blaðið - 31.01.2006, Side 18
26 I HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaöiö
SÖLVAS'
DARAStS'
BMii/Frikki
Hollusta úr hafinu
Sœlt er að borða sjávarfang
Mataræði íslendinga hefur tekið
örum breytingum undanfarin ár.
Bæði neikvæðum sem jákvæðum.
Ein þessara jákvæðu breytinga er
aukið framboð á margskonar holl-
ustu og lífrænum matvælum.
Fyrir skemmstu byrjaði lítið fyr-
irtæki að bjóða upp á margskonar
nýungar úr sjávarfangi en fyrirtækið
heitir Hollusta úr hafinu og er rekið
af Eyjólfi Friðgeirssyni líffræðingi.
Eyjólfur er fróður um sjávarfang og
hefur mikla trú á því sem viðbót í
mataræði okkar.
„Þetta er hluti af matarmenningu
okkar en um leið arfleifð sem við
höfum verið að tapa niður. Mér fannst
upplagt að ráða bót á því. Sjávarfang
er hollur matur; í honum er lítil fita
og mikið af steinefnum en svolítið
af vítamínum líka. Vinkona mín ein
var nýverið á heilsuhæli í Þýskalandi
og þar var til dæmis ekki boðið upp
á annað en mulinn þara til að salta
matinn. Það má vel skipta saltinu út
með þara og er mun hollara.“
Ævagömul íslensk/írsk hefð
„Sjávargróður hefur verið nýttur
um þúsundir ára sem bæði matur,
áburður og lyf og notkun hans í
matargerð nær aftur á fjórðu öld
í Japan og til sjöttu aldar í Kína.
Til Islands barst hefðin í upphafi
byggðar en kemur samt hvergi
við sögu á hinum Norðurlönd-
unum þar sem hún kom með for-
mæðrum okkar frá írlandi. Þetta
finnst mér mjög merkilegt,“ segir
Eyjólfur. „Undanfarin ár hefur
verið mikil vakning á þessu sviði
um hinn vestræna heim og víða
mikið að gerast. Sérlega þó í Frakk-
landi, Japan og á austur og vest-
urströnd Bandaríkjanna."
Hvaða vörur býður
þú upp á?
„Ég er með fjórar teg-
undir af þurrkuðum
og möluðum þara
sem hafa undan-
farið verið notaðir
heilmikið sem
krydd á Næstu
Grösum. Svo
framleiði ég líka
þarasósur, en það
er sojasósa sem er
krydduð með þör-
unum. Hún er alveg
frábær. Ég hef verið
að gefa Japönum að
smakka þetta og þeir eru
mjög hrifnir. Þessi sósa
er mjög góð með hrásalati,
fiski, í pottrétti og súpur og svo
framvegis en það má nota hana á
margvíslegan hátt.“
Er eitthvað fleira nýtt í vændum?
„Núna er ég að undirbúa fram-
leiðslu á hökkuðum og frystum
stórþara, en hann er alveg frábær
í súpur og pottrétti. Um þessar
mundir á ég í viðræðum við fyrir-
tæki á Snæfellsnesi um að vinna
hann fyrir mig og vona að það
gangi vel. Svo er ég líka að undir-
búa kryddlegin söl og þara, en það
er alveg frábær matur líka!“
Hvar er hægt að nálgast vörurnar?
„1 heilsuhúsunum, Maður lifandi,
Yggdrasil, Fjarðakaupum og Mela-
búðinni. Sem sagt öllum helstu
heilsuverslunum og svo í Fylgi-
fiskum. Stefnan er samt að dreifa
þessu víðar,“ segir þessi framtaks-
sami líffræðingur að lokum.
Um kosti sjávargróðurs má fræð-
ast enn frekar á vefsíðunni; www.
seaveg.com
1 íslenskum sjávarháttum segir:
“Ásamt sölvum og fjörugrösum
var marinkjarnitm talinn bestur
til manneldis af sœþörungum.
Ýmsir fullyrða reyndar að
hann sé betri til mann-
eldis enfjörugrös.
Allir, sem greina
frá því, hvernig
marinkjarni var
matbúinn, gera
það mjög á sömu
lund. Hann var
(þá þurrkaður),
afvatnaður
í tvö dægur,
síðan saxaður
smátt sem kál
og að því búnu
soðinn ímjólkur-
blandi, mysu eða
vatni. Maukþetta
var mjölfest.
Reynt var að nota
hann í brauð ásamt
sölvum. Ef hann er vel
saxaður, má nota hann
‘á móti mjöli 3á. Slík brauð
þóttu mjög bragðgóð”.
margret@bladid.net
mn
Nagalskóii Professionails
Viðurkennt nám þar sem nem-
endur út.skrifast með alþjóðlegt
diplóma sem gcfur þeim at-
vinnumöguleika í yfir 60
löndum.
Sveigjanlegt nám sem tekur
tillit til mismuuandi náms-
liraða nemenda.
Orvegum nemendum stört
herlendis og erlendis.
Innritun allt árið.
Heildverslunin Hjölur,
sími 588 8300.
Nánari upplýsingar á
www.profcssionails.is