blaðið - 23.01.2006, Page 20

blaðið - 23.01.2006, Page 20
24 I MEWWING -- MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöió í skurðpunkti atburðanna Hin þekkta bók George Orwell, Down and Out in Paris and London, er komin út á íslensku í Lærdómsritaröð Bókmenntafé- lagsins. f íslenskri þýðingu nefn- ist verkið í reiðuleysi í París og London og þýðandi er Uggi Jóns- son. Orwell er eins og kunnugt er höfundur meistaraverkanna Animal Farm og 1984. í reiðuleysi í París og London segir Orwell frá dvöl sinni meðal undirmálsfólks í stórborgunum tveimur. Þegar Uggi er spurður hvað hafi vakið áhuga hans á bókinni svarar hann: „Það sem ég held að veki áhuga fólks á bókum yfirleitt er ein- hvers konar samsömunarþörf, hvort sem hver og einn lesandi leitar að einhverju sem kalla má áhugamál eða hreinlega sjálfum sér í einhverri mynd - sem er svo aftur á sína vísu einn og sami hluturinn. Annars konar bækur les fólk allajafna bara í skólum eða af skyldu og það er ágætt, þær kunna að vekja áhuga þess um síðir og kveikja forvitni um aðrar bækur um áþekk eða tengd efni sem fólk fær áhuga á. í framhaldinu gerist það svo jafnvel að fólk hættir smám saman að geta greint þarna á milli. Þegar ég las Down and Out in Paris and London fyrir mörgum árum var forvitni mín að ég held sjálfvakin vegna umfjöllunarefnisins: Eymdin, hvers kyns mannleg skipbrot, slark í víðustu merkingu og svo aftur ævin- týralegir karakterar sem úir og grúir af í þessu hálfgerða anekdótusafni. Manneskjur sem láta ekki bugast heldur bregða jafnvel á leik og bjarga sér einhvern veginn þrátt fyrir allt vonleysið, jafnvel með vafasömum ráðum. Mér þótti þetta áhugavert þá og þykir enn; þær sögur sem blæðir úr svo járnbragðið leikur um tunguna um leið og bros er á vörum gerast sjaldnast í hefðbundnum mið- eða topplögum mannlífsins, þær ger- ast í djúpunum. Ég held að þetta eigi við um bókmenntirnar sem og lífið sjálft." Sterktöká málinu Hver er styrkur þessarar bókar? „Styrkurinn liggur ef til vill ekki síst í því að Orwell segir allmargar sögur sem þrátt fyrir ótrúlega vinlda eru mjög trúverðugar og það er auð- vitað stílgáfu hans að þakka. Það liggur í augum uppi hve hugsunin er öguð, tök hans sterk á málinu og hversu næmt auga hann hefur haft fyrir fólki, því hann dregur upp einkar eftirminnilegar myndir af flóknum og fjölbreytilegum mann- gerðum. Hún er líka með eindæmum skemmtileg enda þótt ekki sé allt fallegt sem frá segir. Auk þess lýsir Orwell á býsna sannfærandi hátt þeim furðuheimum sem finna mátti i kreppunni í þrælakistu Parísar annars vegar og hins vegar því stór- furðulega og merkilega skipulagða farandkerfi heimilisleysingja sem var starfrækt í og umhverfis London á sama tíma. Þótt enn sé til aragrúi heimilisleysingja jafnt í London sem öðrum borgum efa ég að nú á tímum sé þeim nokkurs staðar smalað jafn skipulega úr einum næturstað á annan, gangandi dagleið eftir dag- leið, „hring eftir hring, eins og í drepleiðinlegum eltingarleik", svo vitnað sé til orða Orwells um þessa reynslu." Hvert er mat þitt á Orwell sem höf- undi og hvað finnst þér einkenna hann? „Mér þykir hann góður. Raunar mjög góður - ella hefði ég aldrei kosið mér hann að svo nánum fé- lagsskap sem höfundur af hans kal- íberi verður manni óhjákvæmilega þegar maður tekur sér fyrir hendur að þýða bók eftir hann. Þetta tekur tíma, bæði sjálf þýðingarvinnan og svo ýmiss lestur