blaðið - 16.02.2006, Síða 10

blaðið - 16.02.2006, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaðiö Félagar í Kommúnistaflokknum gagnrýna ritskoöun yfirvalda Fyrrum háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum vara yfirvöld viö þvf aö ströng ritskoðun geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Hópur fyrrum háttsettra félaga í kínverska Kommúnistaflokknum hefur gagnrýnt harðlega meðferð yfirvalda á fjölmiðlum og upp- lýsingamiðlun. í opnu bréfi til yfirvalda sem birt var á þriðjudag fordæmir hópurinn nýlega lokun dagblaðsins Bingdian. Höfundar bréfsins vara við því að ströng ritskoðun kunni að hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir þau umskipti sem eiga sér stað í stjórnmálum landsins. „Sagan hefur sýnt okkur að aðeins einræðisstjórn þarf að rit- skoða fréttir vegna þeirrar rang- hugmyndar að hún geti haldið almenningi í fáfræði," stendur í bréfi hópsins. Bréfið var undirritað 2. febrúar en var birt opinberlega á þriðjudag. Það sem kemur einna mest á óvart við þessa gagnrýni er að hún skuli vera lögð fram af háttsettum félögum í Kommúnistaflokknum. Á meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Li Rui, fyrrum aðstoðarmaður Maó Tsetung, Hu Jiwei, fyrrverandi ritstjóri málgagns flokksins og Zhu Houze, fyrrverandi áróðursmeistari Kommúnistaflokksins. Dagblaðið vakti reiði yfirvalda Dagblaðið Bingdian sem einkum sinnir rannsóknablaðamennsku hefur nokkrum sinnum vakið reiði yfirvalda á undanförnum mánuðum. Li Datong, ritstjóri blaðsins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið (BBC) að yfirvöld hefðu lokað blað- inu vegna greinar eftir Yuan Weishi, prófessor við Zhongshan-háskóla, sem birtist n. janúar. Yuan gagn- rýnir sögukennslu í Kína i greininni og segir meðal annars að í sögu- bókum sé sök yfirvalda aldrei við- urkennd heldur sé skuldinni skellt á aðra. Samtökin Blaðamenn án landa- mæra hafa margoft gagnrýnt þær hömlur sem settar eru á fjölmiðla í Kína og segja að kínverskum blaða- mönnum sé oft bannað að fjalla um viðkvæm mál. Á lista yfir frelsi fjöl- miðla á síðasta ári lenti Kína í 159. sæti af 167. Grunur um kosningasvindl á Haítí ibúi í Port-au-Prince virðir fyrir sér kjörseðil á ruslahaugum fyrir utan Port-au-Prince, höfuðborg Haítfs. René Préval, frambjóðandi í forsetakosningunum í landinu sagði á þriðjudag að komið hefði verið í veg fyrir að hann ynni sigur í fyrstu umferð kosninganna með stórfelldu svindli. Bráðabirgðastjórnin á Haítí hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum Prévals og verða endanleg úrslit ekki tilkynnt fyrr en niðurstöður hennar liggja fyrir Reykingabann á Englandi Þeir sem starfa að heilbrigðismálum á Englandi fagna nýjum lögum sem banna reykingar á krám, veitinga- stöðum og klúbbum í landinu frá og með næsta sumri. Þingmenn á breska þinginu samþykktu á þriðju- dag að banna reykingar í öllum lok- uðum rýmum en deilur höfðu staðið mánuðum saman um tillöguna. Patr- iciaHewitt, heilbrigðisráðherra, segir að lögin muni „bjarga þúsundum mannslífa“ og opinber stofnun sem sinnir krabbameinsrannsóknum sagði að þetta væri mesta framfara- skref sem stigið hafi verið í þágu heilsu almennings í hálfa öld. Simon Clark, sem er í forsvari stuðningssamtaka reykingamanna, sagði að þau hefðu tapað þessari orustu en ekki endilega stríðinu. „Fólk mun halda áfram að reykja og sú hugmynd að allir muni hætta að reykja vegna þess eins að þeir geti ekki reykt á krám er vitleysa," sagði hann í viðtali við breska ríkisút- varpið í gær. Andstæðingar laganna hafa einnig gagnrýnt það vegna þess að þeir telja að bannið brjóti gegn borg- aralegum réttindum. Reuters Mynd af nöktum og kefluðum fanga i Abu Ghraib fangelsinu í (rak. Áður óbirtar myndir sem teknar voru í fangelsinu alræmda árið 2003 voru birtar í sjónvarpsþætti í Ástralíu í gær. Nýjar myndir af misþyrmingum Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi í gær nýjar ljósmyndir og mynd- bandsupptökur af misþyrmingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Irak. Á einu myndbandanna sést maður berja höfði við vegg og á öðru sjást íangar sem neyddir hafa verið til að stunda sjálfsfróun fyrir framan myndavélar. Sumar mynd- anna sýndu höfuð- og líkamsáverka á föngum. Á nokkrum myndanna sjást hermenn sem þegar hafa verið sak- felldir fyrir illa meðferð á föngum. Þar á meðal eru Lynndie England og Charles Graner sem saksóknarar segja að hafi verið höfuðpaurinn. I sjónvarpsþættinum kom fram að myndirnar hefðu verið notaðar sem sönnunargögn í réttarhöldum í Bandaríkjunum og að bandarísk stjórnvöld hefðu reynt að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að misnotk- unin á föngunum væri sorgleg og hefði skaðað ímynd þjóðarinnar. Óttast er að birting myndanna auki enn á þá ólgu sem ríkir í löndum múslima vegna frétta af misþyrm- ingum breskra hermanna í Basra og birtingar á umdeildum skop- myndum af Múhameð spámanni. GARÐHEIMAR heimur heillandi i hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 ' •* v ^ www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.