blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaöiö
Vilja hætta aðstoð við Methagnaður
Palestínumenn hJá Exxon
Pantið tíma
í síma
511-1551
Hársnyrting
Villa Þórs
Lynghálsi 3
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna vill að ríki heims láti affjárstuðn-
ingi við Palestínumenn í Ijósi kosningasigurs Hamas-samtakanna.
Leiðtogi Hamas hvatti alþjóðasamfélagið þvert á móti til viðrœðna
án skilyrða.
Ismail Haniya, leiðtogi Hamas-
samtakanna á Gasaströnd.
Bandaríkjamenn vilja að önnur
ríki hætti aðstoð við stjórnvöld
í Palestínu undir forsæti Hamas-
samtakanna. Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra, lýsti þessu yfir
áður en alþjóðlegur fundur um
ástandið í Palestinu hófst í gær.
Hún útilokaði jafnframt að Banda-
ríkjamenn myndu veita ríkisstjórn
undir forsæti Hamas-samtakanna
fjárhagsaðstoð.
Rice sagði að líklega þyrfti að
meta í hverju tilviki fyrir sig hvort
veita ætti mannúðaraðstoð til Pal-
estínumanna þar sem fátækt væri
útbreidd og atvinnuleysi mikið. Enn-
fremur gaf hún í skyn að Bandaríkja-
menn myndu standa við skuldbind-
ingar um aðstoð sem gefnar hefðu
verið núverandi stjórnvöldum.
Hryðjuverkog lýðræði
eiga ekki samleið
.Bandaríkjamenn eru ekki reiðubúnir
að fjármagna samtök sem berjast fyrir
eyðingu Israels, hvetja til ofbeldis
og gangast ekki við skyldum sínum,“
sagði Rice. Hún fundaði í gær um
ástandið í Palestínu með fulltrúum
,kvartettsins“ svo kallaða en í honum
eiga sæti Bandaríkjamenn, Rússar,
Evrópusambandið og Sameinuðu þjóð-
irnar. Hópurinn heftir þegar lýst því
yfir að það felist grundvallarmunur á
aðgerðum herskárra hópa og uppbygg-
ingu lýðræðisríkis.
Ismail Haniya, háttsettur leiðtogi
í Hamas-samtökunum, hvatti kvar-
tettinn aftur á móti til að taka þátt í
viðræðum án skilyrða við samtökin
og halda áfram fjárhagsaðstoð við
Palestínumenn.
afsláttur
af hreinlætis- og blöndunartækjum!
Hagnaður bandaríska olíufyrir-
tækisins Exxon Mobil nam 10.71
milljarði Bandaríkjadala (um 664
milljörðum ísl. kr.) á síðasta ársfjórð-
ungi síðasta árs og 36,13 milljörðum
dala (um 2240 milljörðum ísl. kr.) á
árinu öllu. Það er mesti hagnaður
sem nokkurt bandarískt fyrirtæki
hefur skilað á einum ársfjórðungi.
Hagnaðinn má einkum skýra með
hækkun á verði á olíu og eldsneyti
og aukinni eftirspurn eftir unnum
vörum. Hagnaðurinn var meiri en
spáð hafði verið í kauphöllinni í
New York og hækkuðu hlutabréf í
fyrirtækinu um nærri 3% í kjölfarið.
Árshagnaður Exxon 2005 var einnig
sá mesti frá upphafi og bætti fyrir-
tækið eigið met upp á 25,3 milljarða
Bandaríkjadala (um 1568 milljarðar
ísl. kr.) frá árinu á undan.
IVý skýrsla um loftslagsbreytingar:
Ahrifin alvarlegri
en talið var
Söfnun gróðurhúsalofttegunda
kann að hafa alvarlegri afleiðingar
en áður hefur verið talið samkvæmt
nýrri skýrslu sem bresk stjórnvöld
hafa gefið út. Ennfremur telja
skýrsluhöfundar ólíklegt að það tak-
ist að halda losun gróðurhúsaloftteg-
unda undir hættumörkum. Óttast
er að ísbreiðan á Grænlandi muni
bráðna sem leiði til þess að yfirborð
sjávar hækki um sjö metra á þúsund
árum. Fátækustu löndin verða fyrir
mestum áhrifum fy rir þessum brey t-
ingum að mati skýrsluhöfunda.
Skýrslan er byggð á rannsóknum
vísindamanna sem kynntar voru á
ráðstefnu bresku veðurstofunnar
fyrir tæpu ári. Margaret Beckett,
umhverfismálaráðherra, sagði að
niðurstöður skýrslunnar myndu
koma mörgum í opna skjöldu sér-
staklega þar sem um óafturkræf
áhrif væri að ræða.
Ólíklegt er talið að það takist að halda losun gróðurhúsalofttegunda undir hættumörk-
um.
Eiturlyfjasmygl til Spánar:
Aldrei jafnmikið af
kókaíni gert upptækt
Spænska lögregla gerði nærri 50
tonn af kókaíni upptæk á síðasta
ári og hefur aldrei verið lagt hald
á jafnmikið magn í landinu. Kóka-
ínið er metið á 5,7 milljarða evra
(um 427 milljarða ísl. kr.). Aðeins
var lagt hald á meira af kókaíni í
Kólumbíu og í Bandaríkjunum. Um
2000 manns voru handtekin í 800
aðgerðum fíkniefnalögreglu á síð-
asta ári samkvæmt upplýsingum lög-
reglu. Alls var lagt hald á 46,6 tonn
af kókaíni sem eru 60% meira en
árið á undan og nýtt met.
Stjórnvöld segja að mest af kókaín-
inu hafi fundist um borð í skipum
sem stefndu að Spánarströndum en
mikið af þeim eiturlyfjum sem ber-
ast frá Suður Ameríku til Evrópu
berast þangað um Spán. Óvíða í Evr-
ópu er jafnmikils af kókaíni neytt
og á Spáni og er spáð að neyslan
muni fjórfaldast meðal Spánverja á
næstu árum.
Fuglaflensa
í írak
Staðfest hefur verið að 15 ára stúlka
sem dó fyrr í mánuðinum í norð-
urhluta Iraks var haldin hinu ban-
væna HsNi-afbrigði fuglaflensu.
Þetta er fyrsta tilfelli sjúkdómsins
sem vitað er um í landinu. Rann-
sóknarstofa bandariska sjóhersins
notaði blóðsýni úr stúlkunni til að
komast að dánarorsök. Fulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna sem hafði umsjón
með rannsóknunum sagði að verið
væri að rannsaka 30 sýni til viðbótar
frá norðurhluta Iraks.
Stúlkan lést þann 17. janúar í
héruðum Kúrda, skammt frá landa-
mærum Tyrklands og írans í kjölfar
sýkingar í lungum. Heimbær hennar
Ranya er skammt frá vatnsbóli sem
er algengur viðkomustaður farfugla
frá Tyrklandi. Frændi hennar sem
bjó á sama heimili lést tíu dögum
síðar.