blaðið - 31.01.2006, Síða 15
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006
ÁLITI 15
Íhl!
Evrópudómstóllinn og verkalýðshreyfingin
Með EES-samningnum seldu Islend-
ingar sig með óbeinum hætti undir
lögsögu Evrópudómstólsins, sem fer
með æðsta dómsvald innan Evrópu-
sambandsins. Á þetta var rækilega
bent af undirrituðum og öðrum
sem beittu sér á Alþingi gegn aðild
Islands að evrópska efnahagssvæð-
inu. Nú hangir Damoklesarsverð
dómstólsins yfir norrænum vinnu-
markaði og verkalýðshreyfingu
vegna svonefndrar Lavaldeilu sem
getur orðið prófmál um hvaða kjara-
samningar gildi þegar fyrirtæki
flytja starfsmenn milli landa innan
EES-svæðisins. Á heimasíðu Starfs-
greinasambandsins 18. janúar 2006
má lesa eftirfarandi:
„Niðurstaðan er talin geta haft
mikla þýðingu fyrir uppbyggingu
norrænnar og evrópskrar verkalýðs-
hreyfingar í framtíðinni. Það snýst
um hvort norrænu stéttarfélögin
hafi rétt til þess að krefjast þess að
gerðir séu kjarasamningar við þau
um störf sem unnin eru á Norður-
löndunum og um rétt þeirra til að
beita hefðbundnum ogstjórnarskrár-
vörðum rétti til aðgerða eða hvort
slíkar aðgerðir brjóti gegn reglum
um frjálst flæði þjónustu, banni
gegn mismunun á grundvelli þjóð-
ernis og hvort skipti meira máli og
séu rétthærri kjarasamningar sem
gerðir eru í upprunalandi fyrirtækis
eða því landi sem vinna fer fram í.
Hver er heimild verkalýðsfélaga í
ESB ríkjum til að grípa til aðgerða
gegn félagslegum undirboðum?”
I Morgunblaðinu 19. janúar sl. er
haft eftir Hágglund framkvæmda-
stjóra Norræna bygginga- og tréiðn-
aðarsambandsins að ef málið tapast
fyrir ESB-dómstólnum myndi “...
það í raun þýða að ekki yrði hægt að
setja neinar reglur um lágmarkslaun
í hverju aðildarríki fyrir sig sem geti
ekki leitt til annars en að evrópskur
vinnumarkaður muni taka hraðlest
til lægstu vinnukjara á evrópska
efnahagssvæðinu”. Þannig muni nið-
urstaðan hafa afgerandi áhrif á það
hvort norræna vinnumarkaðsmód-
elið haldi velli.
Formsatriði málsins
Lettneskt fyrirtæki, Laval un Partn-
eri, vann útboð um endurbyggingu
skólahúss í Vaxholm í Svíþjóð og
ætlaði að nota verkamenn frá heima-
landinu sem fyrirtækið sagðist hafa
gert kjarasamning við. Byggnad,
samband byggingamanna í Svíþjóð,
krafðist þess að sænskir kjarasamn-
ingar giltu (kollekivaftal) og stöðv-
aði framkvæmdir Laval. Lettnesk
stjórnvöld sögðu aðgerðir sænskra
verkalýðsfélaga stríða gegn ESB-
rétti, þær mismuni eftir þjóðerni
og hindri auk þess frjálsa för vinnu-
afls. Evrópudómstóllinn hefur nú til
athugunar hvort sænska Byggnad
hafi brotið gegn 49. grein ESB-samn-
ingsins um frjáls þjónustuviðskipti.
Málið hefur sömu þýðingu á öllu
EES-svæðinu og þarmeð fyrir ísland
og Noreg. Ríkisstjórn island getur
því sent inn álit sitt um mál þetta til
dómstólsins fyrir 26. janúar 2006 og
skulum ætla að það verði gert.
