blaðið - 31.01.2006, Side 12
12 I WEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaöi6
Jón Páll Leifsson rekstrarstjóri elísabetar.
Tryggingar i
einn mánuð í senn
Hœgt aðfá svipuð kjör annars staðar
Bensínverð stendur í stað
Verðsviftingar í síðustu viku
c ^ Hverjii eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns
AD Sprengisandi 109,8 kr. Kópavogsbraut 109,8 kr. Óseyrarbraut 109,8 kr.
eGO Óseyrarbraut 109,8 kr. Fellsmúla 109,8 kr. Salarvegi 109,8 kr.
<0> Ægissíðu 110,9 kr. Borgartúni 111,2 kr.
fönsl Ananaustum 110,9 kr. Gullinbrú 110,7 kr.
ORKAN Eiðistorgi 109,7 kr. Klettagörðum 109,7 kr. Skemmuvegi 109,7kr.
03 Mýr1b«nln Amarsmára 109,8 kr. Starengi 109,8 kr. Snorrabraut 109,8 kr.
Gylfaflöt 110,7 kr. Bæjarbraut 111,2 kr. Bústaðavegi 110.9 kr.
Verð ^95 oktanabensínistendur
í stað milli vikna. 1 síðustu
viku urðu nokkrar sviftingar
í eldsneytisverði þegar það hækk-
aði og lækkaði síðan aftur tveimur
dögum siðar. Sem íyrr er Orkan með
lægsta verð á 95 oktana bensíni 109,7
krónur lítrinn. Næst á eftir koma
svo Atlantsolía, Egó og ÓB sem selja
bensínlítrann á 109,8 krónur. Hæst
er verðið hjá Essó, Olís og Shell en
á sumum afgreiðslustöðum þessara
félaga er sjálfsafgreiðsluverðið 111,2
krónur lítrinn á 95 oktana bensíni.
Hjá Olíufélaginu hækkaði verð á
bensíni þann 23. janúar en lækkaði
síðan aftur tveimur dögum síðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Magn-
úsi Ásgeirssyni deildarstjóra hjá Essó
er ekkert í spilunum í augnablikinu
um að frekari brey tingar eigi sér stað
en þó er alltaf erfitt að spá um það
því slíkt getur gerst með stuttum
fyrirvara. „Olíufélögin endurspegla
samkeppnina líkt og matvöruversl-
anir og það er mikilvægt fyrir okkur
að fylgjast með því sem aðrir eru að
gera“, segir Magnús.
Á heimasíðu Olís kemur fram að
Olíuverslun fslands hf sé eitt fjög-
urra stórfyrirtækja sem bjóða íslend-
,Fólk getur valið um að fá filmur
samdægurs, eftir sólarhring eða
eftir þrjá daga“, segir Linda Sigurðar-
dóttirstarfsmaðurhjáHansPetersen.
„Framköllun á 24 mynda filmu sem
afgreidd er samdægurs kostar 1.890
krónur, sé beðið í sólarhring kostar
hún 1.490 krónur og 1.390 krónur sé
filman sótt að þrem dögum liðnum.
Sæki fólk myndirnar samdægurs
fylgja þær með á diski.“
Linda segir að verulega hafi dregið
úr filmuframköllun og áætlar að
fækkunin sé um 30% árlega. „Fólk
er í meira mæli komið með staf-
rænar myndavélar en kostnaður
við að framkalla stafrænar myndir
hefur farið lækkandi. Kostnaður við
að framkalla 24 myndir á stafrænu
formi er 936 krónur. Framköllun
stafrænna mynda tekur mun skemri
ingum upp á beinar útsendingar frá
HM í Þýskalandi í sumar á sjónvarps-
stöðinni Sýn. I síðustu viku var und-
irritaður samningur þar að lútandi í
bústað þýska sendiherrans við Tún-
götu. Aðrir styrktaraðilar HM eru
tíma en filmuframköllunin og er öll
vinnsla ódýrari. Framköllun á einni
stafrænni mynd er 39 krónur en
kostnaður á hverja mynd á filmu er
dýrari.
Pixlar ódýrastir
Hjá Pixlum kostar 1.390 krónur að
framkalla og tekur framköllunin
tæpan klukkutíma.
„Meirihluta þeirra mynda sem við
framköllum eru á stafrænu formi og
kostar 28 krónur að framkalla eina
mynd á stafrænu formi“, segir Arn-
heiður Stefánsdóttir starfsmaður
hjá Pixlum.
„Það hefur minnkað að fólk sé
að framkalla stafrænu myndirnar
heima. Þegar við framköllum
myndirnar fara þær í gegnum fram-
köllunarvökva og þannig verður
Landsbankinn, Iceland Express og
MasterCard. Allir leikirnir 64 verða
sýndir beint á sjónvarpsstöðinni
Sýn.
hugrun@bladid.net
ending myndanna betri. Pixlar
prenta einnig á striga en þannig fær
myndin öðruvísi áferð og líkist hún
olíumálverki.
