABLIK.IS/KARATE Agger lék með landsliði Dana sem valtaði yfir það enska 4-1 og þar átti hann frábæran leik. Fleiri félög hafa verið á eftir þessum efnilega Dana og nægir í því sambandi að nefna stórlið eins og Juventus og Bayern Munchen auk Tottenham. Mido vill vera áfram hjá Tottenham Egypski leikmaðurinn Ahmed Mido, sem leikið hefur með enska liðinu Tottenham Hotspurs, segist ekki vilja fara til Roma á Ítalíu þegar dvöl hans hjá Tottenham lýkur. Mido, sem er 22 ára, hefur leikið feykivel í vetur með Tottenham. Hann er á 18 mánaða lánssamningi frá Roma og hann segist vilja vera áfram hjá Martin Jol og Tottenham. “Roma bað mig um að koma til baka og hjálpa þeim í ítölsku deildinni en ég sagði þeim að ég vildi vera hjá Tot- tenham. Mér líður mjög vel að leika með vinum eins og Robbie Keane og Edgar Davids sem eru stjörnur liðs- ins og þeirra landa”, sagði Ahmed Mido við breska fjölmiðla í gær en kappinn hefur skorað 15 mörk það sem af er leiktíð fyrir félag sitt í öllum keppnunum þremur. Daniele Prade yfirmaður íþrótta- mála hjá Roma sagði í gær að Totten- ham hafi þegar tekið fyrsta skrefið í að kaupa Mido til félagsins en það yrði þó að bíða þangað til í júní í sumar. Þau mál yrðu væntanlega kláruð þá. Það má þó búast við að forráða- menn Roma setja háa upphæð á Mido ef hann heldur áfram að leika eins vel fyrir Tottenham og hann hefur gert það sem af er leiktíð.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.