blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 blaöÍA Hugsanleg stjóraskipti hjá Stoke íslendingaliðinu Stoke City í ensku 1. deildinni í knattspyrnu hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur á fótboltavellinum og hefur aðeins fengið þrjú stig í níu leikjum. Ástandið er ekki síður slæmt utan vallar í efstu stöðum félagsins. Nýi framkvæmdastjórinn, Johan Bos- kamp, hefur átt í útistöðum við John Rudge en hann er eins konar yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Málið er nú komið í þann farveg að það er fullvíst að annar hvor þeirra, ef ekki báðir, verða látnir fara frá Stoke City. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarfor- maður Stoke City, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Mín skoðun á XFM í gær að fyrir lok næsta mánaðar yrðu þessi mál komin á hreint en það Johan Boskamp framkvæmdarstjóri Stoke City væri nokkuð ljóst að málið yrði ekki leyst farsællega. Gunnar Þór sagði ennfremur að það væri vel hugsan- legt að báðir aðilar, Johan Boskamp, framkvæmdastjóri, og John Rudge, yfirmaður íþróttamála, yrðu reknir. Deila þeirra félaga byrjaði í nóvem- ber síðastliðnum og þá fór Boskamp fram á það við stjórn Stoke að John Rudge yrði rekinn. Stjórn félagsins varð ekíd við því og vonaði að þeir næðu saman á ný en það hefur sem sagt ekki gerst. Stoke City er sem stendur í 16. sæti ensku í. deildarinnar með 40 stig og á sunnudag mætir Stoke úrvalsdeildar- liði Birmingham í ensku bikarkeppn- inni, FA-Cup, en leikurinn er í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Þór sagði í áðurnefndum útvarpsþætti að það væri mikill lott- ávinningur ef Stoke tækist að komast í 8-liða úrsht bikarsins og talaði um að hugsanlega fengjust fyrir það 900.000 sterlingspund sem er jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna. Dagný Linda lenti í 23. sæti Akureyrarstúlkan Dagný Linda Kristjánsdóttir lenti í gær í 23. sæti i bruni á ólympíuleikunum í Tórínó. Þetta er svo sannarlega glæsilegur árangur. 45 konur voru skráðar til leiks í bruninu og einar fjórar þeirra luku ekki keppni. Brautin þótti mjög erfið og skyggni var ekki gott. Þetta gerir árangur Dag- nýjar Lindu enn glæsilegri. Dagný Linda var á tímanum ein mínúta, 59,43 sekúndur sem var 2,94 sekúndum frá besta tímanum sem Michaela Dorfmeister frá Aust- urríki náði. Martina Schild frá Sviss var önnur og Anja Pársson frá Svíþjóð varð þriðja. Árangur hennar er einhver sá albesti sem íslenskur skíðamaður hefur náð á vetrarólympíuleikum. Aðeins fimm aðrir íslenskir kepp- endur hafa náð betri eða jafn- Benediktsson í 23. sæti, Steinunn og 23. sæti í stórsvigi og svo varð góðum árangri. Eysteinn Þórðar- Sæmundsdóttir í 16. sæti í svigi, Kristinn Björnsson í 22. sæti í Salt son varð í 17. sæti í svigi, Kristinn Ásta Halldórsdóttir 20. sæti í svigi Lake City árið 2002. Dagný Linda Kristjánsdóttir skfðadrottning. Keflavík vann B-riðilinn í 8. flokki Um síðustu helgi fór fram heljar- innar körfuboltamót fyrir stelpur í 8. flokki en það eru stúlkur á 14. ári. Keppt var í B-riðli og fór keppnin fram í