tengdur efninu og um höfundinn sjálfan. Fyrir vikið má segja að maður kynnist honum all- nokkuð. Ég hef nú þegar sagt dálítið um það sem mér virðist einkenna Orwell sem höf- und, en þessu má bæta við: Sem söguper- sóna stendur hann ósjaldan í skurðpunkti atburðanna, en er þó ekki endilega aðalsögu- hetjan og beri það við segir hann iðu- lega frá því af svo einstöku látleysi að sjaldgæft er að lesa slíkt. Aðrir karakterar eru jafnan meira áber- andi og það er merkilegt um höfund sem var jafn gagnrýninn á kerfið og stjórnmálin hve hlýjum höndum hann fer jafnan um mennina, hve ríkur virðist hafa verið í honum kær- leikurinn til manneskjunnar, enda þótt hann taki svo sem ekki með silkihönskum á skúrkunum sem eiga annað skilið. Það virðast allir látnir njóta sannmælis, hvort sem það er nú gott eða vont.“ Listin að þýða Er auðvelt aðþýða Orwell? „Að sínu leyti er það auðvelt vegna þess hvað hann skrifar skýran stil og hugsunin er heil. Það fer nán- ast aldrei á milli mála hvað hann á við - á hinn bóginn er orðaforðinn gríðarlegur þannig að það fylgir því nokkur orðabókalestur að þýða verk hans. I því að lesa enskar orða- bækur rétt liggur svo aftur annar vandi sem getur verið nokkuð snúið að ráða fram úr. Það gildir reyndar einnig um íslenskuna að það er ekki endilega auðséð hvernig best er með hana farið til að merkingin sé skýr. Sér í lagi g e t u r þ e t t a r e y n s t v a n d a - samt þegar kemur að fínni blæ- brigðum á milli tungu- málaogmenn- ingarheima og tengingum milli ólíkra tímaskeiða... og svo framvegis sem þýðendur eru gjarnan margorðir um. Aðalatriðið held ég þó að sé jafnan það að fást við eitt- hvað sem maður telur sig ráða við, er manni hjartfólgið og getur jafnvel um síðir knúið lesendur til umhugs- unar, orðið þeim einhvers virði. Maður verður að gefa sér nægan tima til að hugsa, þýða, endurtaka hvort tveggja með hæfilegu milli- bili og fá eftir þörfum í lið með sér hugsandi fólk sem er viljugt til að stúdera orðabækur og komast að öðrum lausnum en maður sjálfur, bæði í sambandi við þýðingar á einstökum orðum og uppbyggingu málsgreina, slíkt er ómetanlegt - og auk þess harla gaman. Menn ættu að gera miklu meira af því að lesa saman orðabækur. Ef ofantalið gengur nokkuð vel er auðvelt að þýða Orwell rétt eins og hvað annað. Stundum heyrist hljóð úr horni um að það sé erfitt að þýða og það getur trúlega verið það ef menn eru aleinir að hugsa og gera það af meiri skyldu- rækni en innlifun." kolbrun@bladid.net 99 •......................................... Eymdin, hvers kyns mannleg skipbrot, slark í víðustu merkingu og svo aftur ævintýralegir karakterar sem úir og grúir afíþessu hálfgerða anekdótusafni. Manneskjur sem láta ekki bugast heldur bregða jafnvel á leik og bjarga sér einhvern veginn þrátt fyrir allt vonleysið, jafnvel með vafasömum ráðum. Mér þótti þetta áhugavert þá og þykir enn; 109 SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 3 4 1 9 7 3 9 6 1 2 8 4 9 1 6 3 8 9 3 2 6 1 3 7 5 7 8 4 6 2 Lausn síðustu gátna 8 3 9 7 4 1 2 5 6 6 4 7 2 5 3 1 9 8 2 5 1 8 6 9 4 7 3 9 7 8 5 1 4 3 6 2 3 1 5 6 9 2 8 4 7 4 2 6 3 8 7 5 1 9 7 9 4 1 3 8 6 2 5 5 8 2 4 7 6 9 3 1 1 6 3 9 2 5 7 8 4 4 8 6 5 3 9 7 2 1 3 7 9 4 2 1 6 8 5 1 2 5 8 6 7 9 4 3 5 1 4 9 7 6 2 3 8 8 3 7 1 4 2 5 6 9 9 6 2 3 5 8 4 1 7 2 5 1 6 9 3 8 7 4 6 9 3 7 8 4 1 5 2 7 4 8 2 1 5 3 9 6

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.