blaðið - 31.01.2006, Síða 6

blaðið - 31.01.2006, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÖAR 2006 bla6Í6 Kjaradómur: Ríkisstjórnin skipar nefnd Nefnd hefur verið skipuð af ríkistjórninni til þess að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd. Henni er ætlað að gera tillögur um breytingar á þeim lögum „í ljósi reynslunnar og ábendinga sem fram hafa komið um anmarka á þeim,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Sérstaldega á að skoða hvort ástæða sé til þess að breyta núverandi fyrirkomulagi um launaákvarðanir. Meðal annars verði hugað að þeim viðmiðum og fyrirmælum sem úrskurðarað- ilum eru sett í lögum. Einnig mun nefndin fjalla um laun hverra skuli ákveðin með þessum hætti og hvernig skipan þeirra skuli háttað. Jón Sigurðsson, formaður Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra er formaður nefndarinnar en aðrir tilnefndir eru: Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyt- inu.AðalsteinnÁrni Baldursson tilnefndur af Frjálslyndum, Svan- fríður Jónasdóttir, Samfylkingu, Svanhildur Kaaber, frá VG og þau Þórunn Guðmundsdóttir og Gunn- arBjörnsson frá Sjálfstæðisflokki. Rán í Happdrœtti Háskólans: Ungur maður yfirheyrður Rétt fyrir hádegi í gær var framið rán hjá Happdrætti Háskólans í Tjarnargötu. Maður með svarta lambhúshettu og íklæddur bláum kuldagalla ruddist inn í afgreiðsluna vopnaður byssu. Ekki lá ljóst fyrir þegar Blaðið fór í prentun hvort um væri að ræða alvöru skammbyssu eða leikfang. Hann heimtaði fé úr peningakössum og komst í burtu áður en lögregla kom á staðinn en hún fékk upplýsingar um ránið í gegnum boðkerfi Securitas. Ekki fékkst upp gefið hve mikla peninga maðurinn komst yfir með þessum hætti en þó var um eitthvað fé að ræða. Hann forðaði sér upp í Grjótaþorp og þar fannst kuldagallinn skömmu síðar. Tvítugur maður handtekinn Allt tiltækt lið lögreglunnar var kallað út vegna ránsins og leituðu menn ræningjans fram eftir degi. Síðdegis í gær handtók lögreglan svo tvítugan karlmann grunaðan um ránið. Hann var fluttur til yfirheyrslu en hafði ekki játað þegar síðast fréttist. Skrifstofa Happdrættis Háskólans var lokuð það sem eftir var dags vegna vettvangsrannsókna. ito-m í r SKIPULAG ( n © 200 cm Skápar á brautum Hámarks nýting á plássi Leitiö tilboóa Skjalaskápar Læstir fataskápar fyrir vinnustaöi og skóla Margar stærðir og geróir! Gæöi og gott verö! Geymsluskápar 'SOld ehf. Nethyl3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 www.isold.is • www.hillur.is Formaður Landverndar: Aðeins 30% álvera í heim- inum knúin orku frá kolum Álver Alcoa í Rochester, New York í aðdraganda álráðstefnunnar sem haldin var sl. föstudag birtist frétt á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar er því meðal annars haldið fram, að ef álverin hér á landi yrðu lögð niður væru allar líkur á því að útstreymi gróðurhúsalofttegunda i heiminum ykist. Þetta er rökstutt á þann veg, að gera megi ráð fyrir því að stór hluti af áli og járnblendi yrði ann- ars staðar framleiddur með orku úr jarðefnaeldsneyti. Björgólfur Thor- steinsson, formaður Landverndar varar við því að málið sé sett upp á þennan hátt. „Því hefur oft verið haldið fram að ál sem er framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum væri annars framleitt úr kolum ann- ars staðar,“ segir Björgólfur. „Það er svolítið bratt að segja þetta. Hlutur Sérsmíðaóir hornsófar - ykkar hugmynd, okkar smíöi sími: 553-9595 kola í framleiðslu áls í heiminum er ekki nema um 30%. Meira en fimm- tíu prósent af áli í heiminum er fram- leitt með vatnsafli.“ Rökin bíta ekki Björgólfur segir að þannig mætti allt eins segja, að ál sem framleitt yrði annars staðar, yrði framleitt með vatnsorku í Kanada eða í Suður-Ameríku, til dæmis í Venezú- ela. „Losunin sem við erum að tala um hér á landi er líka hverfandi lítil miðað við heildarlosun í heiminum." Að mati Björgólfs ættu íslendingar frekar að auka vísindarannsóknir á loftslagsbreytingum. „Með því móti gætum við lagt eitthvað af mörkum til alþjóðlegs þekkingargrunns sem er nauðsynlegur til þess að finna lausn á þessu vandamáli. Þessi rök, að framleiða verði ál með vatns- orku hér á landi til þess að koma í veg fyrir að það verði framleitt með kolum annars staðar, þau bíta ein- faldlega ekki.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.