blaðið - 16.02.2006, Síða 25
blaðið FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006
BÖRN OG UPPELDI I 25
Öll börn á aldrinum 5-7 ára
liggja þessa dagana yfir Orkubók
Latabæjar og velta fyrir sér hvort
þau hafi borðað nægilega mikið
af grænmeti, kjötmeti, ávöxtum
og vatni. Eins passa þau upp á
að þrífa herbergin sín, hreyfa
sig og tannbursta. Þrátt fyrir að
þetta hljómi eins og draumur þá
eru ekki allir foreldrar sáttir við
þessa markaðsherferð. Reynir
Harðarson sálfræðingur er einn
þeirra og í samtali við Blaðið
segir hann frá „lúmskri markaðs-
herferð og óþarfa ábyrgð“ sem er
varpað á kornung börn.
„Mér finnst athugaverðast að það
sé verið að varpa óþarfa ábyrgð á
kornung börn. Eg hef reynt að halda
dóttir minni frá þessu eftir fremsta
megni en það gerist sífellt erfiðara.
Það eru allir í leikskólanum að tala
um þetta, þetta er í sjónvarpinu og
blöðunum. Það er ekki undan þessu
vikið,“ segir Reynir og tekur fram að
honum finnst samræmið á milli stig-
anna afar skrýtið. „Það er jafn mik-
ilvægt að fara snemma að sofa og
drekka vatn en fyrir það fá börnin
+10 stig. Ef ég tala fyrir dóttir mína
þá hefur hún engan skilning á
þessum tölum og uppsöfnun á
stigum. Satt best að segja vil ég ekki
að hún fari að líta á mat sem keppi-
kefli og finni til samviskubits ef hún
stendur sig ekki nógu vel eða fái mín-
usstig ef hún veitir sér eitthvað eða
er veitt eitthvað. Ég vil að það geti
verið ánægjulegt og jákvætt.“
Einum of
Reynir segir að honum finnist sem
það sé farið meira af kappi en forsjá
í þetta allt saman. „Ástæðan er sú að
það eru allir svo uppteknir af hreysti
og hollustu. Sumir átta sig ekki á að
það geti verið eitthvað athugavert
við þetta að einu eða neinu leyti.
Þetta er skemmtilegt fyrir krakkana
að fá svona límmiða og fá eitthvað
til að keppast að og mér finnst svona
umbunakerfi ágæt en kannski ætti
þetta kerfi að vera fyrir foreldra og
börn. Ég hef séð þess dæmi að börn
eru mjög meðvituð um þetta kerfi
og neita sér um góðgæti í veislum og
í heimsóknum hjá afa og ömmu. Mér
finnst það einum of,“ segir Reynir
og bætir við að svona geti líka haft
neikvæð áhrif. „Ef krakkar hafa til-
hneigingu til áráttu/þráhyggju þá
getur þetta verið fínn farvegur fyrir
það. Þá erum við komin með átrask-
anir á æðra plan, hjá kornabörnum,
og það nær engri átt.“
Ekki á móti hollu Ifferni
Sjálfur segist Reynir vera fullfær
um að sjá til þess að dóttir hans fái
hollustu og hann telur að það eigi
við um flesta. „Ég er alls ekki á móti
hollu líferni, góðu matarræði, tiltekt,
tannburstun og þess háttar,“ segir
Reynir og hlær. „En það eru aðrir
þættir sem gleymast oft, eins og sam-
vera með börnunum, að lesa fyrir
þau og aðrir jákvæðir þættir í þeirra
skapgerð og persónuleika. Kannski
hentar þetta mörgum sérlega vel
en ef allt gengur vel heima fyrir þá
finnst mér að það eigi ekki að koma
svona kerfi í höfuðið á börnunum."
Tiltekin merki álitin góð og jákvæð
Reynir segir að þessi mikla markaðs-
herferð sé það versta við Orkuátak
Latabæjar. „Mér finnst langverst
að þetta er markaðsherferð fyrir
ákveðin fyrirtæki sem eru ekkert
endilega að bjóða hollustu vöruna.
Það er hægt að finna margt hollara
en það sem er á þessum límmiðum
en auðvitað festist það í börnum og
jafnvel foreldrum að þessi tilteknu
merki séu góð og jákvæð. Þetta er
lúmsk markaðsherferð sem er beint
gegn börnum og foreldrum. Á hinn
bóginn skil ég það sjónarmið að til
þess að koma þessu á þá þarf styrkt-
araðila og þeir vilja fá eitthvað fyrir
sinn snúð en ég vil frábiðja mér
þetta.“
svanhvit@bladid. net
Reynir Harðarson: „ Ef krakkar hafa til-
hneigingu til áráttu/þráhyggju þá getur
þetta verið fínn farvegur fyrir það. Þá er-
um við komin með átraskanir á æðra plan,
hjá kornabörnum, og það nær engri átt.
Gcíar
vcrur, ac
'JBL
flϗunum
vííum!
Kakari
• •
Dalvegi 4 • Sími 564 4700
Opið: Mánud.-föstud. 06:00- 18:00, laug. 06:00-17:00, sunn. 07:00-17:00
Hamraborg 14 • Sími 554 4200
Opið: Mánud-laugard. 08:00-18:00, laug. 08:00-16:00, sunn. 09:00-16:00
Markaðsherferð
fyrir ákveðin fyrirtæki
Sálfræðingur gagnrýnir Orkubók Latabœjar ogsegir hana varpa óþarfa ábyrgð
á ung börn aukþess sem hún geti í vissum tilfellum haft neikvœð áhrif