Rimaskóla. Sigurvegarinn fluttist svo upp í 4. umferð A-riðils en þar er keppt um íslandsmeistara- titilinn í þessum aldursflokki. Stúlkurnar í Keflavík urðu hlut- skarpastar. Þær spila í 7. flokki og keppa því í tveimur flokkum og eru allar á 13. ári. Úrslit leikja í mótinu urðu sem hér segir: Keflavfk - Grindavík, 28-16, Grindavík - Fjölnir, 21-16, Snæfell - Skallagrímur, 29-27, Grindavík - Snæfell, 21-26, Keflavík - Snæfell, 44-18, Skallagrímur - Fjölnir, 25-30, Keflavík - Fjölnir, 37-17, Fjölnir - Snæfell, 39-29, Grindavík - Skallagrímur, 19-20, Keflavík - Skallagrímur, 40-18. Lið Keflavíkur varð sigurvegari í þessum B-riðli. Þær fluttist þá sem sagt upp í A-riðil og keppa þar um íslandsmeistaratitilinn. Stigaskor fyrir Keflavík á mótinu voru eftirfarandi: Telma Lind Ásgerisdóttir, 30, Árný Sif Gestsdóttir, 28, María Ben Jónsdóttir, 24, Lovísa Falsdóttir, 16, Kristjana Vigdís Ingvadóttir, 14, Sig- rún Albertsdóttir, 12, Erna Hákonar- dóttir, 10, Anita Eva Viðarsdóttir, 5, Sara Dögg Margeirsdóttir, 4 og He- lena Ösp Ævarsdóttir 2 stig. í u M f 'vjfcj Lið Keflavíkur 1' 7.-og 8. flokki stúlkna f körfubolta fagnaði eftir mótið þar sem þemað var förðun og andlitsmálning af ýmsu tagi. Olnbogabörn Jæja, nú er liðinn nógu langur tími til þess að ég getið snúið mér að umfjöllun um nýjasta tískufyrir- bærið í íþróttaheiminum - oln- bogaskotin. Ég hef haft það fyrir venju að láta dálítinn tíma líða áður en ég fjalla um málefni sem erfitt er að rökræða í tilfinninga- hita þess augnabliks þar sem mál- efnið felur í sér persónubundna aðila - geranda og þolanda. Ég er reyndar ennþá dálítið reiður út í Serbann sem rann olnboga sínum til rifja Ólafs Stefánssonar á EM í Sviss í handknattleik. Vitaskuld er notkun þessa líkams- hluta - olnbogans - engan veginn nýlunda í átökum flokkaíþrótta, hvorki í körfuknattleik né öðrum íþróttagreinum, og hvorki hérlendis né erlendis. Breytingin hér heima á Fróni kann einkum að vera fólgin í auknum fjölda sjónvarpsupptökuvéla á kappleikjum, samhliða meiri með- vitund og faglegri þekkingu stjórn- enda aðildarfélaganna - sem virðast á köflum búa yfir jafn mörgum sjálf- boðaliðum í lögfræðiráði eins og í unglingaráði viðkomandi félags. Flestir innan körfuknattleikshreyf- ingarinnar þekkja skoðanir mínar á kærumálum - eða öllu heldur þeim atvikum og forsendum sem að baki þeim búa. Vera kann að meiri hags- munir leiði til fleiri kærumála og meiri áherslu á þann þátt starfsem- innar - og vera kann einfaldlega að meira sé orðið um slík brot en áður. Ég held þó ekki. Ljót og óíþróttamannsleg brot eiga ekki að sjást í kappleik. Vissulega geta komið upp tilvik þar sem menn gleyma sér í hita leiksins eða jafnvel að um óviljaverk sé að ræða. En ásetn- ingur, sérstaklega fjarri boltanum, er einfaldlega óásættanlegur. Um slíkt verður hreyfingin að senda fyr- irbyggjandi skilaboð í formi harðra refsinga. Fyrir nokkrum vikum urðu fjör- ugarumræðurinnankörfuknattleiks- hreyfingarinnar um tiltekin „oln- bogaskot" og gárungarnir fóru meðal annars að reyna að bera saman ein- stök atvik við refsingar