blaðið - 31.01.2006, Síða 20

blaðið - 31.01.2006, Síða 20
28 I TÆKI OG TÓL ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaðið Rafdrifið rúm skekur veröld Gisla Hattdórs „Uppáhaldstœkið mitt!“ Gísli Halldór Halldórsson, fjármála- stjóri Menntaskólans á Isafirði, er tækjamógúll vikunnar. Hann segir að erfitt hafi verið að velja sitt uppá- haldstæki, en á endasprettinum hafi nýlega keypt rafdrifið rúm sigrað sjálfvirku kaffivélina með bauna- malaranum og freyðistútnum. „Að vísu grét ég mig i svefn fyrsta kvöldið, yfir verðinu á þessu ferlíki, en eftir reynslu þeirrar nætur og annarra sem í kjölfarið fylgdu sé ég að það er ekkert annað en bylt- ing í heilbrigðismálum heimilisins. Skyndilega hvarf öll bakþreyta eins og dögg fyrir sólu. Auðveldara er að takast á við flensur ef maður getur legið í rúminu án þess að þreytast. Svefn er auðvitað allra meina bót og því mikils virði að hann sé góður; hann getur læknað ýmsa krank- leika, breytt depurð og vonleysi í gleði og áræðni og skerpt greindina. Góður svefn getur haft allt um það að segja hvort upp rennur dagur vel heppnaðra verka og ánægju fremur en mistaka og leiðinda. í þessu rúmi eru að minnsta kosti Gísli Halldór við rúmið góða 12 mismunandi gerðir af nuddi, en mér finnst það litlu skipta. Það er svo sem ágætt að eiga kost á nuddi og getur hjálpað við afslöppun, en heilar 12 gerðir rugla mann bara í ríminu. Annars er ég dauðfeiminn við að kveikja á nuddinu, því ég bý í timburhúsi og það leikur allt á reiði- skjálfi þegar hundruð kílóa rúm fer að nötra.“ USB-öskubakkinn! Nema hvað? Þrátt fyrir að öld tóbaksreyk- inga muni væntanlega brátt líða undir lok má enn finna fjölda reykingafólks víða um borg og bæ, sé vel að gáð. Reykingafólk er semsagt ennþá til og ef að líkum lætur má ætla að eitt- hvert þeirra sinni sinum störfum eða hugðar efnum á tölvu, oft með sig- arettu í öðru munnvikinu. Iðnir vísindamenn nútimans hafa nú lagt fram frá- bæra lausn fyrir þá sem kjósa að reykja við heimilis- tölvuna en eru hræddir um að reyk urinn geti valdið skaða á viðkvæmum smárum og rafrásum hennar. Hér er átt við hinn magn- þ r u n g n a USB-ösku- bakka, en auk þess að vera hin mesta stofu- prýði kemur hann í veg fyrir að reykur sigar- ettunnar fari á flandur um her- bergið með því að soga hann til sin með þar til gerðri viftu. Af lýsingu framleiðandans er ekki ljóst nákvæmlega hvað USB tengingin gerir fyrir öskubakkann góða, en ætla má að vifta hans sé knúin áfram af rafmagni sem hún leiðir. Af sömu lýsingu er erfitt að ráða hvað verður um reykinn þegar öskubakk- inn hefur sogað hann til sín, líklega er þó einhvers konar síunarbúnað að finna í inn- viðum hans. Sem stendur er hægt að fá bakkann í formi bíls og fótbolta, en fleiri gerðir munu væntanlegar á markað bráðlega. Hrekktu gónarann Og skapaðufrið á heimilinu ~~—waR Þetta indæla tæki er 6/ \ s þeim eiginleikum gætt að ^ geta slökkt á nær hvaða sjón- varpi sem er, svo fremi það sé móttækilegt fyrir fjarstýr- ingum. Það er forritað með 209 kóðum til þess að slökkva á ólíkum gerðum sjónvarpa og dregur í alít að 17 metra, en er þó í lyklakippustærð. Þegar kemur að notagildi tækisins eru möguleik- arnir nær ótæmandi, enda samfé- lagið nær gegnsósa af sjónvarps- Tækið góða er litlu stærra en