Tilboð á stafrænni framköllun
Egill Ingi Jónsson eigandi Mynd-
vals í Mjódd segir hraðframköllun
hjá þeim kosta 1.880 en þá fær fólk
myndirnar samdægurs. „Sæki fólk
myndirnar eftir tvo daga kostar
framköllunin 1.580 krónur en fimm
daga framköllun er á 1.200 krónur.
Stafæn mynd kostar 39 kónur en séu
myndirnar 50 eða fleiri er verðið 34
krónur. Núna erum við með tilboð
og er verðið 29 krónur á stafræna
mynd óháð myndafjölda.
h ugrun@bladid. net
.Elísabet kemur inn á markaðinn á
öðrum forsendum en önnur trygg-
ingafélög“, segir Jón Páll Leifsson
rekstrarstjóri elísabetar. „Ástæða
þess að við getum boðið upp á
svona lág tryggingagjöld er sú að
yfirbyggingin er lítil og við sam-
nýtum hluta þjónustu Elísabetar og
Tryggingamiðstöðvarinnar og má
þar nefna starfsfólk, bakvinnslu og
tjónaþjónustu.“
Jón Páll segir helsta muninn á
elísabetu og öðrum tryggingum
vera að ekki er nauðsynlegt að binda
sig í lengri tíma en fólk þarf ekki að
binda sig lengur en í mánuð hjá elísa-
betu. „Ef fólk segir upp tryggingum
í miðjum mánuði þarf það ekki að
greiða út mánuðinn og er laust sam-
dægurs og felst ágóðinn í því að
vera alltaf laus.“ Jón Páll segir að
greiðslufyrirkomulagið sé þægilegt
en greiðsla er tekin af kreditkorti og
þarf því ekki að fara í bankann og
borga reikninginn.
Hann segir að þrátt fyrir þetta
fyrirkomulag sé gert ráð fyrir því að
fólk bindi sig lengur en í tvo mánuði.
,Það er mikið um að fólk vilji nýta
sér þennan nýja tryggingamögu-
leika segir,“ Jón Páll en vill að öðru
leyti ekki tjá sig um hversu margir
hafi skráð sig síðan elísabet hóf starf-
semi þann 13. janúar síðastliðinn.
Á heimasíðu elísabetar má fá upp-
lýsingar um verð trygginganna, skil-
mála og annað sem skiptir máli. Á
síðunni kemur fram að ódýrustu
tryggingarnar séu á 3.789 krónur á
mánuði. I þessum flokki er miðað
við að óhappagjald sé 50 þúsund
krónur. Þetta þýðir að lendi við-
komandi í tjóni greiðir hann fyrstu
50 þúsund krónurnar. Kaupi Fólk
tryggingar fyrir hærri upphæð
lækkar óhappagjald niður í 15 þús-
und krónur. Kaskótrygging kostar
6.544 krónur á mánuði. „Fyrstu við-
brögð fólks er ánægja með að þurfa
ekki að vera bundið í heilt ár en
markmiðið er einmitt að gera við-
skiptavinina ánægða.“
Hægt að velja tímabil
Einar Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri Varðar Islandstryggingar
segir viðbót elísabetar óverulega á
tryggingamarkaði og segir að hjá
Verði sé hægt að velja um mislöng
tímabil í tryggingum. „Ef fólk segir
upp tryggingum á miðju tímabili
fær það afganginn af trygging:
unum endurgreiddar." Einar segir
að gerðir séu samningar við hvern
og einn um upphæð trygginga en
meðalverð er um 50 þúsund krónur
á ári. Til samanburðar má geta þess
að ódýrasta tryggingin hjá elísabetu
kostar um 45 þúsund krónur á ári
og þar er óhappagjald 50 þúsund
krónur. Einar hefur ekki orðið var
við að fólk sé að fara frá þeim og
gerast áskrifendur af elísabetu en
Vörður hefur um 8% af markaði.
„Til þægindarauka í greiðslufyrir-
komulagi hvetjum við fólk til að
nýta sér boðgreiðslur en þá dreifist
gjaldið jafnt yfir árið.“
Einar segir að eftir að Vörður
kom inn á tryggingamarkaðinn
fyrir þremur árum hafi tryggingar
lækkað. „Við gerum út á lágar trygg-
ingar og við höldum verðinu niðri
með því að auglýsa ekki.“
hugrun@bladid.net
Stafrœn framköllun ódýrari
Islenska verzlunarfélagið flytur í Ogurhvarf 8
Víðidalur
ISLENZKA VERZLUNARFÉLA6IÐ
Ögurhvarf 8 • 203 Kópavogur • Sími 564 5500 • Fax 564 5555
isv@ isv.is • www.isv.is