blaðið - 23.01.2006, Side 26

blaðið - 23.01.2006, Side 26
$0 FOLK MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 blaöiö borgarinn VEIT EKKI SITT RJÚKANDI RÁÐ Smáborgarinn er duglegur að fylgjast með þjóðmálaumræðunni. Þannig mæta blöðin inn um lúguna á heimili hans á hverjum morgni og eru lesin yfir tei og ristuðu brauði áður en amstur dagsins hefst. í hádeginu er hlustað á útvarps- fréttir og auðvitað situr hann fyrir fram- an sjónvarpið á kvöldin og fylgist sam- viskusamlega með fréttum NFS og RÚV. Undanfarið hefur óþægilegur sann- leikur runnið upp fyrir Smáborgaranum. Það er að enginn einn algildur sannleikur er til í heimi hér. Oft hefur hann setið ný- vaknaður í eldhúsinu og lesið glæsilega grein í Morgunblaðinu eftir einhvern skýran og merkilegan mann og hugsað með sér - mikið er þetta vel fram sett hjá manninum - hann hlýtur að hafa rétt fyrirsér. En viti menn - nokkrum klukku- tímum síðar er kominn annar alveg jafn skýr maðurog tjáirsig af mikilli þekkingu í hádegisfréttum um hversu ofboðslega vitlausar niðurstöður greinagóða greinar- höfundarins voru. (kvöldfréttum birtist síðan greinarhöfundurinn, karlinn úr há- degisfréttunum ásamt nokkrum öðrum sérfræðingum og þar er rifist um málið I spjallþætti þar til allir eru komnir með hausverk. Eftir að hafa lesið greinagóðan sannleik í upphafi dags stendur Smáborg- arinn frammi fyrir þeirri skelfilegu stað- reynd að hann er að kvöldi til engu nær. Smáborgarinn hefur velt því vel og lengi fyrir sér hvað hægt sé að gera til að breyta þessu. Fyrst taldi hann að setja ætti miklu skýrari reglur um það hverjir mættu tjá sig um ákveðin mál í fjölmiðlum. Hann var lengi á þeirri skoð- un að fólk ætti að standast próf í hverjum málaflokki fyrir sig áður en þeim leyfðist að gerast álitsgjafar eða sérfræðingar í nokkru máli. Hann gerir sér grein fyrir því að slíkt verði líklega aldrei að veru- leika. Því var hann lengi á þeirri skoðun að fjölmiðlafólk ætti ekki að fjalla um mál nema að hafa i málaflokknum ein- hverja prófgráðu. Þannig gætu blaða- og fréttamenn vinsað úr vitleysuna og sett aðeins fram hinn hárrétta sannleika. Þá yrði reyndar að banna almenningi að skrifa blaðagreinar og birta - nema að þær væru yfirlesnar og samþykktar af fjölmiðlafólki fyrst. Það myndi augljós- lega ekki ganga. Smáborgarin er því kominn að þeirri niðurstöðu að hann verði sjálfur að vera sinn eigin ritstjóri og vinsa ruslið út frá því sem vel er gert sjálfur. Eftir miklar vangaveltur hefur hann meira að segja komist að þeirri niðurstöðu að enginn sé betur til þess fallinn en hann sjálfur. HVAÐ FINNST ÞÉR? Þorvaldur Bjartti Þorvaldsson, tónlistarmaður Hvernig leggst forkeppni Eurovision í þig? „Mér finnst þetta alveg frábært fyrirkomulag, enda kominn tími til. Ef þetta er of dýrt í framleiðslu finnst mér að menn ættu að reyna að gera þetta svona annað- hvert ár. Best væri þó að gera þetta árlega því þetta er auðvitað frábær innspýting í bransann hérna og gott fyrir laga- og textasmíðar. Mér finnst þetta mjög vel gert, útlitslega séð, hjá þeim í Basecamp og þeir sýna þarna að það er allt hægt hér á landi.“ Forkeppni fyrir Eurovision er hafin i Sjónvarpinu. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um mikinn kostnað við keppnina. Sameinuð Star Trek-stórmynd Star Trek snýr aftur með helstu stjörnunum, William Shatner, Patrick Stewart og Leonard Nimoy. Yfirmenn þessara vinsælu þátta vilja sameina Captain Kirk, Captain Jean-Luc Picard og Mr Spock til að ná sem mestri stemningu. Stewart segir frá: „Þessi hugmynd hefur komið upp. Það er áhugi fyrir því að leiða leikarana úr Next Gener- ation-þáttunum saman við leikara úr öðrum Star Trek-seríum. Ég myndi elska að taka þátt í því. Ég er mjög hrifinn af William Shatner.