lyklakippa! tækjum sem gaman væri að fá frið frá endrum og eins. Einnig mætti skemmta sér vel með það að vopni á EM í handbolta, sem og heims- meistaramótinu í knattspyrnu. Festa má kaup á tækinu - og öðrum slíkum - á vefnum thinkgeek.com. Framhliðin er meira í ætt við það það sem tíðkast í símageiranum Séð aftan frá líkist Samsung SCH B500frekarmynda- vél en síma Simi eða myndavél? Eða hara bœði? Á sínum tíma þótti talsverð bylting þegar lítilli stafrænni myndavél var fyrst komið fyrir í GSM-síma. Þrátt fyrir að fyrstu kynslóðir þess- háttar myndavélasíma hafi skilað óskýrum lággæða myndum, nutu þeir snemma vinsælda, ekki síst í kjölfar þess að símafyrirtæki gerðu notendum sínum kleift að skiptast á myndum með svonefndri MMS- tækni. Einkar hentugt þótti að geta sent mömmu kornótta mynd af nýju klippingunni eða vinkonunum af kjól kvöldsins, svo dæmi séu tekin. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hafa myndavélasímarnir orðið fullkomnari; nú á dögum er jafnvel hægt að fá slíka sem eru í fáu eftir- bátar dýrra stafrænna myndavéla. Og enn batna þeir, því frá kóreska framleiðandanum Samsung er nú væntanlegur sími með 7.7 megap- ixla myndavél. Til samanburðar má geta þess að dýrustu gerðir mynda- vélasíma, sem fáanlegir eru nú á dögum, taka 2 megapixla myndir - og algengustu símarnir skila mun lægri upplausn. Að auki hefur síminn aðdráttar- linsu (e. „Optical Zoom), fyrirbæri sem er fá- ef ekki óséð á mynda- vélasímum nútímans. Myndir í svo hárri upplausn krefjast eðlilega mikils geymslupláss, nokkuð sem Samsung menn hafa leyst með því að bjóða upp á stuðning við stærri gerðir minniskorta. Margir hafa bent á að fásinna sé að tala um þetta undratæki sem síma með mynda- vél áfastri, nær væri að segja það myndavél með áföstum síma. Hins vegar hefur það alla helstu kosti sem síma getur prýtt og því má segja samruna þessara tveggja tóla endan- lega lokið. Þess má að lokum geta að síminn nefnist því fróma nafni Samsung SCH B500, Viöskeytid ,,-Pod eykur enn vinsældir sínar Göngugrœjan TrekPod kynnt til leiks Hér má sjá TrekPod í göngustafsham Frá því að iPod-vasadiskó þeirra Apple manna sló í gegn fyrir nokkrum misserum hefur verið mjög til siðs hjá framleiðendum nýrra og spennandi tækja og tóla að hengja viðskeytið ,,-Pod“ á þau, líklega til þess að öðlast hlutdeild í vinsældum spilarans. Nýjasta græjan til þess að hljóta viðskeytið fræga er komin ansi langt frá því að vera vasadiskó, en er engu að síður mjög áhugaverð. Um er að ræða göngustaf frá bandaríska fyrirtæk- inu Trek-Technologies, en hann er þeim eiginleikum gæddur að geta skyndilega breyst í myndavélaþrífót þegar þörf er á. Nefnist kostagripur- inn TrekPod. TrekPod hefur notið fádæma vinsælda meðal göngufólks frá því hann kom á markað og skyldi engan undra; þeir sem taka sér langar nátt- úrugöngur á hendur hafa oftar en ekki hug á því að festa mikilfeng- leik umhverfisins á filmu, en erfitt getur verið að burðast með þrífót svo dögum skiptir. Stafurinn góði er aukinheldur búinn til úr hágæða léttmálmum og vegur aðeins rúm 800 grömm. Má því hæglega sjá að hér er mikill kostagripur á ferð sem mun létta göngufólki lífið um ókomna tið. ...og hér er hann í þrífóts-ham

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.