blaðið - 12.01.2006, Síða 38

blaðið - 12.01.2006, Síða 38
381 FÓLK FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 blaöÍA SMÁ borgarínn AF KLÁMKYN- SLÓÐINNI Það þarf ekki líta lengi til beggja hliða til þess að átta sig á því að heimurinn er hreint út sagt (og afsakið orðbragðið) býsna ógeðslegur (þó fegurðin finnist að sjálfsögðu víða, sé vel leitað). Þjóðarmorð, stríð og hungursneyðir getur að líta í fréttum á hverju kvöldi, þó svo okkur hafi með einbeittu átaki þess sem horfir á heiminn gegnum skjá, I stað þess að líta hann beint í augun, blessunarlega tekist að smækka öskur kúgaðra og undirokaðra í pirrandi flugnasuð sem auðvelt er að bægja frá með því að skipta yfir á Everybody Lo- ves Raymond (ha ha hal). En allt er þetta þama og við vitum það líka öll, þó félagsleg samviska teljist ekki lengur dyggð í sama mæli og söfnun innantómra auðæfa sem skipta má út fyrir flatskjái og tískuvarning (sem við fáum ódýrt, því starfsfólk tískuverk- smiðjanna fær ekki borgað í krónum, heldur aurum). Nema hvað, það mál sem er mest aðkall- andi fyrir smáborgara (slands að takast á við þessa dagana er ekki illa dulið þrælahald í þriðja heiminum eða vopnaiðnaður sem krefst stöðugs stríðsástands til þess að viðhalda sjálfum sér. Nei, KLAMKYNSLÓÐIN veldur áhyggjum. Heyrst hefur að ungt fólk verði srfellt frjálslyndara og frjálslegra í kyn- ferðismálum og nú stundi það jafnvel munn- og endaþarmsmök, sé sá gállinn á því. Nú berað rifja upp að þessi umræða erað miklu leyti runnin undan rifjum DV (sem sér í hvert skipti sem það segir fréttir af og hneykslast á ungum stúlkum sem teknar eru dónamyndir af í misjöfnu ástandi ástæðu til þess að birtaþær). Umræðan er skelfilega illa ígrunduð og kjánaleg. Yfirleitt er vitnað í frænda vinkonu einhvers sem vinnur á slysadeild þegar sagt er frá sködduðum endaþörmum unglings- stúlkna eða kynlífspartýum. Sárafá staðfest dæmi finnast um þetta, ef einhver. Nú getur Smáborgari dagsins vitaskuld tekið undir að það er ámælisvert og glæpsamlegt athæfi að þröngva einhverjum til þess að stunda enda- þarms- eða munnmök. Honum þykir reyndar alltaf ámælisvert að þröngva fólki til þess að gera eitthvað sem það hefur ekki áhuga á, sér- staklega ef það telst lögum samkvæmt ekki fært um að ráða eigin högum. Nú er staðreynd að viðtekin gildi breytast með tímanum og klám gærdagsins er nöt- urlegur veruleiki dagsins (dag. Þannig vék trúboðastellingin smám saman fyrir doggí- stæl sem ríkjandi stelling. Það er í sjálfu sér ekkert rangt eða siðferðilega ámælisvert við að stunda endaþarms- eða munnmök, frekar en nokkuð annað sem aðhafst er í svefnher- berginu og hefur einungis áhríf á viljuga þátt- takendur... Æi. Smáborgara leiðist þessi sósjal- realismi. Fer Raymond ekki að byrja? HVAÐFINNST ÞÉR? Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. Hvernig leggst leikurinn viö Trinidad og Tobago í þig? „Þetta er viss undirbúningsleikur og það er kannski ekki efst í huga að ná hagstæðum úrslitum heldur meira að finna liðið, en svo er þetta góð æfing og prófsteinn fyrir framhaldið. í stuttu máli bara skemmtilegur leikur. Þetta er fyrsti leikurinn milli þessara þjóða og þeir eru að fara á heimsmeistaramótið þannig að þetta er bara spennandi fyrir íslenska landsliðið og íslensku þjóðina." fslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Trinidad og Tobago í vináttulandsleik 28. febrúar næstkomandi. Móðurdraumum Rachel Weisz lokið Stjarnan úr Mummy-myndunum, Rachel Weisz, hefur staðfest að hún eigi von á barni með unnustanum og kvikmyndagerðarmanninum Darren Ar- onofsky, og sé hún komin fimm mánuði á leið. Breska leikkonan viður- kenndi á síðasta ári að hún hafi orðið æst í að eignast barn þegar hún lék ófríska konu í myndinni The Constant Gardener, og leysti hún frá skjóð- unni í síðustu viku í sjónvarpsþættinum The Tonight Show. Hún útskýrði: „Ég átti að vera að undirbúa brúðkaupið okkar en þetta fór aðeins úr bönd- unum hjá okkur. Ég þarf aðeins að hugsa þetta betur.