Mikil óvissa um niðurstöðu
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur lýst yfir stuðningi
við lettnesku kröfuna með McCreevy
kommissar fyrir málefni innri mark-
aðarins í fararbroddi og það sama á
við um talsmenn hægri meirihlut-
ans á Evrópuþinginu. Á móti standa
sósíaldemókratar, vinstrisósíalistar
og græningjar. Pólitísk viðhorf í ein-
stökum ríkjum virðast í aðalatriðum
skiptast eftir svipuðum brautum,
m.a. i Svíþjóð, þar sem ráðherrar og
verkalýðsforingjar tala um uppreisn
gegn ESB falli dómurinn Lettlandi í
vil. Ekkert verður á þessari stundu
fullyrt um niðurstöðu, en hafa ber i
huga að dómar Evrópudómstólsins
sem snúa að grundvallaratriðum
fjórfrelsisins svonefnda hafa oft-
ast fallið
þeim sjónar-
miðum í vil.
Evrópudóm-
stóllinn er
þ e k k t u r
fyrir að
binda sig
ekki við
b ó k s t a f
ESB-tilskip-
ana heldur
Hjörleifur Guttorms- túlka út frá
son markmiðs-
greinum,
m.a. um samruna. Því kæmi ekki
á óvart að niðurstaðan falli gegn
sænsku kröfunni og norræna vel-
ferðarmódelinu. Um áhrifniðurstöð-
unnar á löggjöf aðildarríkjanna þarf
þá ekki að spyrja, þar gildir Rómars-
amningurinn ofar öllu. Sumir telja
að opinber lágmarkslaun einstakra
ríkja þar sem þau eru lögákveðin
haldi gegn slíkum dómi. I islenskri
löggjöf nr. 55/1980 (sbr. einnig lög nr.
54/2001,3. grein, með nýlegum breyt-
ingum skv. lögum nr. 139/2005 um
starfsmannaleigur) segir í 1. grein:
‘Laun og önnur starfskjör, sem aðild-
arsamtök vinnumarkaðarins semja
um, skulu vera lágmarkskjör, óháð
kyni, þjóðerni eða ráðningartíma
fyrir alla launamenn í viðkomandi
starfsgrein ... “. Óvíst er að þetta
dugi gegn hugsanlegri niðurstöðu
Evrópudómstólsins Lettum í vil. Hér
er ekki um opinber lágmarkslaun að
ræða, en í löndum þar sem slík laun
eru lögákvæðin liggja þau oft langt
undir töxtum stéttarfélaga.
Verkalýðshreyfingin og ESB-aðild
Sem kunnugt er hafa sósialdemó-
kratar á Norðurlöndum að meiri-
hluta til stutt aðild landa sinna að
Evrópusambandinu líkt og Samfylk-
ingin gerir eindregið hérlendis. Með
slíkri aðild eru menn að afhenda
fjöregg sitt ekki aðeins í hendur fjöl-
þjóðlegu pólitísku valdi sem hefur
að leiðarljósi samruna í átt að ríkis-
heild heldur jafnframt erlendu dóms-
valdi sem kveður upp dóma sem
eru æðri lögum og stjórnarskrár-
bundnum ákvæðum einstakra ríkja.
EES-samningurinn lýtur að hinu
sama, þótt með óbeinum hætti sé
að því er varðar dómsvald. Allt ætti
þetta að vera íslendingum og ekki
sist íslensku launafólki umhugsun-
arefni á tímum alþjóðavæðingar þar
sem fjölþjóðafyrirtæki og fjármagn
ráða för.
Hjörleifur Guttormsson
http://www.eldhom.is/hjorleifur
í Orkuhúsinu við
Suðurlandsbraut
Flexor býður upp á alhliða þjónustu sem er sérstaklega ætluð þeim sem
finna fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða iljum, fá sinadrátt í kálfa,
þreytuverk eða pirring í fætur. Stoðtækjafræðingar, sjúkraþjálfarar og annað
sérhæft starfsfólk veitir faglega ráðgjöf varðandi val á vörum. Samstarf Flexor
við bæklunarlækna og aöra sérfræðinga sem starfa í Orkuhúsinu gerir okkur
kleift að veita þér bestu þjónustu sem völ er á.
Hjá Flexor færðu:
• Göngugreiningu
• Stuðningshlífar
• Innlegg
Hitahlífar
Ráðgjöf
Armstafi
fþróttaskó
Gönguskó
Barnaskó
OSSUR
•samz* <2cco' ^asks
FLEXOR
—X NÆSTA SKREF
Suðurlandsbraut 34 • Sími 517 3900
GOTT FÖLK McCANN