aganefndar - svona eins og hugtakið „olnbogaskot" væri ávallt skilgreint með sama hætti. Menn gætu bara sett orðið „olnboga- skot“ í aganefnd eins og hvern annan sjálfsala og fengið út samræmdar niðurstöður. Málið er auðvitað ekki svo einfalt. Ávallt þarf að meta ýmis atriði á borð við það hvort bolti var í leik, hvaða líkur eru á ásetningi höggsins, hvort dómari sá brotið og hvaða skýrslu hann gefur um atvikið, hversu vel brotið sést á myndbandi o.s.frv. Agabrot á ekki að leysa á spjallsíðum Áganefnd vinnur gríðarlega mikið og óeigingjarnt starf. Er eitt af þessum vanmetnu sjálfboðaliða- störfum innan hreyfingarinnar og geta aldrei kveðið upp úrskurð án þess að einhver verði óánægður - og í rauninni verður enginn ánægður. Menn eiga að virða störf þessara aðila og þakka þeim enda eru þetta gjarnan einstaklingar sem eru ekki á hverju strái - þurfa að hafa til að bera jafnvel nauðsynlega menntun eða mikla reynslu. Eflaust myndu margir þeirra vilja verja tíma sínum til annars en slíkra starfa. Umfjöllun einstakra félaga er auð- vitað einnig athyglisverð í hverju dæmi fyrir sig. Menn fjalla ávallt um sinn aðila sem saklausa píslar- vottinn en aðstandendur liðs fórnar- lambsins sjá hinn brotlega fyrir sér sem versta fól og vilja undantekn- ingarlítið fá glæpamanninn umsvifa- laust dæmdan í bann út árið. Merki- legt er annars hvað afstaða þessara aðila getur snúist þegar hlutverka- skipti verða í næsta agabroti. í raun broslegt. Það sem veldur mér hvað mestum áhyggjum er samt að í umfjöllun félaga um leikbrot og agaviðurlög leikmanna sinna virðast sjaldan koma upp áhyggjur af raunverulegu framferði leikmannsins. Getur það verið t.d. að menn séu sáttir við að er- lendur atvinnumaður liðsins fremji slíkt ásetningsbrot? Getur verið að mönnum sé sama um slíkt, jafnvel þótt það kunni að skaða árangur liðs- ins í formi leikbanna leikmannsins, eða jafnvel kostnaðar við að fá nýjan leikmann. Vissulega eru dæmi um félög sem hafa ekki reynt að réttlæta brotin, a.m.k. ekki út á við - og raunar jafn- vel fordæmt þau. En tilvikin um hitt eru of mörg og áberandi. Opinberar árásir á aganefnd, réttarfarsreglur aganefndar eða jafnvel um samsæri KKÍ á hendur félaginu. Þetta eru allt skýringar sem við höfum fengið að heyra á undanförnum árum. Þetta geta ekki talist eðlileg viðbrögð, a.m.k. ekki ef menn ræða málin án tillits til einstakra atvika eins og ég er e.t.v. að reyna að gera hér nokkrum vikum frá síðasta atviki. Úrbætur eiga að eiga sér stað með yfirveguðum hætti á ársþingum - ekki á spjallsíðum vegna tilfinningahita augnabliksins. Það er hins vegar spurning hvort við þurfum að fara að semja reglu- gerðir og skilgreina olnbogaskot sem hluta leiksins með sama hætti og víta- skot og þriggja stiga skot... Einnig er hægt er að nálgast pistill- inn á KKÍ.is. ÞPORT ■'DEIL.DIM BLACK CAT POOLBORÐ GLÆSILEGT 7 FETA POOLBORÐ FRÁ GÆÐAFRAM- LEIÐANDNUM BCE [VERÐ: 95.200,- VERÐÁÐUR: 119.000,- Sportdeildin • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Slmi: 577 4040 • www.holeinone.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.