blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 26
26 I ÝMISLEGT LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 bla6ió Draumar íslendinga í doktorsritgerð f slendingar hafa skoðað drauma sína sem mikilvægan hluta þekk- ingarferlisins og kemur þessi afstaða greinilega fram í rituðum heimildum, allt til þeirra elstu sem fundist hafa. Draumar eru fyrirferðamiklir og mikilvægir í ritun íslendingasagna og er þessi gamli þjóðararfur þvert á afstöðu franska heimspekingsins Réne Descartes sem sagði drauma alls ekki vera þekkingarveitu. Adriénne Heijnen, doktor í mann- fræði frá háskólanum í Árósum, segir merkingu drauma í íslensku samfélagi hafi þó mikið breyst í ald- anna rás. Hún rannsakaði drauma íslendinga á árunum 1996-2000 á tveimur stöðum á landinu, í Hruna- mannahreppi og í Reykjavík fyrir doktorsritgerð sína. Hún segir það skýrt að íslendingar miðli þekkingu með tjáningu sinni á draumum og að þau viðhorf til drauma sem finn- ast í íslensku samfélagi séu alls ólík því sem finna má í Evrópu. „Dreym- andinn hverfur ekki í sjálfan sig heldur er draumurinn félagslegur að mörgu leyti,“ segir Adriénne. Islend- ingar túlka þau samskipti sem menn eiga í draumi sem tákn um þau sam- skipti sem dreymandinn á við það fólk sem hann dreymir. Á íslandi eru margir sem finnst draumar hafa margt mikilvægt fram að færa, allt frá veðurfarsupplýsingum til þess að bera skilaboð frá látnum. „Draumar eru sífellt stærri hluti af lífi fólks," segir Adriénne, en hún heldur fýrirlestur um drauma, á vegum Félags þjóðfræðinga á ís- landi, næstkomandi miðvikudag, þann 22. febrúar, í Árnagarði, stofa 201, kl. 17.15. Skemmtilegar en einskis nýtar upplýsingar! Ferðir fyrir 2 með Sumarferðum 42” Plasmasjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni ísveislur frá Kjörís Ljósakort frá Sólbaðstofunni Smart Gjafabréf í Húsasmiðjuna Seconda armbandsúr Gjafabréf frá Glerauganu Vasar, teppi og mynd frá Zedrus Fjarstýrðir bílar frá Tómstundarhúsinu Næstu vikurnar ætlar Blaðið að láta drauminn þinn rætast. Rauðir bilar lenda oftar í árekstrum ár hvert en aðrir bílar. Ef þú sefur um átta tíma á nóttu, eins og ráðlagt er, þá sefurðu rúmlega 2.900 tima á hverju ári. Höfrungar eru einu spendýrin utan mannfólks sem stundar kynlíf vegna ánægjunnar. Það er í raun kona sem talar fyrir Bart Simpson í Simpson þáttunum. Það er hún Nancy Cartwright sem á heiðurinn af þeirri strákslegu rödd. Tunga gíraffa er 60 sentím- etrar á lengd og svört að lit. Dýnamít er meðal annars búið til úr hnetum. Þegar meðalmanneskjan vél- ritar skjal þá vélritar vinstri höndin meirihluta skjalsins eða alls 56%. Sendu okkur einhverja fyrirsögn úr blaðinu og þú kemst í pott sem dregið verður úr einu sinni í viku og þú gætir komist í sólina í boði eða unnið einhvern af glæsilegum vinningum. Klipptu út seðilinn hér að neðan og sendu okkur hann á (Blaðið, Bæjarlind 14- 16,201 Kópavogur) eða sendu okkur tölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið sumar@bladid.net Örbylgjuofninn var fundinn upp eftir að uppfinninga- maður gekk framhjá ratsjá og súkkulaðið bráðnaði í vasa hans. Það eru 336 litlar holur á venju- legri golfkúlu. Konur blikka augunum helm- ingi oftar en karlmenn. Dregið út á mánudögum ^^Alh^Tahajiié^áMeíns^oHojJúiVljt^^vfJlein inn^endinjarjKÍm mmneiri vinnin^snkur^ (Úrklippumiði / þátttökumiði) Fyrirsögn: Fullt nafn: Kennitala: Sími:____________________ \ (sendist á - Blaðið, Bæjarlind 14 - 16,201 Kópavogur). blómouQl hdtO/M hnnur HÚSASMIDJAN cUutn rnél Gleraugað Suðurtandsbraut 50 i bláu húsunum við Faxafen Simi 568 2662 Z E D R U S Hlíðarsmári 11 s:5342288 $Jn\M smort ttf ■ b«4 drtntáavtgl 7 •i m »ji« Vlft An«n«un1 Sjónvarpsmiðstoóin • Það var tannlæknir sem fann upp rafmagnsstólinn. • Elsta lifandi vera á jörðinni er 12.000 ára gömul. Það er runni í Mojave eyðimörkinni sem hlýtur þessa nafnbót en runn- inn heitir Creosote. • Sterkasti vöðvinn í líkam- anum er tungan. • Ljóshærðir hafa fleiri hár en dökkhærðir. • Pýramídarnir voru upphaf- lega skjannahvítir. • Gagg í öndum bergmálar ekki og enginn veit af hverju það gerist ekki. • Charlie Chaplin vann einu sinni þriðju verðlaun í keppni um hver líktist Charlie Chaplin mest. • Við fæðumst með 300 bein en þegar við erum orðin fullorðin erum við aðeins með 206 bein. svanhvit@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.