“ Smashing Pumpkins saman aftur? Billy Corgan hefur verið að reyna að sameina sveit sína Smashing Pumpkins síðan í júní á síðasta ári og fregnir herma að nú sé það ef til vill að fara að ganga upp hjá honum. Þau munu, samkvæmt sögusögnum, spila saman á Coachella-hátíðinni í Kaliforníu í apríl næstkomandi. Billy Corgan setti aug- lýsingu í bandaríska dagblaðið Chicago Tribune á síðasta ári þar sem hann lýsti yfir áhuga sínum að Smashing Pumpkins hæfu aftur störf. Þar sagðist hann hafa uppgötvað, síðan að sveitin lagði upp laupana í desember 2000, að hjarta sitt tilheyrði Chicago og Smashing Pumpkins. Trommarinn Jimmy Chamberlain hefur sagst hafa áhuga á að endurvekja sveitina og muni hann standa við hlið Billy. Á heimasíðu Billy Corgan stendur í nýlegri færslu: „Það mun nokkuð óvænt gerast og verður tilkynnt um það von bráðar. Góðir hlut- ir henda þá sem bíða þolinmóðir.“ Sleppið skrýtnu nöfnunum! Peaches Geldof hefur hafið upp raust sína og hvetur fræga fólkið til að skíra börn sín ekki fáránlegum nöfnum. Peaches er dóttir Bob Geldof og Paulu Yates og segir að sitt nafn hafi verið þungur kross að bera. Fullu nafni heitir hún Peaches Honeyblossom Michelle Charlotte Angel Vanessa Geldof. Hún segir: „Ég hata fáránleg nöfn og hef liðið fyrir mitt alla ævi. Ég hata líka að vera fræg þvf fólk telur sig þekkja mig út af föðurnafninu." Peaches á þrjár systur sem heita Fifi Trixabelle, Pixie og Heavenly Hiraani Tiger Lilly. by Jim Unger Hvað stendur í heimsmetabók Guinness um ianga dóma? © Jlm Unger/dtet. by United Medla, 2001 HEYRST HEFUR... Lesendur blað- anna sáu það um helgina að Steinunn V. Ósk- arsdóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, hefur hafið kosningabaráttu sína. Margir hafa haft gaman af því að rýna í myndmálið í prófkjöri Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson var þann- ig myndaður kappklæddur með trefil úti í kuldanum, en Steinunn er hins vegar mynd- uð nánast fáklædd inni í hlýju borgarstjóraskrifstofunnar með Tjörnina og Iðnó í baksýn. Kannanir benda hins vegar til þess að stöðu þeirra sé þveröf- ugt farið. Dagur sé funheitur en Steinunn á leiðinni út i kuld- ann... Iskoðanakönnun Fréttablaðs- ins um stjórnmálaviðhorf- ið, sem birt var í gær, sést að sjálfstæðismenn eru með 52,7% stuðning, en sjálfstæðismenn fá aldrei upp úr kjörkössunum í samræmi við fylgiskannanir, þannig að meirihluti Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er síður en svo tryggður í vor. Alkunna er hins vegar að framsóknar- mönnum tekst ávallt að kreista fram meira fylgi í kosningum en skoðanakönnunum. Nú mælast þeir með 5,4%. Það þykir nógu ná- lægt þeim 6,67%, sem þarf til þess að ná manni inn, til þess að menn telja einn fram- sóknarmann nánast kominn í hús og hlýtur Björn Ingi Hrafns- son að fagna þeim árangri... Athygli vekur jafnframt í könnuninni að vinstri grænir mælast með aðeins 8% fylgi um þessar mundir og myndu samkvæmt því aðeins ná Svandísi Svavarsdóttur inn í borgarstjórn. I viðræðum um framhald R-listans gerðu vinstri grænir kröfu um að fá þrjá fulltrúa í níu efstu sæti listans á þeirri forsendu að þeir gætu alltaf náð í tvo menn und- ir eigin merkjum og einhvern ávinning yrðu þeir að hafa úr samstarfi. Flokksmenn hljóta nú að spyrja hvort innistæða hafi verið fyrir þeirri kröfu. For- ystan er hins vegar borubrött og segir kosningabaráttuna ekki hafna meðan framsókn- armenn og Samfylkingin njóti umræðunnar um prófkjörin... Stora spurnmgin 1 prótkjori Samfylkingarinnar er vita- skuld 1. sætið. Þrátt fyrir margs konar fjölmiðlaupphlaup Stein- unnar V. Óskarsdóttur, borgar- stjóra í Reykjavík, hefur hún ekki þótt ná sér á strik sem forystumaður og geldur hún þess vafalaust með hvaða hætti hún varð borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson þykir hins vegar hafa náð miklu flugi án mikill- ar áreynslu und- anfarna daga, en Stefán Jón Hafstein þykir enn ekki hafa beitt sér í sama mæli og vænst var. En þó Dag- ur þyki hafa náð nokkru for- skoti eru margir sem efast um að boðskapur hans hafi jafn- víðtæka skírskotun og til þarf. Hafa sumir á orði að hann sjái ekki út fyrir póstnúmerið 101, en oddviti Samfylkingarinnar verði að hafa hljómgrunn í út- hverfunum líka...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.