“ Eftir að hún lék með gervibumbu sem Tessa Ouavle í myndinni The Constant Gardener, á móti Ralph Fiennes, sagði Weisz: „Ég elska að vera ófrísk og langar örugglega að prófa sjálf“. Hurley segist kaupa brúðarkjólinn í Debt Debenhams Liz Hurley segist ætla að kaupa brúðarkjól sinn í Debenhams. Hin 40 ára leik- kona á svo marga vini sem eru hönnuðir að hún getur ekki gert upp á milli þeirra fyrir stóra daginn sinn, án þess að særa nokkurn. Sögusagnir ganga um að hún ætli að gifta sig kærastanum Arun Nayar á Valentínusardaginn á Indlandi. „Ef ég myndi vilja fá mér hönnunarkjól yrði það algjör martröð", sagði Hurley í viðtali. „Ég myndi ekkert vita hvert ég ætti að fara. Ég á svo rosalega marga góða vini í þessum bransa, og ég vinn með svo mörgu góðu fólki að þetta yrði bara ómögulegt val. Ég myndi líklega bara gera kjólinn sjálf, eða kaupa hann í Debenhams.“ Fyrirsætan og leikkonan þekkir bæði hönnuðina Valentino og Donatellu Versace persónulega. Hún ferðast til Ind- lands í febrúar til að sitja fyrir í auglýsingaherferð sem tengist sundfatalín- unni hennar, en neitaði að gefa upp hvort parið myndi gifta sig í leiðinni. Litli Jagger elskar Sex ára sonur Mick Jagger á víst ótrúlega margt sameig- inlegt með föður sínum, eða svo segir móðir hans og brasilíska fyrirsætan Luciana Morad. Lucas Morad Jagger spilar á píanó og elskar að syngja. „Uppáhalds lagið hans er Satisfaction", bætti hún við. Morad segir að Lucas litli hafi nú þegar farið að sjá föður sinn á nokkrum tónleikum og elskað tónlistina hans. Hún segist ekkert vita um það hvort hinn 62 ára gamli rokkari muni nokkru sinni setjast í helgan stein eða róast niður, en vonar að hann nái að verða hamingjusamur. tónlist Stónara ókeypis tii heimila og fyrirtækja blaöiö= eftir Jim Unger Nei, ekki kveikja á tækinu. Útskýrðu bara hvernig það tekur öðrum skordýrafælum fram 3-26 <D Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Ossur Skarphéðinsson fjall- ar á heimasíðu sinni um forsíðufrétt DV í fyrradag sem leiddi til þess að maður framdi sjálfsvíg: “Um hvað skyldi Míkael Torfa- son, ritstjóri DV, vera að hugsa í kvöld? Skrifar Jónas Kristjáns- son leiðara á morgun um hvernig er að leika Guð og vega menn á skálum sannleikans? Senda 365-miðlar blóm og kransa þegar Gísli Hjartarson verður borinn til grafar á ísafirði í næstu viku? Eða verður allt óbreytt á víg- stöðvunum? “ Iótmælaalda reis í gær vegna umfjöllunar DV og var víða mikil reiði í þjóðfé- laginu. Þau ummæli Hjálmars Árnasonar að DV hafi hrein- lega framið morð vöktu mikla a t h y g 1 i. Ungliða- hreyfingar stjórnmála- flokkanna létu sitt ekki eftir liggja og voru vefsíð- ur þeirra svartar í nokkrar klukkustundir í gær í mótmælaskyni við það sem kallað var óábyrg ritstjórnar- stefna DV og ítrekað skeytingar- leysi sem einkenndi umfjöllun blaðsins um menn og viðkvæm málefni. Athygli vekur að í sama tölu- blaði DV birtast ótrúlegar hótanir frá Eiríki Jónssyni. Þar tilkynnir hann Jónínu Bene- diktsdóttur að hún sé búin að tryggja sér minnst 20 forsíður á blaðinu ef hún dirf- ist að kæra DV fyrir að sverta mannorð hennar. Það erfáheyrtað blaðamenn hóti ein- staklingum á síðum blaðs síns en menn eru orðnir ýmsu vanir þegar Eirík- ur Jónsson á i hlut. Þannig fór hann langt yfir strikið í þætti á NFS um síðustu helgi þar sem hann hæddist að einum við- mælanda sínum sem átti erfitt með að svara fyrir sig. Sigríður Guðjónsdóttir var kjörin Vestfirðingur árs- ins á fréttavefnum bb.is. Sig- ríður er kennari á ísafirði og bjargaði hún ungum dreng frá drukknun í sundlaug Bolungar- víkur. Hún fékk tæplega fjórð- ung greiddra atkvæða. í öðru sæti varð V i 1 b o r g Arnarsdótt- ir í Súðavík, setti as: sem á fót fjöl- skyldugarð- inn Ragga- - garð til minningar um son sinn sem lést í bílslysi. í þriðja sæti varð svo Sólberg Jónsson, fyrrver- andi sparisjóðsstjóri í Bolung- arvík. Það er full ástæða til að óska þessu fólki til hamingju.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.